Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2016 14:06 Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi áversins í Straumsvík, segir að komi útflutningsbann á fyrirtækið til framkvæmda muni það hafa gríðarlega alvarleg áhrif á fyrirtækið. Aðgerðir verkalýðsfélaganna hafi nú þegar valdið fyrirtækinu miklu tjóni. Ólafur Teitur segir stjórnendur fyrirtækisins vona að félagsdómur dæmi boðað útflutningsbann ólöglegt. En ef af því verði hafi það mikil áhrif á hagsmuni fyrirtækisins. „Það er grafalvarlegt fyrir okkar fyrirtæki eins og öll önnur að geta ekki selt framleiðsluna og sjá kannski ekki fram á að geta það í ótiltekinn tíma,“ segir Ólafur Teitur.Sjá einnig:Aldrei kynnst annarri eins hörku og í álversdeilunni nú Álverið framleiðir rúm tvö hundruð þúsund tonn af áli ári og flytur því út um 4.000 tonn á viku. Ólafur Teitur segir vonbrigði að ekki skuli hafa náðst að semja við verkalýðsfélögin. „Eftir að við höfðum boðið á þrettándanum að okkar mati mjög ríflegar launahækkanir ofan á laun sem fyrir eru mjög samkeppnishæf í landinu. Því var hafnað því verkalýðsfélögin hafa ekki ljáð máls á því að við fáum að szitja við sama borð og öll önur fyrirtæki varðandi útvistun verkefna,“ segir Ólafur Teitur. En þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni og deilan virðist vera kominn í algeran hnút. Ólafur Teitur segir gildandi hömlur á verktöku hafa verið í gildi í bráðum hálfa öld en frá því þær hafi verið settar hafi starfsumhverfi fyrirtækisins breyst mikið. „Við til dæmis njótum ekki lengur neinna sérkjara varðandi skatta eins og við gerum áður. Eftir því sem við færumst nær almennu íslensku viðskiptaumhverfi hvað varðar t.d. skatta og gjöld finnst okkur að þróunin eigi að vera á svipaðan hátt hvað varðar vinnumarkaðsleg mál. Að við fáum að njóta sama umhverfis og önnur fyrirtæki njóta. Sem við fáum ekki í dag,“ segir Ólafur Teitur. Áður boðaðar vinnustöðvanir og boðun útflutningsbannsins nú hafi þegar haft skaðleg áhrif á fyrirtækið. „Þetta hefur auðvitað strax þau áhrif að viðskiptavinir okkar eru mjög uggandi um hvort þeir fái frá okkur málm eða ekki. Við erum ekki að framleiða inn í einhverja heimsmarkaðs púllíu heldur beit upp í pantanir tiltekinna viðskiptavina sem eru í sambandi við okkur og biðja okkur að framleiða ákveðna vöru og afhenda hana á ákveðnum degi. Þannig að þeir eru nú þegar uggandi um hovort þeir geti fengið sínar pantanir uppfylltar eða ekki. Við töpuðum tugum þúsunda tonna af pöntunum á síðasta ári þegar vofði yfir verkfall hér. Þannig að þetta hefur þegar valdið okkur miklu tjóni og heldur áfram að gera það þessi óvissa,“ segir Ólafur Teitur Guðnason. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi áversins í Straumsvík, segir að komi útflutningsbann á fyrirtækið til framkvæmda muni það hafa gríðarlega alvarleg áhrif á fyrirtækið. Aðgerðir verkalýðsfélaganna hafi nú þegar valdið fyrirtækinu miklu tjóni. Ólafur Teitur segir stjórnendur fyrirtækisins vona að félagsdómur dæmi boðað útflutningsbann ólöglegt. En ef af því verði hafi það mikil áhrif á hagsmuni fyrirtækisins. „Það er grafalvarlegt fyrir okkar fyrirtæki eins og öll önnur að geta ekki selt framleiðsluna og sjá kannski ekki fram á að geta það í ótiltekinn tíma,“ segir Ólafur Teitur.Sjá einnig:Aldrei kynnst annarri eins hörku og í álversdeilunni nú Álverið framleiðir rúm tvö hundruð þúsund tonn af áli ári og flytur því út um 4.000 tonn á viku. Ólafur Teitur segir vonbrigði að ekki skuli hafa náðst að semja við verkalýðsfélögin. „Eftir að við höfðum boðið á þrettándanum að okkar mati mjög ríflegar launahækkanir ofan á laun sem fyrir eru mjög samkeppnishæf í landinu. Því var hafnað því verkalýðsfélögin hafa ekki ljáð máls á því að við fáum að szitja við sama borð og öll önur fyrirtæki varðandi útvistun verkefna,“ segir Ólafur Teitur. En þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni og deilan virðist vera kominn í algeran hnút. Ólafur Teitur segir gildandi hömlur á verktöku hafa verið í gildi í bráðum hálfa öld en frá því þær hafi verið settar hafi starfsumhverfi fyrirtækisins breyst mikið. „Við til dæmis njótum ekki lengur neinna sérkjara varðandi skatta eins og við gerum áður. Eftir því sem við færumst nær almennu íslensku viðskiptaumhverfi hvað varðar t.d. skatta og gjöld finnst okkur að þróunin eigi að vera á svipaðan hátt hvað varðar vinnumarkaðsleg mál. Að við fáum að njóta sama umhverfis og önnur fyrirtæki njóta. Sem við fáum ekki í dag,“ segir Ólafur Teitur. Áður boðaðar vinnustöðvanir og boðun útflutningsbannsins nú hafi þegar haft skaðleg áhrif á fyrirtækið. „Þetta hefur auðvitað strax þau áhrif að viðskiptavinir okkar eru mjög uggandi um hvort þeir fái frá okkur málm eða ekki. Við erum ekki að framleiða inn í einhverja heimsmarkaðs púllíu heldur beit upp í pantanir tiltekinna viðskiptavina sem eru í sambandi við okkur og biðja okkur að framleiða ákveðna vöru og afhenda hana á ákveðnum degi. Þannig að þeir eru nú þegar uggandi um hovort þeir geti fengið sínar pantanir uppfylltar eða ekki. Við töpuðum tugum þúsunda tonna af pöntunum á síðasta ári þegar vofði yfir verkfall hér. Þannig að þetta hefur þegar valdið okkur miklu tjóni og heldur áfram að gera það þessi óvissa,“ segir Ólafur Teitur Guðnason.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07
Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35
Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02
Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17