Danski miðjumaðurinn Jacob Schoop sem lék með KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í fyrra er að ganga í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström.
Þetta kemur fram á 433.is í dag, en þar er fullyrt að Schoop sé staddur á æfingasvæði norska félagsins.
„Ég rek ekki Lilleström þannig ég hef ekkert heyrt af þessu. Það var svona heiðursmannasamkomlag um að hann myndi koma til okkar ef hann myndi ekki finna sér lið úti en ég bjóst alltaf við því að einhver myndi taka hann enda góður leikmaður,“ sagði Baldur Stefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR, við Vísi í morgun.
Schoop var frábær fyrri hluta móts með KR-ingum á síðustu leiktíð, en þessi 27 ára gamli miðjumaður spilaði 26 leiki í deild og bikar og skoraði tvö mörk.
Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR, er þjálfari Lilleström. Hann skilaði Lilleström í níunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili.
Rúnar að landa Schoop
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn