Curry jafnaði met og bætti annað í mögnuðum sigri | Öll úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. febrúar 2016 11:00 Ótrúlegur. Vísir/Getty Stephen Curry jafnaði met í NBA-deildinni í nótt þegar hann hitti úr 12 þriggja stiga skotum í sama leik í 121-118 sigri Golden State Warriors gegn Oklahoma City Thunder. Síðasta þriggja stiga karfa Curry kom þegar 0,6 sekúnda var eftir í framlengingunni en hann hefur nú hitt úr þriggja stiga skoti í 129 leikjum í röð í NBA-deildinni sem er nýtt met. Kevin Durant og Russell Westbrook gerðu hvað sem þeir gátu til þess að halda Oklahoma inn í leiknum. Þurfti að grípa til framlengingar til að útkljá leikinn en í framlengunni náðu Warriors að stela sigrinum með sigurkörfu Curry sem var nær miðjunni en þriggja stiga línunni. Þetta var 53. sigur Warriors í vetur sem halda áfram að gera atlögu að meti Chicago Bulls-liðsins sem vann 72 leiki tímabilið 1995-1996 en sigurkörfu Curry má sjá hér fyrir neðan.Bulls tapaði þrátt fyrir stórleik Gasol.Vísir/GettyPau Gasol lauk leik með þrefalda tvennu hjá Chicago Bulls en hann gat ekki komið í veg fyrir tap Chicago Bulls sem sakna nokkurra lykilmanna gegn Portland Trailblazers í nótt. Damian Lillard, leikstjórnandi Portland, var sjóðheitur í kvöld og lauk leiknum með 31 stig en þetta var sextándi sigur Portland í síðustu tuttugu leikjum. Gasol lauk leiknum með 22 stig, 16 fráköst og 14 stoðsendingar. San Antonio Spurs vann í nótt 50. leik sinn í vetur gegn Houston Rockets á útivelli í kvöld 104-94 en með því varð San Antonio Spurs-liðið sjöunda lið sögunnar sem vinnur 50 af fyrstu 60 leikjum tímabilsins. Leikmenn Spurs tóku nítján stiga forskot inn í fjórða leikhlutann og gat þjálfari liðsins leyft sér að hvíla leikmenn á lokasprettinum. Þá vann Phoenix Suns loksins körfuboltaleik eftir þrettán leikja taphrinu en liðið vann fimm stiga sigur á Memphis Grizzlies á heimavelli en þetta var fyrsti sigur liðsins í febrúar.Úrslit kvöldsins: Boston Celtics 101-89 Miami Heat New Orleans Pelicans 110-112 Minnesota Timberwolves Chicago Bulls 95-103 Portland Trailblazers Houston Rockets 94-104 San Antonio Spurs Milwaukee Bucks 91-102 Detroit Pistons Oklahoma City Thunder 118-121 Golden State Warriors Phoenix Suns 111-106 Memphis Grizzlies Utah Jazz 96-98 Brooklyn NetsBestu tilþrif gærkvöldsins: Sigurkarfan hjá Curry: Þreföld tvenna hjá Pau Gasol: NBA Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Stephen Curry jafnaði met í NBA-deildinni í nótt þegar hann hitti úr 12 þriggja stiga skotum í sama leik í 121-118 sigri Golden State Warriors gegn Oklahoma City Thunder. Síðasta þriggja stiga karfa Curry kom þegar 0,6 sekúnda var eftir í framlengingunni en hann hefur nú hitt úr þriggja stiga skoti í 129 leikjum í röð í NBA-deildinni sem er nýtt met. Kevin Durant og Russell Westbrook gerðu hvað sem þeir gátu til þess að halda Oklahoma inn í leiknum. Þurfti að grípa til framlengingar til að útkljá leikinn en í framlengunni náðu Warriors að stela sigrinum með sigurkörfu Curry sem var nær miðjunni en þriggja stiga línunni. Þetta var 53. sigur Warriors í vetur sem halda áfram að gera atlögu að meti Chicago Bulls-liðsins sem vann 72 leiki tímabilið 1995-1996 en sigurkörfu Curry má sjá hér fyrir neðan.Bulls tapaði þrátt fyrir stórleik Gasol.Vísir/GettyPau Gasol lauk leik með þrefalda tvennu hjá Chicago Bulls en hann gat ekki komið í veg fyrir tap Chicago Bulls sem sakna nokkurra lykilmanna gegn Portland Trailblazers í nótt. Damian Lillard, leikstjórnandi Portland, var sjóðheitur í kvöld og lauk leiknum með 31 stig en þetta var sextándi sigur Portland í síðustu tuttugu leikjum. Gasol lauk leiknum með 22 stig, 16 fráköst og 14 stoðsendingar. San Antonio Spurs vann í nótt 50. leik sinn í vetur gegn Houston Rockets á útivelli í kvöld 104-94 en með því varð San Antonio Spurs-liðið sjöunda lið sögunnar sem vinnur 50 af fyrstu 60 leikjum tímabilsins. Leikmenn Spurs tóku nítján stiga forskot inn í fjórða leikhlutann og gat þjálfari liðsins leyft sér að hvíla leikmenn á lokasprettinum. Þá vann Phoenix Suns loksins körfuboltaleik eftir þrettán leikja taphrinu en liðið vann fimm stiga sigur á Memphis Grizzlies á heimavelli en þetta var fyrsti sigur liðsins í febrúar.Úrslit kvöldsins: Boston Celtics 101-89 Miami Heat New Orleans Pelicans 110-112 Minnesota Timberwolves Chicago Bulls 95-103 Portland Trailblazers Houston Rockets 94-104 San Antonio Spurs Milwaukee Bucks 91-102 Detroit Pistons Oklahoma City Thunder 118-121 Golden State Warriors Phoenix Suns 111-106 Memphis Grizzlies Utah Jazz 96-98 Brooklyn NetsBestu tilþrif gærkvöldsins: Sigurkarfan hjá Curry: Þreföld tvenna hjá Pau Gasol:
NBA Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira