Ford planar 3 Allroad-bíla Finnur Thorlacius skrifar 25. febrúar 2016 12:56 Ford Mondeo Vignale. worldcarfans Vinsældir langbaka með aukna drifgetu og veghæð er mikil um þessar mundir en Ford hefur ekki mikið tekið þátt í þeim slag að undanförnu og hefur þess í stað boðið jeppa og jepplinga. Því ætlar Ford að breyta á næstunni og bjóða 3 bílgerðir sínar með þessu lagi. Líklegir kandídatar eru Ford Focus og Mondeo og myndu þeir bílar keppa við Volkswagen Passat Alltrack og Skoda Octavia Scout. Þriðja bílgerðin er ennþá óljósari og ekki er allsendis víst að það verði langbakur og þess vegna smábíll eins og Fiesta. Það væri þá í takt við það sem Volvo gerir með S60 bíl sinn sem einnig er í boði sem S60 Cross Country. Einn lúxusbílaframleiðandanna, Audi, er þekkt fyrir Allroad bíla sína og býður bæði A4 og A6 bílana í Allroad-útfærslum og hafa þeir selst vel á undanförnum árum. Það er því ekki skrítið að Ford skuli nú vilja taka þátt í þessum slag, ekki síst í ljósi þess að lítil þróunarvinna yrði að baki þessari breytingu á bílunum. Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent
Vinsældir langbaka með aukna drifgetu og veghæð er mikil um þessar mundir en Ford hefur ekki mikið tekið þátt í þeim slag að undanförnu og hefur þess í stað boðið jeppa og jepplinga. Því ætlar Ford að breyta á næstunni og bjóða 3 bílgerðir sínar með þessu lagi. Líklegir kandídatar eru Ford Focus og Mondeo og myndu þeir bílar keppa við Volkswagen Passat Alltrack og Skoda Octavia Scout. Þriðja bílgerðin er ennþá óljósari og ekki er allsendis víst að það verði langbakur og þess vegna smábíll eins og Fiesta. Það væri þá í takt við það sem Volvo gerir með S60 bíl sinn sem einnig er í boði sem S60 Cross Country. Einn lúxusbílaframleiðandanna, Audi, er þekkt fyrir Allroad bíla sína og býður bæði A4 og A6 bílana í Allroad-útfærslum og hafa þeir selst vel á undanförnum árum. Það er því ekki skrítið að Ford skuli nú vilja taka þátt í þessum slag, ekki síst í ljósi þess að lítil þróunarvinna yrði að baki þessari breytingu á bílunum.
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent