Strengjabrúða Landsvirkjunar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 16. febrúar 2016 07:00 Umhverfisráðuneytið fer að kröfum Landsvirkjunar í nýjum drögum að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Verkefnisstjórnin hefur ráðgefandi hlutverk gagnvart stjórnvöldum um hvar má virkja og hvar ekki. Verði drögin að veruleika, hefur Landsvirkjun í raun mótað leikreglur verkefnisstjórnar í úrvinnslu mála sem varða beina fjárhagslega hagsmuni fyrirtækisins; fleiri virkjanir. Spilling af þessu tagi má ekki viðgangast.Faglegt sjálfstæði afnumið Breytingarnar varða m.a. svæði sem nú þegar eru í verndarflokki rammaáætlunar og Alþingi hefur ákveðið að friðlýsa. Nóg yrði fyrir orkufyrirtæki að breyta virkjanahugmynd á svæði í verndarflokki lítilsháttar og verkefnisstjórnin yrði að endurmeta hana. Þetta reyndi Landsvirkjun einmitt með Norðlingaölduveitu fyrir skemmstu, en verkefnisstjórnin hafnaði endurmati eftir faglega umfjöllun. Faglegt sjálfstæði verkefnisstjórnar yrði afnumið með breytingunum og opnað á endurupptöku virkjanahugmynda á svæðum sem búið er að ákveða að friða gegn orkunýtingu.Farið að kröfum Landsvirkjunar Í krafti upplýsingalaga um umhverfismál fékk Landvernd aðgang að öllum gögnum þessa máls. Eini aðilinn sem óskaði eftir breytingum á starfsreglunum var Landsvirkjun sem lagði fram skriflegar kröfur sínar á fundi í umhverfisráðuneytinu í ágúst. Eftir bréfaskipti Landsvirkjunar og ráðuneytisins í lok árs sendi ráðuneytið verkefnisstjórninni og atvinnuvegaráðuneytinu fyrstu drög breyttra starfsreglna til umsagnar. Var þar komið til móts við kröfur Landsvirkjunar að nokkru. Eftir athugasemdir frá atvinnuvegaráðuneytinu, sem leitaði álits Orkustofnunar og Landsvirkjunar, breyttust drögin og eru nú í grundvallaratriðum í samræmi við upphaflegar kröfur Landsvirkjunar. Lokadrög voru ekki kynnt verkefnisstjórn áður en þau fóru til umsagnar almennings. Umhverfisráðherra sagði í útvarpsfréttum á sunnudag að hvorki hún né ráðuneytið hefðu haft „sérstakt samband“ við Landsvirkjun. Af gögnum sést þó að samskipti voru í formi fundar og síðan bréfaskipta á báða bóga. Eftir stendur að farið er að kröfum Landsvirkjunar.Málsmeðferð stenst ekki lög Málsmeðferðin stenst tæpast siðferðileg og sanngjörn viðmið í lýðræðisþjóðfélagi. Hún er heldur ekki í samræmi við lögin um rammaáætlun, en samkvæmt þeim ber að setja starfsreglurnar að fengnum tillögum verkefnisstjórnarinnar sjálfrar, ekki að tillögum Landsvirkjunar eða Orkustofnunar.Friðurinn er í höndum ráðherra Umhverfisráðherra hefur lýst því yfir að hún vilji standa vörð um rammaáætlun. Kæra Sigrún, hér er tækifærið: Stattu við stóru orðin og staðfestu ekki þessar reglur frá Landsvirkjun, ellegar brýtur þú málsmeðferð laganna, jarðsetur rammaáætlun, þinn eigin trúverðugleika og skapar ófrið um störf verkefnisstjórnar. Friðurinn er í þínum höndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Umhverfisráðuneytið fer að kröfum Landsvirkjunar í nýjum drögum að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Verkefnisstjórnin hefur ráðgefandi hlutverk gagnvart stjórnvöldum um hvar má virkja og hvar ekki. Verði drögin að veruleika, hefur Landsvirkjun í raun mótað leikreglur verkefnisstjórnar í úrvinnslu mála sem varða beina fjárhagslega hagsmuni fyrirtækisins; fleiri virkjanir. Spilling af þessu tagi má ekki viðgangast.Faglegt sjálfstæði afnumið Breytingarnar varða m.a. svæði sem nú þegar eru í verndarflokki rammaáætlunar og Alþingi hefur ákveðið að friðlýsa. Nóg yrði fyrir orkufyrirtæki að breyta virkjanahugmynd á svæði í verndarflokki lítilsháttar og verkefnisstjórnin yrði að endurmeta hana. Þetta reyndi Landsvirkjun einmitt með Norðlingaölduveitu fyrir skemmstu, en verkefnisstjórnin hafnaði endurmati eftir faglega umfjöllun. Faglegt sjálfstæði verkefnisstjórnar yrði afnumið með breytingunum og opnað á endurupptöku virkjanahugmynda á svæðum sem búið er að ákveða að friða gegn orkunýtingu.Farið að kröfum Landsvirkjunar Í krafti upplýsingalaga um umhverfismál fékk Landvernd aðgang að öllum gögnum þessa máls. Eini aðilinn sem óskaði eftir breytingum á starfsreglunum var Landsvirkjun sem lagði fram skriflegar kröfur sínar á fundi í umhverfisráðuneytinu í ágúst. Eftir bréfaskipti Landsvirkjunar og ráðuneytisins í lok árs sendi ráðuneytið verkefnisstjórninni og atvinnuvegaráðuneytinu fyrstu drög breyttra starfsreglna til umsagnar. Var þar komið til móts við kröfur Landsvirkjunar að nokkru. Eftir athugasemdir frá atvinnuvegaráðuneytinu, sem leitaði álits Orkustofnunar og Landsvirkjunar, breyttust drögin og eru nú í grundvallaratriðum í samræmi við upphaflegar kröfur Landsvirkjunar. Lokadrög voru ekki kynnt verkefnisstjórn áður en þau fóru til umsagnar almennings. Umhverfisráðherra sagði í útvarpsfréttum á sunnudag að hvorki hún né ráðuneytið hefðu haft „sérstakt samband“ við Landsvirkjun. Af gögnum sést þó að samskipti voru í formi fundar og síðan bréfaskipta á báða bóga. Eftir stendur að farið er að kröfum Landsvirkjunar.Málsmeðferð stenst ekki lög Málsmeðferðin stenst tæpast siðferðileg og sanngjörn viðmið í lýðræðisþjóðfélagi. Hún er heldur ekki í samræmi við lögin um rammaáætlun, en samkvæmt þeim ber að setja starfsreglurnar að fengnum tillögum verkefnisstjórnarinnar sjálfrar, ekki að tillögum Landsvirkjunar eða Orkustofnunar.Friðurinn er í höndum ráðherra Umhverfisráðherra hefur lýst því yfir að hún vilji standa vörð um rammaáætlun. Kæra Sigrún, hér er tækifærið: Stattu við stóru orðin og staðfestu ekki þessar reglur frá Landsvirkjun, ellegar brýtur þú málsmeðferð laganna, jarðsetur rammaáætlun, þinn eigin trúverðugleika og skapar ófrið um störf verkefnisstjórnar. Friðurinn er í þínum höndum.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar