Stöðumælir lífsins Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 07:00 Það eru undarlegustu atvik sem valda kaflaskilum í lífi manns. Hversdagslegir atburðir sem troða lúkunni inn í sálina og fletta yfir margar blaðsíður. Maður rankar við sér þrælfullorðinn. Um daginn var ég að leggja bíl í miðbænum. Hljóp í stöðumælinn sem var frekar langt frá. Sá stöðumælavörðinn nálgast bílinn úr hinni áttinni. Brosti væmin við því að ég kæmi aðvífandi sveiflandi miðanum. Hann yrði æðislega hissa, myndi hætta að skrifa sektina og rífa hana. Svo fengjum við samborgarasting í hjartað. En þegar ég kom að bílnum var komin stærðarinnar sekt á rúðuna. Ég horfði á eftir verðinum brostnum augum. En ég var bara að borga, kjökraði ég. Þetta er komið í gegn, muldraði hann ofan í tölvuna sína og fékk engan sting í hjartað. Og ég varð bæði lítil í mér og sár. Fór í talsvert uppnám, satt að segja. Þessi tilfinningasemi vegna stöðumælasektar hefði átt að slá mig utan undir. En nei, ég fór heim og skrifaði afskaplega langt og vandað kvörtunarbréf. Með röksemdafærslu frá a) til c). Skrifaði um mennskuna, samfélagið og óskrifaðar reglur í samskiptum. Sendi. Þetta tók góðan hálftíma af lífi mínu. Það var þó ekki fyrr en tveimur vikum síðar að ég áttaði mig á því hvað hafði gerst. Þegar ég spenntist upp við að sjá svarið frá Bílastæðasjóði. Þegar endorfínið streymdi við að lesa að sektin mín yrði felld niður þar sem stöðumælavörður hafði samþykkt rök mín. Það var þá. Nákvæmlega á því augnabliki sem ég fann blaðsíðurnar spænast áfram. Nýr kafli hófst. Ég breyttist. En í stað þess að vera í rusli finn ég nýjan neista og er vandræðalega spennt. Halló, formennska í foreldrafélagi! Halló, Reykjavík síðdegis! Halló, Neytendasamtök! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun
Það eru undarlegustu atvik sem valda kaflaskilum í lífi manns. Hversdagslegir atburðir sem troða lúkunni inn í sálina og fletta yfir margar blaðsíður. Maður rankar við sér þrælfullorðinn. Um daginn var ég að leggja bíl í miðbænum. Hljóp í stöðumælinn sem var frekar langt frá. Sá stöðumælavörðinn nálgast bílinn úr hinni áttinni. Brosti væmin við því að ég kæmi aðvífandi sveiflandi miðanum. Hann yrði æðislega hissa, myndi hætta að skrifa sektina og rífa hana. Svo fengjum við samborgarasting í hjartað. En þegar ég kom að bílnum var komin stærðarinnar sekt á rúðuna. Ég horfði á eftir verðinum brostnum augum. En ég var bara að borga, kjökraði ég. Þetta er komið í gegn, muldraði hann ofan í tölvuna sína og fékk engan sting í hjartað. Og ég varð bæði lítil í mér og sár. Fór í talsvert uppnám, satt að segja. Þessi tilfinningasemi vegna stöðumælasektar hefði átt að slá mig utan undir. En nei, ég fór heim og skrifaði afskaplega langt og vandað kvörtunarbréf. Með röksemdafærslu frá a) til c). Skrifaði um mennskuna, samfélagið og óskrifaðar reglur í samskiptum. Sendi. Þetta tók góðan hálftíma af lífi mínu. Það var þó ekki fyrr en tveimur vikum síðar að ég áttaði mig á því hvað hafði gerst. Þegar ég spenntist upp við að sjá svarið frá Bílastæðasjóði. Þegar endorfínið streymdi við að lesa að sektin mín yrði felld niður þar sem stöðumælavörður hafði samþykkt rök mín. Það var þá. Nákvæmlega á því augnabliki sem ég fann blaðsíðurnar spænast áfram. Nýr kafli hófst. Ég breyttist. En í stað þess að vera í rusli finn ég nýjan neista og er vandræðalega spennt. Halló, formennska í foreldrafélagi! Halló, Reykjavík síðdegis! Halló, Neytendasamtök!
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun