Samfylkingunni hollt að menn reyni með sér í formannskjöri Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2016 12:55 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ágætt að formaðurinn skuli gangast við því sem ekki gekk upp á síðasta kjörtímabili. Það yrði flokknum hins vegar hollt að fram kæmi mótframboð gegn formanninum og að sá sem veljist til forystu hafi skýrt umboð meirihluta flokksmanna á bakvið sig. Óhætt er að segja að bréf Árna Páls Árnasonar til flokksmanna í gær þar sem hann tíundar mistök sem flokkurinn hafi gert á undanförnum árum kom þingmönnum flokksins og mörgum öðrum áóvart og jafnvel í opna skjöldu. Þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við og ekki vildu veita viðtöl töluðu um kalda vatnsgusu og að meðútspili sínu væri formaðurinn að splundra liðinu. Segja má aðÓlína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins hafi kveikt neistann íþeirri umræðu sem staðið hefur yfir að undanförnu og leiddi til þess aðákveðið hefur verið að flýta landsfundi flokksins og um leið formannskjöri.Ágætt aðformaðurinn tjái sigHvaðfinnstþér umþettaútspil formannsins?„Það er auðvitaðágætt að formaðurinn skuli gangast við og reyna núna að gera upp ákveðna hluti sem ekki gengu upp á síðasta kjörtímabili. Mál sem hann lýsir núna sem mistökum,“ segir Ólína. Hún sé að mörgu leyti sammála hans greiningu á stöðunni. En það snúi þá bæði að Árna Páli sem formanni og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn að svara því í formannskjörinu framundan hver hans raunverulega afstaða sé til þeirra mála sem hann nefndi í sínu bréfi. „Ég held að flokkurinn bíði ennþá svars við því hvaða breytingar forysta flokksins vill raunverulega sjá á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu? Þetta eru þá spurningarnar sem eru framundan. Og nú fær flokkurinn tækifæri til að gera það upp við sig í framhaldinu hverjum hann treystir til að leiða þessi mál til lykta og hvaða gunfáni skuli reistur á loft fyrir jafnaðarstefnuna í næstu kosningum,“ segir Ólína.Hreinskilni og hughrekki en....Slæmt gengi flokksins í síðustu kosningum og í könnunum að undanförnu skýrist að stórum hluta af því hvernig fór fyrir þessum mikilvægu málum þar sem stefnan verði að vera skýr. Hún ætli ekki að meta hvort það hafi verið klókt hjá Árna Páli að senda þetta bréf út á þessum tímapunkti. „Hann hefur náttúrlega verið í þröngri stöðu og mér finnst að mörgu leiti hreinskilni og hughrekki af hans hálfu að koma fram og alla vega ávarpa þessi mál sem hafa verið flokknum þung. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við það. Við höfum kallað eftir hreinskiptinni og opinni umræðu um þetta. Þá þyðir ekkert að gagnrýna það þegar sá bolti er gripinn,“ segir Ólína. Enginn hefur enn komið fram sem mótframbjóðandi Árna Páls en Ólína segir að það kæmi henni ekki á óvart ef það myndi gerast á allra næstu dögum eða vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ágætt að formaðurinn skuli gangast við því sem ekki gekk upp á síðasta kjörtímabili. Það yrði flokknum hins vegar hollt að fram kæmi mótframboð gegn formanninum og að sá sem veljist til forystu hafi skýrt umboð meirihluta flokksmanna á bakvið sig. Óhætt er að segja að bréf Árna Páls Árnasonar til flokksmanna í gær þar sem hann tíundar mistök sem flokkurinn hafi gert á undanförnum árum kom þingmönnum flokksins og mörgum öðrum áóvart og jafnvel í opna skjöldu. Þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við og ekki vildu veita viðtöl töluðu um kalda vatnsgusu og að meðútspili sínu væri formaðurinn að splundra liðinu. Segja má aðÓlína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins hafi kveikt neistann íþeirri umræðu sem staðið hefur yfir að undanförnu og leiddi til þess aðákveðið hefur verið að flýta landsfundi flokksins og um leið formannskjöri.Ágætt aðformaðurinn tjái sigHvaðfinnstþér umþettaútspil formannsins?„Það er auðvitaðágætt að formaðurinn skuli gangast við og reyna núna að gera upp ákveðna hluti sem ekki gengu upp á síðasta kjörtímabili. Mál sem hann lýsir núna sem mistökum,“ segir Ólína. Hún sé að mörgu leyti sammála hans greiningu á stöðunni. En það snúi þá bæði að Árna Páli sem formanni og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn að svara því í formannskjörinu framundan hver hans raunverulega afstaða sé til þeirra mála sem hann nefndi í sínu bréfi. „Ég held að flokkurinn bíði ennþá svars við því hvaða breytingar forysta flokksins vill raunverulega sjá á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu? Þetta eru þá spurningarnar sem eru framundan. Og nú fær flokkurinn tækifæri til að gera það upp við sig í framhaldinu hverjum hann treystir til að leiða þessi mál til lykta og hvaða gunfáni skuli reistur á loft fyrir jafnaðarstefnuna í næstu kosningum,“ segir Ólína.Hreinskilni og hughrekki en....Slæmt gengi flokksins í síðustu kosningum og í könnunum að undanförnu skýrist að stórum hluta af því hvernig fór fyrir þessum mikilvægu málum þar sem stefnan verði að vera skýr. Hún ætli ekki að meta hvort það hafi verið klókt hjá Árna Páli að senda þetta bréf út á þessum tímapunkti. „Hann hefur náttúrlega verið í þröngri stöðu og mér finnst að mörgu leiti hreinskilni og hughrekki af hans hálfu að koma fram og alla vega ávarpa þessi mál sem hafa verið flokknum þung. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við það. Við höfum kallað eftir hreinskiptinni og opinni umræðu um þetta. Þá þyðir ekkert að gagnrýna það þegar sá bolti er gripinn,“ segir Ólína. Enginn hefur enn komið fram sem mótframbjóðandi Árna Páls en Ólína segir að það kæmi henni ekki á óvart ef það myndi gerast á allra næstu dögum eða vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira