Þeir hljóta allir að vera með góða stílista, því næstum enginn þeirra steig feilspor. Okkar maður Justin Bieber fylgdi bomber jakka trendinu og mætti í einum skreyttum pálmatrjám þegar hann tók lagið með breska tónlistarmanninum James Bay, sem var einnig flottur í öllu svörtu.
Einnig í miklu uppáhaldi hjá ritstjórn Glamour er upptökustjórinn og tónlistarmaðurinn Mark Ronson, en hann hefur ekki klikkað á rauða dreglinum hingað til.
En hvað finnst lesendum, eruð þið sammála?







