Að þessu sinni náði liðið að vinna Brooklyn Nets. Damian Lillard og CJ McCollum skoruðu báðir 34 stig í leiknum fyrir Portland.
Lillard var að skora yfir 30 stig fimmta leikinn í röð en það hefur enginn gert hjá Portland síðan leiktíðina 1970-71
Brook Lopez skoraði 36 stig og tók 10 fráköst fyrir Brooklyn. Þetta var þriðja tap liðsins í síðustu fjórum leikjum.
Úrslit:
Philadelphia-Orlando 115-124
Washington-New Orleans 109-89
Denver-Sacramento 110-114
Utah-Houston 117-114
Portland-Brooklyn 112-104
Staðan í NBA-deildinni.