Okkar uppáhalds, Kate og Leo Ritstjórn skrifar 29. febrúar 2016 13:30 Kate og Leo á Óskarnum í gær. Glamour/getty Þó Óskarinn hafi verið viðburðaríkur og þar hafi verið fjöldi kvikmyndastjarna í sínu allra fínasta, þá voru tvö sem vöktu meiri athygli en aðrir. Okkar uppáhalds, Kate og Leo. Kate Winslet og Leonardo DiCaprio heilluðu okkur fyrst upp úr skónum þegar þau léku ráðvilltu yfirstéttarstúlkuna Rose og fátæka listamanninn Jack í Titanic. Síðan þá hafa þau ekki bara haldið áfram að heilla okkur á skjánum, saman og í sitt hvoru lagi, heldur hefur einstök vinátta þeirra í alvörunni vakið athygli. Þau voru sérstaklega sæt saman í gær, bæði þegar þau stilltu sér upp fyrir ljósmyndara á rauða dreglinum og eftir að ljóst var að Leo færi heim með gylltu styttuna í fyrsta sinn.Kate og Leo. Óskarinn 2016 og Golden Globes 1998.Glamour/gettyÞegar Leo fékk loksins Óskarsverðlaunin í gær, eftir næstum tveggja áratuga bið, mátti sjá á viðbrögðum Kate við ræðu Leo hversu mikið þeim þykir vænt hvort um annað og hversu stolt hún var. Megi Kate og Leo halda áfram að heilla okkur með vináttunni í mörg ár og vera óendanlega krúttleg saman. Hér fyrir neðan má sjá myndband af ræðunni frá því í nótt.Eins og við segjum á slæmri mállýsku: „Friendshipgoals“ Glamour Fegurð Golden Globes Mest lesið Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Aukið álag á netverslunum bitnar á starfsfólki Glamour Bobbi Brown yfirgefur sitt eigið fyrirtæki Glamour Pinterest spáir fyrir um trendin 2017 Glamour Dóttir Beyonce sýnir danshæfileika sína Glamour Uniqlo veltir upp spurningunni fyrir hvað við klæðum okkur Glamour Selena Gomez frumsýnir nýja klippingu Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Völdu buxur fram yfir kjól Glamour Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Glamour
Þó Óskarinn hafi verið viðburðaríkur og þar hafi verið fjöldi kvikmyndastjarna í sínu allra fínasta, þá voru tvö sem vöktu meiri athygli en aðrir. Okkar uppáhalds, Kate og Leo. Kate Winslet og Leonardo DiCaprio heilluðu okkur fyrst upp úr skónum þegar þau léku ráðvilltu yfirstéttarstúlkuna Rose og fátæka listamanninn Jack í Titanic. Síðan þá hafa þau ekki bara haldið áfram að heilla okkur á skjánum, saman og í sitt hvoru lagi, heldur hefur einstök vinátta þeirra í alvörunni vakið athygli. Þau voru sérstaklega sæt saman í gær, bæði þegar þau stilltu sér upp fyrir ljósmyndara á rauða dreglinum og eftir að ljóst var að Leo færi heim með gylltu styttuna í fyrsta sinn.Kate og Leo. Óskarinn 2016 og Golden Globes 1998.Glamour/gettyÞegar Leo fékk loksins Óskarsverðlaunin í gær, eftir næstum tveggja áratuga bið, mátti sjá á viðbrögðum Kate við ræðu Leo hversu mikið þeim þykir vænt hvort um annað og hversu stolt hún var. Megi Kate og Leo halda áfram að heilla okkur með vináttunni í mörg ár og vera óendanlega krúttleg saman. Hér fyrir neðan má sjá myndband af ræðunni frá því í nótt.Eins og við segjum á slæmri mállýsku: „Friendshipgoals“
Glamour Fegurð Golden Globes Mest lesið Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Aukið álag á netverslunum bitnar á starfsfólki Glamour Bobbi Brown yfirgefur sitt eigið fyrirtæki Glamour Pinterest spáir fyrir um trendin 2017 Glamour Dóttir Beyonce sýnir danshæfileika sína Glamour Uniqlo veltir upp spurningunni fyrir hvað við klæðum okkur Glamour Selena Gomez frumsýnir nýja klippingu Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Völdu buxur fram yfir kjól Glamour Afslöppuð og skemmtileg tískusýning Chanel Glamour