Atletico Madrid hélt hreinu í tólfta sinn í síðustu tólf Meistaradeildarleikjum sínum er liðið gerði markalaust jafntefli gegn PSV í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Eindhoven í kvöld.
PSV missti Gaston Pereiro af velli með rautt spjald í síðari hálfleik en Spánverjarnir náðu ekki að nýta sér þann liðsmun en eru þó í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna á Spáni.
Luciano Vietto átti þó skot í fyrri hálfleik sem var varið á marklínu og þá varði Jeroen Zoet vel í marki PSV frá Antoine Griezmann. Besta færi PSV fékk Davy Propper í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki.
Síðari leikur liðanna fer fram á Vicente Calderon-leikvanginum þann 15. mars.
Markalaust í Eindhoven
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Einhenta undrið ekki í NBA
Körfubolti

Leikur Chelsea og Benfica blásinn af
Fótbolti



Penninn á lofti í Keflavík
Körfubolti



