Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2016 13:19 Framboð til embættis formanns Samfylkingarinnar verða að koma fram fyrir miðjan apríl. Reiknað er með að kosningabarátta frambjóðenda standi undir lok maímánaðar þegar sjálf atkvæðagreiðslan myndi hefjast. Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákvað á fundi sínum seinni partinn í gær að boða til aukalandsfundar hinn 4. júní og flýta einnig formannskjöri í flokknum. Árni Páll Árnason hefur ekki gefið út hvort hann gefi áfram kost á sér en sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi að það muni koma í ljós á næstu dögum hvað hann geri. „Mér finnst gott að það sé skorið skýrt úr um umboð formanns Samfylkingarinnar Formaður Samfylkingarinnar þarf að hafa skýrt umboð. Það er mikilvægt að hann hafi umboð úr allsherjar atkvæðagreiðslu og það hafi verið færi á henni. Það er mjög mikilvægt styrkleikamerki,“ segir Árni Páll. Stuðningfólki Árna Páls finnst að sótt hafi verið að honum með ósanngjörnum hætti sem fram hafi komið með óvæntu framboði gegn honum á síðasta landsfundi og þá standi þingflokkurinn ekki heill að baki honum. „Ég held að maður verði að búa við þær aðstæður sem eru í íslenskum stjórnmálum. Það gustar. Það er þannig að fólk í flokknum hefur ekki verið sátt við fylgi flokksins og það kemur svosem engum á óvart. En aðalatriðið er að stíga upp úr því og reyna leita alvöru svara,“ segir Árni Páll. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir að nlæsta skref sé að kalla saman kjörstjórn til að undirbúa allsherjaratkvæðagreiðslu um formannsembættið. Hún getur farið fram hvort sem einn eða fleiri verða í framboði. „Sú atkvæðagreiðsla fer fram ef óskað er eftir henni í samræmi við lög flokksins. Það er að segja að eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund komi fram ósk um það að allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram. Það er þá um miðjan apríl,“ segir Kristján. Kristján segir gert ráð fyrir að frambjóðendum gefist kostur á að kynna sig á flokksstjórnarfundi, næst æðstu stofnun flokksins, hinn 22. apríl. „Síðan hefjist kosningabarátta sem standi frá þeim tíma og út maí,“ segir Kristján Guy Burgess. Alþingi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Framboð til embættis formanns Samfylkingarinnar verða að koma fram fyrir miðjan apríl. Reiknað er með að kosningabarátta frambjóðenda standi undir lok maímánaðar þegar sjálf atkvæðagreiðslan myndi hefjast. Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákvað á fundi sínum seinni partinn í gær að boða til aukalandsfundar hinn 4. júní og flýta einnig formannskjöri í flokknum. Árni Páll Árnason hefur ekki gefið út hvort hann gefi áfram kost á sér en sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi að það muni koma í ljós á næstu dögum hvað hann geri. „Mér finnst gott að það sé skorið skýrt úr um umboð formanns Samfylkingarinnar Formaður Samfylkingarinnar þarf að hafa skýrt umboð. Það er mikilvægt að hann hafi umboð úr allsherjar atkvæðagreiðslu og það hafi verið færi á henni. Það er mjög mikilvægt styrkleikamerki,“ segir Árni Páll. Stuðningfólki Árna Páls finnst að sótt hafi verið að honum með ósanngjörnum hætti sem fram hafi komið með óvæntu framboði gegn honum á síðasta landsfundi og þá standi þingflokkurinn ekki heill að baki honum. „Ég held að maður verði að búa við þær aðstæður sem eru í íslenskum stjórnmálum. Það gustar. Það er þannig að fólk í flokknum hefur ekki verið sátt við fylgi flokksins og það kemur svosem engum á óvart. En aðalatriðið er að stíga upp úr því og reyna leita alvöru svara,“ segir Árni Páll. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir að nlæsta skref sé að kalla saman kjörstjórn til að undirbúa allsherjaratkvæðagreiðslu um formannsembættið. Hún getur farið fram hvort sem einn eða fleiri verða í framboði. „Sú atkvæðagreiðsla fer fram ef óskað er eftir henni í samræmi við lög flokksins. Það er að segja að eigi síðar en 45 dögum fyrir landsfund komi fram ósk um það að allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram. Það er þá um miðjan apríl,“ segir Kristján. Kristján segir gert ráð fyrir að frambjóðendum gefist kostur á að kynna sig á flokksstjórnarfundi, næst æðstu stofnun flokksins, hinn 22. apríl. „Síðan hefjist kosningabarátta sem standi frá þeim tíma og út maí,“ segir Kristján Guy Burgess.
Alþingi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira