Beckham hefur á síðustu misserum stimplað sig ærlega inn í tískuheiminn með fallegum fatalínum sem ná því að bæði búa til trend og vera kvenlegar og klassískar á sama tíma.
Enginn breyting var á því í ár, með loðnum töskum (sem á að knúsa eins og bangsa að sögn hönnuðarins), korselett yfir peysur og támjóa lakkskó.
Fjölskyldan á fremsta bekk vakti einnig athygli sem og að Victoria sjálf lét sjá í lokinn í strigaskóm en hún ávallt verið í sviðljósinu í himinháum hælum. Hér er brot af því besta:






