Náði óvart EM-lágmarki Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 06:00 Arna Stefanía Guðmundsdóttir keppir í tveimur greinum um helgina en Aníta Hinriksdóttir tekur einnig þátt og keppir í 800 metra hlaupi Fréttablaðið/Anton Brink Arna Stefanía Guðmundsdóttir, tvítug hlaupadrottning úr FH, verður á meðal íslenskra keppenda á Norðurlandamóti innanhúss í Växjö í Svíþjóð um helgina. Hún getur ekki keppt í sinni sterkustu grein, 400 metra grindahlaupi, innanhúss en keppir þess í stað í 400 metra hlaupi og 4x200 metra hlaupi ásamt dönskum stúlkum. Ísland og Danmörk mæta með sameiginlegt lið til leiks á mótið. „Þetta eru ógeðslega flottar stelpur sem ég fæ að hlaupa með. Ein þeirra varð í fjórða sæti á HM síðasta sumar þannig að þetta verður bara ótrúlega gaman,“ segir Arna Stefanía, en hún var að skoða úrvalið í Fríhöfninni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Arna Stefanía er skráð til leiks í boðhlaupssveitina ásamt fjórum dönskum stúlkum en aðeins fjórar hlaupa og ein þeirra verður Arna. „Danirnir eru búnir að vera ansi frekir á sín sæti sem er svo sem eðlilegt. En það er alveg búið að samþykkja að ég muni hlaupa því ég er, held ég, með þriðja besta tímann,“ segir Arna sem hefur engar áhyggjur af tungumálaörðugleikum. „Ég er betri í dönsku en ensku ef eitthvað er. Aðallega ætla ég bara að einbeita mér að því að koma keflinu til skila,“ segir hún og hlær. Arna hefur verið á miklum skriði undanfarin misseri og gengið vel eftir að hún skipti frá ÍR til FH. Hún vann fern gullverðlaun á 89. Meistaramóti Íslands síðasta sumar og setti svo mótsmet í 400 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum á dögunum. „Ég er rosalega glöð hjá FH; ánægð með þjálfarann og allt sem er í gangi hjá félaginu. Ég finn að mér líður vel og þegar andlega hliðin er í lagi þá smellur allt hitt. Mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingar og ég nýt þess að gera það sem ég er að gera. Ég er að gera þetta fyrir sjálfa mig og finn að mér líður vel. Ef manni líður vel þá stendur maður sig vel,“ segir Arna Stefanía. Þessi tvítuga stúlka stóð sig frábærlega á ungmennamóti í Belgíu í lok ágúst á síðasta ári. Hún setti aldursflokkamet í 400 metra grindahlaupi og vann hlaupið. Arna var ánægð með árangurinn en síðar um haustið kom í ljós að tíminn sem hún náði var EM-lágmark. „Þjálfarinn minn sagði mér bara frá þessu á æfingu. Ég fór aldrei þarna út til að ná EM-lágmarki en ég er búin að hlaupa tvisvar undir því. Ég pældi ekki einu sinni í þessu þegar ég kom heim eftir mótið en það er gott að vera komin með lágmark og þurfa ekkert að hugsa meira um þetta. Ég get bara einbeitt mér að því að bæta mig,“ segir Arna sem mun því keppa á EM í frjálsum í Amsterdam í júlí. „Ég hef aldrei keppt á stórmóti fullorðinna áður. Það er bara geðveikt að fá að keppa á svona stórmóti í fyrsta sinn,“ segir hún. Arna hefur lagt áherslu á 400 metra grindina. „Þetta er mjög opin grein og það er ekkert alltaf sá sem á besta tímann fyrir hlaupið sem vinnur. Maður þarf að pæla í hlutum eins og skrefum og vindi sem mér finnst gaman.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Arna Stefanía Guðmundsdóttir, tvítug hlaupadrottning úr FH, verður á meðal íslenskra keppenda á Norðurlandamóti innanhúss í Växjö í Svíþjóð um helgina. Hún getur ekki keppt í sinni sterkustu grein, 400 metra grindahlaupi, innanhúss en keppir þess í stað í 400 metra hlaupi og 4x200 metra hlaupi ásamt dönskum stúlkum. Ísland og Danmörk mæta með sameiginlegt lið til leiks á mótið. „Þetta eru ógeðslega flottar stelpur sem ég fæ að hlaupa með. Ein þeirra varð í fjórða sæti á HM síðasta sumar þannig að þetta verður bara ótrúlega gaman,“ segir Arna Stefanía, en hún var að skoða úrvalið í Fríhöfninni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Arna Stefanía er skráð til leiks í boðhlaupssveitina ásamt fjórum dönskum stúlkum en aðeins fjórar hlaupa og ein þeirra verður Arna. „Danirnir eru búnir að vera ansi frekir á sín sæti sem er svo sem eðlilegt. En það er alveg búið að samþykkja að ég muni hlaupa því ég er, held ég, með þriðja besta tímann,“ segir Arna sem hefur engar áhyggjur af tungumálaörðugleikum. „Ég er betri í dönsku en ensku ef eitthvað er. Aðallega ætla ég bara að einbeita mér að því að koma keflinu til skila,“ segir hún og hlær. Arna hefur verið á miklum skriði undanfarin misseri og gengið vel eftir að hún skipti frá ÍR til FH. Hún vann fern gullverðlaun á 89. Meistaramóti Íslands síðasta sumar og setti svo mótsmet í 400 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum á dögunum. „Ég er rosalega glöð hjá FH; ánægð með þjálfarann og allt sem er í gangi hjá félaginu. Ég finn að mér líður vel og þegar andlega hliðin er í lagi þá smellur allt hitt. Mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingar og ég nýt þess að gera það sem ég er að gera. Ég er að gera þetta fyrir sjálfa mig og finn að mér líður vel. Ef manni líður vel þá stendur maður sig vel,“ segir Arna Stefanía. Þessi tvítuga stúlka stóð sig frábærlega á ungmennamóti í Belgíu í lok ágúst á síðasta ári. Hún setti aldursflokkamet í 400 metra grindahlaupi og vann hlaupið. Arna var ánægð með árangurinn en síðar um haustið kom í ljós að tíminn sem hún náði var EM-lágmark. „Þjálfarinn minn sagði mér bara frá þessu á æfingu. Ég fór aldrei þarna út til að ná EM-lágmarki en ég er búin að hlaupa tvisvar undir því. Ég pældi ekki einu sinni í þessu þegar ég kom heim eftir mótið en það er gott að vera komin með lágmark og þurfa ekkert að hugsa meira um þetta. Ég get bara einbeitt mér að því að bæta mig,“ segir Arna sem mun því keppa á EM í frjálsum í Amsterdam í júlí. „Ég hef aldrei keppt á stórmóti fullorðinna áður. Það er bara geðveikt að fá að keppa á svona stórmóti í fyrsta sinn,“ segir hún. Arna hefur lagt áherslu á 400 metra grindina. „Þetta er mjög opin grein og það er ekkert alltaf sá sem á besta tímann fyrir hlaupið sem vinnur. Maður þarf að pæla í hlutum eins og skrefum og vindi sem mér finnst gaman.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira