Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. febrúar 2016 16:27 Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman. Vísir/GVA Rio Tinto Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík (ISAL), hefur óskað eftir því við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að lagt verði lögbann við þeirri aðgerð aðila á vegum Verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum hjá fyrirtækinu að lesta áli um borð í skip til útflutnings. Telur ISAL að tuttugu og fimm yfirmönnum, auk forstjóra, framkvæmdastjóra og stjórnar, sé heimilt að lögum að skipa álinu út. Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík á miðvikudagsmorgun í síðustu viku en þá höfðu Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins og aðrir stjórnendur, lestað um fimm hundruð tonnum af áli um borð í flutningaskip sem hélt svo áleiðis til Rotterdam með aðeins einn tíunda af þeim farmi sem fyrirhugað var að það tæki hér. Verkfall hafnarstarfsmanna álversins hófst á miðvikudaginn í síðustu viku. Er verkfallinu ætlað að koma í veg fyrir að ál frá Straumsvík verði flutt út til viðskiptavina fyrirtækisins.Megi yfirmenn ekki lesta ál til útflutnings hafi það grafalvarlegar afleiðingarÍ tilkynningu frá ISAL segir að fyrirtækið leiti leiða til að standa við skuldbindingar sínar við viðskiptavini enda byggi fyrirtækið tilveri sína á því. Telur fyrirtækið að komi verkfallið í veg fyrir að yfirmenn geti lestað ál um borð í skip til útflutnings hafi það grafalvarlegar afleiðingar fyrir ISAL og svipti fyrirtækið öllum tekjum um ófyrirséðan tíma, enda er verkfallið ótímabundið. Álið frá ISAL er flutt út vikulega og er söluverðmæti hvers farms um það bil einn milljarður króna. Samninganefndir Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík komu saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag þar sem þess er freistað að leita lausna í deilunni. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Um hvað snýst kjaradeila verkalýðsfélaga starfsmanna í ISAL? Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. 25. febrúar 2016 07:00 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Ríkissáttasemjari hefur kallað deiluaðila í álverinu í Straumsvík til sáttafundar á mánudag. Næsta útskipun ætti að verða á þriðjudag. 27. febrúar 2016 14:54 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Rio Tinto Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík (ISAL), hefur óskað eftir því við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að lagt verði lögbann við þeirri aðgerð aðila á vegum Verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum hjá fyrirtækinu að lesta áli um borð í skip til útflutnings. Telur ISAL að tuttugu og fimm yfirmönnum, auk forstjóra, framkvæmdastjóra og stjórnar, sé heimilt að lögum að skipa álinu út. Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík á miðvikudagsmorgun í síðustu viku en þá höfðu Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins og aðrir stjórnendur, lestað um fimm hundruð tonnum af áli um borð í flutningaskip sem hélt svo áleiðis til Rotterdam með aðeins einn tíunda af þeim farmi sem fyrirhugað var að það tæki hér. Verkfall hafnarstarfsmanna álversins hófst á miðvikudaginn í síðustu viku. Er verkfallinu ætlað að koma í veg fyrir að ál frá Straumsvík verði flutt út til viðskiptavina fyrirtækisins.Megi yfirmenn ekki lesta ál til útflutnings hafi það grafalvarlegar afleiðingarÍ tilkynningu frá ISAL segir að fyrirtækið leiti leiða til að standa við skuldbindingar sínar við viðskiptavini enda byggi fyrirtækið tilveri sína á því. Telur fyrirtækið að komi verkfallið í veg fyrir að yfirmenn geti lestað ál um borð í skip til útflutnings hafi það grafalvarlegar afleiðingar fyrir ISAL og svipti fyrirtækið öllum tekjum um ófyrirséðan tíma, enda er verkfallið ótímabundið. Álið frá ISAL er flutt út vikulega og er söluverðmæti hvers farms um það bil einn milljarður króna. Samninganefndir Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík komu saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag þar sem þess er freistað að leita lausna í deilunni.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Um hvað snýst kjaradeila verkalýðsfélaga starfsmanna í ISAL? Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. 25. febrúar 2016 07:00 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Ríkissáttasemjari hefur kallað deiluaðila í álverinu í Straumsvík til sáttafundar á mánudag. Næsta útskipun ætti að verða á þriðjudag. 27. febrúar 2016 14:54 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Um hvað snýst kjaradeila verkalýðsfélaga starfsmanna í ISAL? Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. 25. febrúar 2016 07:00
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Ríkissáttasemjari hefur kallað deiluaðila í álverinu í Straumsvík til sáttafundar á mánudag. Næsta útskipun ætti að verða á þriðjudag. 27. febrúar 2016 14:54
Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25
Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58
Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00