Íslensku stelpurnar rúlluðu upp Tyrkjum á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2016 18:58 Vísir/Stefán Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí byrjaði frábærlega í 2. deild heimsmeistaramótsins sem fer fram í Jaca á Spáni. Íslensku stelpurnar unnu 7-2 stórsigur á Tyrkjum í fyrsta leik sínum í dag eftir að hafa verið 2-0 yfir eftir fyrsta leikhlutann og unnið lokaleikhlutann 3-0. Flosrún Jóhannesdóttir var valin besti leikmaður leiksins en hún skoraði þrennu auk þess að leggja upp eitt mark fyrir félaga sína í liðinu. Sunna Björgvinsdóttir, Guðrún Viðarsdóttir, Birna Baldursdóttir og Diljá Björgvinsdóttir skoruðu hin mörk íslenska liðsins. Anna Ágústsdóttir átti þrjá stoðsendingar og Sarag Shantz-Smiley gaf tvær stoðsendingar. Flosrún átti eina stoðsendingu og það átti Védís Valdemarsdóttir einnig. Guðlaug Þorsteinsdóttir varði 22 af 24 skotum sem komu á hana í leiknum en það gerir 90,9 prósent markvörslu. Birna Baldursdóttir skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu eftir stoðsendingu Védísar og Flosrún kom íslenska liðinu síðan í 2-0 á 6. mínútu. Tyrkir jöfnuðu í öðrum leikhluta en þær Diljá Björgvinsdóttir og Flosrún Jóhannesdóttir komu Íslandi aftur tveimur mörkum yfir. Flosrún Jóhannesdóttir innsiglaði síðan þrennuna sína áður en Sunna Björgvinsdóttir og Guðrún Viðarsdóttir gulltryggðu sigurinn. Næsti leikur íslenska liðsins er strax á morgun 1. mars þegar liðið mætir Nýja Sjálandi. Leikurinn hefst klukkan 15.30 að íslenskum tíma. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí byrjaði frábærlega í 2. deild heimsmeistaramótsins sem fer fram í Jaca á Spáni. Íslensku stelpurnar unnu 7-2 stórsigur á Tyrkjum í fyrsta leik sínum í dag eftir að hafa verið 2-0 yfir eftir fyrsta leikhlutann og unnið lokaleikhlutann 3-0. Flosrún Jóhannesdóttir var valin besti leikmaður leiksins en hún skoraði þrennu auk þess að leggja upp eitt mark fyrir félaga sína í liðinu. Sunna Björgvinsdóttir, Guðrún Viðarsdóttir, Birna Baldursdóttir og Diljá Björgvinsdóttir skoruðu hin mörk íslenska liðsins. Anna Ágústsdóttir átti þrjá stoðsendingar og Sarag Shantz-Smiley gaf tvær stoðsendingar. Flosrún átti eina stoðsendingu og það átti Védís Valdemarsdóttir einnig. Guðlaug Þorsteinsdóttir varði 22 af 24 skotum sem komu á hana í leiknum en það gerir 90,9 prósent markvörslu. Birna Baldursdóttir skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu eftir stoðsendingu Védísar og Flosrún kom íslenska liðinu síðan í 2-0 á 6. mínútu. Tyrkir jöfnuðu í öðrum leikhluta en þær Diljá Björgvinsdóttir og Flosrún Jóhannesdóttir komu Íslandi aftur tveimur mörkum yfir. Flosrún Jóhannesdóttir innsiglaði síðan þrennuna sína áður en Sunna Björgvinsdóttir og Guðrún Viðarsdóttir gulltryggðu sigurinn. Næsti leikur íslenska liðsins er strax á morgun 1. mars þegar liðið mætir Nýja Sjálandi. Leikurinn hefst klukkan 15.30 að íslenskum tíma.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira