Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 15:15 vísir/ Landlæknisembættið hvetur þungaðar konur til að ferðast ekki til Mið- og Suður-Ameríku þar sem útbreiðsla Zika-veiru hefur verið hvað mest, nema brýna nauðsyn beri. Þá eru karlmenn sem hafa ferðast til þangað hvattir til að nota smokka í fjórar vikur eftir ferðalag. Þetta kemur fram í nýjum leiðbeiningum landlæknis um varnir gegn Zika-veirunni. Veiran hefur herjað á íbúa í Mið- og Suður-Ameríku að undanförnu og hefur neyðarástandi verið lýst yfir á heimsvísu. Algengasta smitleiðin er talin vera með moskítóflugum en einnig hefur veiran fundist í sæði. „Vegna skorts á þekkingu á smiti Zíkaveiru með kynmökum er karlmönnum ráðlagt að gæta ýtrustu varúðar þar til meiri þekking er til staðar. Karlmenn sem stunda kynlíf og hafa ferðast á svæðum i Mið- og Suður-Ameríku er ráðlagt að nota smokka í allt að 4 vikur eftir heimkomu,“ segir í leiðbeiningunum.Sjá einnig:Hvað er Zika? Vísbendingar eru um að veiran valdi alvarlegum fósturskaða og hafði embættið áður varað barnshafandi konur við ferðalögum til svæða þar sem veiran er landlæg. Hafi þeir ferðast til umræddra svæða er þeim ráðlagt að leita læknis eftir heimkomu, óháð því hvort þær hafi veikst eða ekki. Þá er þeim konum sem eru á þessum svæðum ráðlagt að vera með góðar varnir gegn biti moskítóflugna. Talið er að um 80 prósent þeirra sem smitast af Zíkaveiru fái engin einkenni en hjá þeim 20 prósent sem veikjast þá eru algengustu einkennin hiti, útbrot, liðverkir og hvarmabólga. Einkennin vara frá nokkrum dögum upp í viku en leiða sjaldan til sjúkrahúsvistar. Í mjög sjaldgæfum tilvikum er talið að veiran geti valdið heilkenni bráðrar fjöltaugabólgu (Gullain-Barré syndrome). Heilbrigðismál Zíka Tengdar fréttir Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16 Þrjú dauðsföll rakin til Zika-veirunnar Fyrstu dauðsföllin tengd veirunni. 5. febrúar 2016 21:32 Keníumenn hóta því að mæta ekki á ÓL í Ríó Kenía verður mögulega ekki með íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu vegna ótta manna þar á bæ við Zika veiruna. 9. febrúar 2016 09:15 Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00 Fyrsta Zika smitið staðfest í Kína Maðurinn sem smitaðist hafði nýlega ferðast til Suður-Ameríku. 10. febrúar 2016 08:47 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Landlæknisembættið hvetur þungaðar konur til að ferðast ekki til Mið- og Suður-Ameríku þar sem útbreiðsla Zika-veiru hefur verið hvað mest, nema brýna nauðsyn beri. Þá eru karlmenn sem hafa ferðast til þangað hvattir til að nota smokka í fjórar vikur eftir ferðalag. Þetta kemur fram í nýjum leiðbeiningum landlæknis um varnir gegn Zika-veirunni. Veiran hefur herjað á íbúa í Mið- og Suður-Ameríku að undanförnu og hefur neyðarástandi verið lýst yfir á heimsvísu. Algengasta smitleiðin er talin vera með moskítóflugum en einnig hefur veiran fundist í sæði. „Vegna skorts á þekkingu á smiti Zíkaveiru með kynmökum er karlmönnum ráðlagt að gæta ýtrustu varúðar þar til meiri þekking er til staðar. Karlmenn sem stunda kynlíf og hafa ferðast á svæðum i Mið- og Suður-Ameríku er ráðlagt að nota smokka í allt að 4 vikur eftir heimkomu,“ segir í leiðbeiningunum.Sjá einnig:Hvað er Zika? Vísbendingar eru um að veiran valdi alvarlegum fósturskaða og hafði embættið áður varað barnshafandi konur við ferðalögum til svæða þar sem veiran er landlæg. Hafi þeir ferðast til umræddra svæða er þeim ráðlagt að leita læknis eftir heimkomu, óháð því hvort þær hafi veikst eða ekki. Þá er þeim konum sem eru á þessum svæðum ráðlagt að vera með góðar varnir gegn biti moskítóflugna. Talið er að um 80 prósent þeirra sem smitast af Zíkaveiru fái engin einkenni en hjá þeim 20 prósent sem veikjast þá eru algengustu einkennin hiti, útbrot, liðverkir og hvarmabólga. Einkennin vara frá nokkrum dögum upp í viku en leiða sjaldan til sjúkrahúsvistar. Í mjög sjaldgæfum tilvikum er talið að veiran geti valdið heilkenni bráðrar fjöltaugabólgu (Gullain-Barré syndrome).
Heilbrigðismál Zíka Tengdar fréttir Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16 Þrjú dauðsföll rakin til Zika-veirunnar Fyrstu dauðsföllin tengd veirunni. 5. febrúar 2016 21:32 Keníumenn hóta því að mæta ekki á ÓL í Ríó Kenía verður mögulega ekki með íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu vegna ótta manna þar á bæ við Zika veiruna. 9. febrúar 2016 09:15 Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00 Fyrsta Zika smitið staðfest í Kína Maðurinn sem smitaðist hafði nýlega ferðast til Suður-Ameríku. 10. febrúar 2016 08:47 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16
Keníumenn hóta því að mæta ekki á ÓL í Ríó Kenía verður mögulega ekki með íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu vegna ótta manna þar á bæ við Zika veiruna. 9. febrúar 2016 09:15
Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00
Fyrsta Zika smitið staðfest í Kína Maðurinn sem smitaðist hafði nýlega ferðast til Suður-Ameríku. 10. febrúar 2016 08:47