Curry jafnaði met og bætti annað í mögnuðum sigri | Öll úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. febrúar 2016 11:00 Ótrúlegur. Vísir/Getty Stephen Curry jafnaði met í NBA-deildinni í nótt þegar hann hitti úr 12 þriggja stiga skotum í sama leik í 121-118 sigri Golden State Warriors gegn Oklahoma City Thunder. Síðasta þriggja stiga karfa Curry kom þegar 0,6 sekúnda var eftir í framlengingunni en hann hefur nú hitt úr þriggja stiga skoti í 129 leikjum í röð í NBA-deildinni sem er nýtt met. Kevin Durant og Russell Westbrook gerðu hvað sem þeir gátu til þess að halda Oklahoma inn í leiknum. Þurfti að grípa til framlengingar til að útkljá leikinn en í framlengunni náðu Warriors að stela sigrinum með sigurkörfu Curry sem var nær miðjunni en þriggja stiga línunni. Þetta var 53. sigur Warriors í vetur sem halda áfram að gera atlögu að meti Chicago Bulls-liðsins sem vann 72 leiki tímabilið 1995-1996 en sigurkörfu Curry má sjá hér fyrir neðan.Bulls tapaði þrátt fyrir stórleik Gasol.Vísir/GettyPau Gasol lauk leik með þrefalda tvennu hjá Chicago Bulls en hann gat ekki komið í veg fyrir tap Chicago Bulls sem sakna nokkurra lykilmanna gegn Portland Trailblazers í nótt. Damian Lillard, leikstjórnandi Portland, var sjóðheitur í kvöld og lauk leiknum með 31 stig en þetta var sextándi sigur Portland í síðustu tuttugu leikjum. Gasol lauk leiknum með 22 stig, 16 fráköst og 14 stoðsendingar. San Antonio Spurs vann í nótt 50. leik sinn í vetur gegn Houston Rockets á útivelli í kvöld 104-94 en með því varð San Antonio Spurs-liðið sjöunda lið sögunnar sem vinnur 50 af fyrstu 60 leikjum tímabilsins. Leikmenn Spurs tóku nítján stiga forskot inn í fjórða leikhlutann og gat þjálfari liðsins leyft sér að hvíla leikmenn á lokasprettinum. Þá vann Phoenix Suns loksins körfuboltaleik eftir þrettán leikja taphrinu en liðið vann fimm stiga sigur á Memphis Grizzlies á heimavelli en þetta var fyrsti sigur liðsins í febrúar.Úrslit kvöldsins: Boston Celtics 101-89 Miami Heat New Orleans Pelicans 110-112 Minnesota Timberwolves Chicago Bulls 95-103 Portland Trailblazers Houston Rockets 94-104 San Antonio Spurs Milwaukee Bucks 91-102 Detroit Pistons Oklahoma City Thunder 118-121 Golden State Warriors Phoenix Suns 111-106 Memphis Grizzlies Utah Jazz 96-98 Brooklyn NetsBestu tilþrif gærkvöldsins: Sigurkarfan hjá Curry: Þreföld tvenna hjá Pau Gasol: NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Stephen Curry jafnaði met í NBA-deildinni í nótt þegar hann hitti úr 12 þriggja stiga skotum í sama leik í 121-118 sigri Golden State Warriors gegn Oklahoma City Thunder. Síðasta þriggja stiga karfa Curry kom þegar 0,6 sekúnda var eftir í framlengingunni en hann hefur nú hitt úr þriggja stiga skoti í 129 leikjum í röð í NBA-deildinni sem er nýtt met. Kevin Durant og Russell Westbrook gerðu hvað sem þeir gátu til þess að halda Oklahoma inn í leiknum. Þurfti að grípa til framlengingar til að útkljá leikinn en í framlengunni náðu Warriors að stela sigrinum með sigurkörfu Curry sem var nær miðjunni en þriggja stiga línunni. Þetta var 53. sigur Warriors í vetur sem halda áfram að gera atlögu að meti Chicago Bulls-liðsins sem vann 72 leiki tímabilið 1995-1996 en sigurkörfu Curry má sjá hér fyrir neðan.Bulls tapaði þrátt fyrir stórleik Gasol.Vísir/GettyPau Gasol lauk leik með þrefalda tvennu hjá Chicago Bulls en hann gat ekki komið í veg fyrir tap Chicago Bulls sem sakna nokkurra lykilmanna gegn Portland Trailblazers í nótt. Damian Lillard, leikstjórnandi Portland, var sjóðheitur í kvöld og lauk leiknum með 31 stig en þetta var sextándi sigur Portland í síðustu tuttugu leikjum. Gasol lauk leiknum með 22 stig, 16 fráköst og 14 stoðsendingar. San Antonio Spurs vann í nótt 50. leik sinn í vetur gegn Houston Rockets á útivelli í kvöld 104-94 en með því varð San Antonio Spurs-liðið sjöunda lið sögunnar sem vinnur 50 af fyrstu 60 leikjum tímabilsins. Leikmenn Spurs tóku nítján stiga forskot inn í fjórða leikhlutann og gat þjálfari liðsins leyft sér að hvíla leikmenn á lokasprettinum. Þá vann Phoenix Suns loksins körfuboltaleik eftir þrettán leikja taphrinu en liðið vann fimm stiga sigur á Memphis Grizzlies á heimavelli en þetta var fyrsti sigur liðsins í febrúar.Úrslit kvöldsins: Boston Celtics 101-89 Miami Heat New Orleans Pelicans 110-112 Minnesota Timberwolves Chicago Bulls 95-103 Portland Trailblazers Houston Rockets 94-104 San Antonio Spurs Milwaukee Bucks 91-102 Detroit Pistons Oklahoma City Thunder 118-121 Golden State Warriors Phoenix Suns 111-106 Memphis Grizzlies Utah Jazz 96-98 Brooklyn NetsBestu tilþrif gærkvöldsins: Sigurkarfan hjá Curry: Þreföld tvenna hjá Pau Gasol:
NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira