Hér er ástæða þess að Stólarnir sakna Jerome Hill ekki neitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2016 16:00 Jerome Hill í leik með Stólunum á móti KR. Vísir/Ernir Keflavík tekur á móti Tindastól í 19. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar unnu 11 af fyrstu 13 leikjum sínum í deildinni en annar af þessum tveimur tapleikjum kom í fyrri leik liðanna á Króknum. Tindastóll vann þann leik 97-91. Keflavík hefur unnið öll lið deildarinnar nema Tindastól og FSu sem liðið mætir í næstu umferð. Stólarnir geta því orðið fyrstir til að vinna Keflvíkinga tvisvar í vetur. Keflavíkur teflir fram leikmanni í kvöld sem Stólarnir þekkja vel en það er Bandaríkjamaðurinn Jerome Hill sem lék þrettán leiki með Tindastóls áður en hann var látinn fara. Jerome Hill fór ekki langt því hann samdi við Keflavík og hefur spilað þrjá leiki með liðinu. Hill var með 17,6 stig, 10,7 fráköst, 1,8 stoðsendingar og 0,4 varin skot í leik með Tindastól en hefur hækkað þau meðaltöl upp í 22,7 stig, 14,0 fráköst, 5,7 stoðsendingar og 2,3 varin skot með Keflavík. Tindastólsliðið hefur unnið þrjá leiki í röð síðan að Jerome Hill var rekinn og liðið vann einnig báða leiki sína fyrir komu hans. Tindastóll vann aðeins 5 af 13 leikjum sínum með Hill og Keflvíkingar hafa tapað tveimur síðustu leikjum sínum með hann innanborðs. Jerome Hill hefur því aðeins fagnað sigri í 6 af 16 leikjum á þessu tímabili en Keflavík og Tindastóll hafa aftur á móti unnið samtals 17 af 20 leikjum án hans.Sigurhlutfall liða með Jerome Hill í Domino´s deild karla í vetur: Keflavík: 33 prósent (1 sigur - 2 töp) Tindastóll: 38 prósent (5 sigrar - 8 töp)Samanlagt: 38 prósent (6 sigrar - 10 töp)Sigurhlutfall liða án Jerome Hill í Domino´s deild karla í vetur: Keflavík: 80 prósent (12 sigrar - 3 töp) Tindastóll: 100 prósent (5 sigrar - 0 töp)Samanlagt: 85 prósent (17 sigrar - 3 töp)Leikur Keflavíkur og Tindastólsverður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00 í kvöld. Öll 19. umferðin verður síðan gerð upp í Körfuboltakvöldi sem hefst klukkan 22.00 en spekingar Kjartans Atla Kjartanssonar í kvöld verða þeir Fannar Ólafsson og Kristinn Friðiksson. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Keflavík tekur á móti Tindastól í 19. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar unnu 11 af fyrstu 13 leikjum sínum í deildinni en annar af þessum tveimur tapleikjum kom í fyrri leik liðanna á Króknum. Tindastóll vann þann leik 97-91. Keflavík hefur unnið öll lið deildarinnar nema Tindastól og FSu sem liðið mætir í næstu umferð. Stólarnir geta því orðið fyrstir til að vinna Keflvíkinga tvisvar í vetur. Keflavíkur teflir fram leikmanni í kvöld sem Stólarnir þekkja vel en það er Bandaríkjamaðurinn Jerome Hill sem lék þrettán leiki með Tindastóls áður en hann var látinn fara. Jerome Hill fór ekki langt því hann samdi við Keflavík og hefur spilað þrjá leiki með liðinu. Hill var með 17,6 stig, 10,7 fráköst, 1,8 stoðsendingar og 0,4 varin skot í leik með Tindastól en hefur hækkað þau meðaltöl upp í 22,7 stig, 14,0 fráköst, 5,7 stoðsendingar og 2,3 varin skot með Keflavík. Tindastólsliðið hefur unnið þrjá leiki í röð síðan að Jerome Hill var rekinn og liðið vann einnig báða leiki sína fyrir komu hans. Tindastóll vann aðeins 5 af 13 leikjum sínum með Hill og Keflvíkingar hafa tapað tveimur síðustu leikjum sínum með hann innanborðs. Jerome Hill hefur því aðeins fagnað sigri í 6 af 16 leikjum á þessu tímabili en Keflavík og Tindastóll hafa aftur á móti unnið samtals 17 af 20 leikjum án hans.Sigurhlutfall liða með Jerome Hill í Domino´s deild karla í vetur: Keflavík: 33 prósent (1 sigur - 2 töp) Tindastóll: 38 prósent (5 sigrar - 8 töp)Samanlagt: 38 prósent (6 sigrar - 10 töp)Sigurhlutfall liða án Jerome Hill í Domino´s deild karla í vetur: Keflavík: 80 prósent (12 sigrar - 3 töp) Tindastóll: 100 prósent (5 sigrar - 0 töp)Samanlagt: 85 prósent (17 sigrar - 3 töp)Leikur Keflavíkur og Tindastólsverður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00 í kvöld. Öll 19. umferðin verður síðan gerð upp í Körfuboltakvöldi sem hefst klukkan 22.00 en spekingar Kjartans Atla Kjartanssonar í kvöld verða þeir Fannar Ólafsson og Kristinn Friðiksson.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira