Baldur ætlar ekki fram Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2016 12:30 Baldur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gefur forsetaframboð alfarið frá sér. „Að gefnu tilefni langar okkur Felix að þakka góðu fólki fyrir hlý orð og hvatningu til dáða. Við höfum ágætis útsýni yfir á Bessastaði héðan af sjávarsíðunni í Vesturbænum og getum vel fylgst með leik og störfum Bessastaðabænda. Það er fróðleg og skemmtileg yfirsýn fyrir leikara og stjórnmálafræðing. Við hyggjumst ekki leitast eftir því að flytja yfir Skerjafjörðinn. Við kunnum einstaklega vel við okkur í núverandi störfum við Háskóla Íslands og RÚV,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni.Tilefnið er frétt Vísis þar sem segir af Gallupkönnun en niðurstöður eru þær að meirihluti aðspurðra er jákvæður gagnvart þeirri hugmynd að Baldur og eiginmaður hans Felix Bergsson, leikari og fjölmiðlamaður, verði næsta forsetapar Íslands.Mikilvæg mannréttindabarátta En, þó fólk sé almennt jákvætt gagnvart því að Baldur fari fram verður ekki svo að sinni. Baldur segir í samtali við Vísi ekki hafa verið vinnufriður eftir að fréttin birtist. En, svo áfram sé vitnað í yfirlýsinguna þá segir: „Í dag vill svo skemmtilega til að 20 ár eru síðan að við hittumst fyrst. Við gátum þá ekki einu sinni skráð okkur í sambúð og börnunum okkar voru ekki tryggð full mannréttindi. Við tók áralöng barátta fjölmargra einstaklinga út um allt land sem skilað hefur góðum árangri. Okkur datt ekki einu sinni í hug að samkynhneigt part ætti möguleika á því að setjast að á Bessastöðum,“ skrifar Baldur og bætir því við að það hafi þótt stórsigur fyrir mannréttindabaráttuna þegar þáverandi forseti Vigdís Finnbogadóttir kom og fagnaði með þeim þegar lögin um staðfesta samvist tóku gildi sumarið 1996. „Nú eru nýir og breyttir tímar. Þeim ber að fagna sem og kröftugum mannréttindayfirlýsingum þjóðarinnar sem birtast í skoðanakönnun eins og þessari. – Við endurtökum þakkir okkar fyrir hlý orð og hvatningu og hvetjum kraftmikla einstaklinga til að stíga fram og bjóða sig fram til embættisins.“Margir kallaðir Víst er að mörgum þótti vert að máta þá Baldur og Felix við Bessastaði. Baráttan um Bessastaði er rétt að hefjast en þeir sem hafa gefið sig fram og ætla í forsetaslag í sumar eru Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson og Elísabet Jökulsdóttir -- eftir því sem næst verður komist. Þau sem sterklega hafa verið orðuð við framboð eru meðal annarra Össur Skarphéðinsson, Linda Pétursdóttir, Stefán Jón Hafstein, Andri Snær Magnason, Sirrý Arnardóttir, Halla Tómasdóttir og Björg Thorarensen. Baldur er nú að heltast úr þeirri lest; fólks sem orðað er við framboð.Að gefnu tilefni langar okkur Felix að þakka góðu fólki fyrir hlý orð og hvatningu til dáða. Við höfum ágætis útsýni...Posted by Baldur Thorhallsson on 15. febrúar 2016 Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Að gefnu tilefni langar okkur Felix að þakka góðu fólki fyrir hlý orð og hvatningu til dáða. Við höfum ágætis útsýni yfir á Bessastaði héðan af sjávarsíðunni í Vesturbænum og getum vel fylgst með leik og störfum Bessastaðabænda. Það er fróðleg og skemmtileg yfirsýn fyrir leikara og stjórnmálafræðing. Við hyggjumst ekki leitast eftir því að flytja yfir Skerjafjörðinn. Við kunnum einstaklega vel við okkur í núverandi störfum við Háskóla Íslands og RÚV,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni.Tilefnið er frétt Vísis þar sem segir af Gallupkönnun en niðurstöður eru þær að meirihluti aðspurðra er jákvæður gagnvart þeirri hugmynd að Baldur og eiginmaður hans Felix Bergsson, leikari og fjölmiðlamaður, verði næsta forsetapar Íslands.Mikilvæg mannréttindabarátta En, þó fólk sé almennt jákvætt gagnvart því að Baldur fari fram verður ekki svo að sinni. Baldur segir í samtali við Vísi ekki hafa verið vinnufriður eftir að fréttin birtist. En, svo áfram sé vitnað í yfirlýsinguna þá segir: „Í dag vill svo skemmtilega til að 20 ár eru síðan að við hittumst fyrst. Við gátum þá ekki einu sinni skráð okkur í sambúð og börnunum okkar voru ekki tryggð full mannréttindi. Við tók áralöng barátta fjölmargra einstaklinga út um allt land sem skilað hefur góðum árangri. Okkur datt ekki einu sinni í hug að samkynhneigt part ætti möguleika á því að setjast að á Bessastöðum,“ skrifar Baldur og bætir því við að það hafi þótt stórsigur fyrir mannréttindabaráttuna þegar þáverandi forseti Vigdís Finnbogadóttir kom og fagnaði með þeim þegar lögin um staðfesta samvist tóku gildi sumarið 1996. „Nú eru nýir og breyttir tímar. Þeim ber að fagna sem og kröftugum mannréttindayfirlýsingum þjóðarinnar sem birtast í skoðanakönnun eins og þessari. – Við endurtökum þakkir okkar fyrir hlý orð og hvatningu og hvetjum kraftmikla einstaklinga til að stíga fram og bjóða sig fram til embættisins.“Margir kallaðir Víst er að mörgum þótti vert að máta þá Baldur og Felix við Bessastaði. Baráttan um Bessastaði er rétt að hefjast en þeir sem hafa gefið sig fram og ætla í forsetaslag í sumar eru Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson og Elísabet Jökulsdóttir -- eftir því sem næst verður komist. Þau sem sterklega hafa verið orðuð við framboð eru meðal annarra Össur Skarphéðinsson, Linda Pétursdóttir, Stefán Jón Hafstein, Andri Snær Magnason, Sirrý Arnardóttir, Halla Tómasdóttir og Björg Thorarensen. Baldur er nú að heltast úr þeirri lest; fólks sem orðað er við framboð.Að gefnu tilefni langar okkur Felix að þakka góðu fólki fyrir hlý orð og hvatningu til dáða. Við höfum ágætis útsýni...Posted by Baldur Thorhallsson on 15. febrúar 2016
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira