Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2016 14:38 Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem framkvæmdastjóri flokksins reiknar með að tekin verði ákvörðun um hvort flýta eigi landsfundi flokksins og formannskjöri. Mikill skriður hefur komist á umræður innan Samfylkingarinnar um þessi mál frá því Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins lýsti því yfir á Facebook síðu Samfylkingarinnar og síðan í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudag í síðustu viku, að hún vildi ekki hugsa þá hugsun til enda hver framtíð flokksins yrði ef landsfundi og formannskjöri yrði ekki flýtt. Ljóst er að Árni Páll Árnason formaður á mjög á brattan að sækja að minnsta kosti innan þingflokksins og sjálfur hefur hann sagt að umboð hans sé veikt eftir að hann vann formannskjör á síðasta landsfundi með aðeins eins atkvæðis meirihluta eftir óvænt mótframboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttir þingmanns.Vonast eftir niðurstöðu í dag Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins og Sema Erla Serdar formaður framkvæmdastjórnar fengu það verkefni eftir fundarhöld í síðustu viku að koma með sviðsmyndir um hvernig flokkurinn geti brugðist við vaxandi kröfu innan flokksins um að flýta landsfundi og formannskjöri. Niðurstaða þeirra var kynnt á stjórnarfundi í flokknum í gær. „Hún ræddi þessi mál og stöðuna sem er uppi. Svo gerir hún bara grein fyrir því í framkvæmdastjórn í dag sem tekur ákvörðun,“ segir Kristján Guy. Þótt ekkert sé hægt að segja fyrirfram þá þá vonist menn að fundurinn í dag geti komist að niðurstöðu. Lög flokksins eru þannig að flókið getur verið að flýta landsfundi með öllum hans skyldurm og hlutverkum, en fundurinn hefur verið áætlaður í janúar eða febrúar. Hins vegar er Samfylkingin ein flokka með það í lögum að formaður skuli alla jafna kosinn í almennri atkvæðagreiðslu innan flokksins og þá í aðdraganda landsfundar.Núvarandi staða óviðunandi Það er almenn skoðun innan flokksins að ekki sé hægt að una við núverandi stöðu, hvorki formannsins vegna né flokksins, öllu lengur. Flokkurinn þurfi að geta einbeitt sér að framtíðinni nú þegar rúmt ár sé til kosninga. „Það er markmiðið, að leita leiða þar sem að flokkurinn getur komið saman og flokksmenn stefnt samaneinaðir fram á við,“ segir Kristján Guy Burgess. Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem framkvæmdastjóri flokksins reiknar með að tekin verði ákvörðun um hvort flýta eigi landsfundi flokksins og formannskjöri. Mikill skriður hefur komist á umræður innan Samfylkingarinnar um þessi mál frá því Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins lýsti því yfir á Facebook síðu Samfylkingarinnar og síðan í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudag í síðustu viku, að hún vildi ekki hugsa þá hugsun til enda hver framtíð flokksins yrði ef landsfundi og formannskjöri yrði ekki flýtt. Ljóst er að Árni Páll Árnason formaður á mjög á brattan að sækja að minnsta kosti innan þingflokksins og sjálfur hefur hann sagt að umboð hans sé veikt eftir að hann vann formannskjör á síðasta landsfundi með aðeins eins atkvæðis meirihluta eftir óvænt mótframboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttir þingmanns.Vonast eftir niðurstöðu í dag Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins og Sema Erla Serdar formaður framkvæmdastjórnar fengu það verkefni eftir fundarhöld í síðustu viku að koma með sviðsmyndir um hvernig flokkurinn geti brugðist við vaxandi kröfu innan flokksins um að flýta landsfundi og formannskjöri. Niðurstaða þeirra var kynnt á stjórnarfundi í flokknum í gær. „Hún ræddi þessi mál og stöðuna sem er uppi. Svo gerir hún bara grein fyrir því í framkvæmdastjórn í dag sem tekur ákvörðun,“ segir Kristján Guy. Þótt ekkert sé hægt að segja fyrirfram þá þá vonist menn að fundurinn í dag geti komist að niðurstöðu. Lög flokksins eru þannig að flókið getur verið að flýta landsfundi með öllum hans skyldurm og hlutverkum, en fundurinn hefur verið áætlaður í janúar eða febrúar. Hins vegar er Samfylkingin ein flokka með það í lögum að formaður skuli alla jafna kosinn í almennri atkvæðagreiðslu innan flokksins og þá í aðdraganda landsfundar.Núvarandi staða óviðunandi Það er almenn skoðun innan flokksins að ekki sé hægt að una við núverandi stöðu, hvorki formannsins vegna né flokksins, öllu lengur. Flokkurinn þurfi að geta einbeitt sér að framtíðinni nú þegar rúmt ár sé til kosninga. „Það er markmiðið, að leita leiða þar sem að flokkurinn getur komið saman og flokksmenn stefnt samaneinaðir fram á við,“ segir Kristján Guy Burgess.
Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira