Stephen Curry og Andre Iguodala spila á Augusta National í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2016 18:00 Stephen Curry og Andre Iguodala fögnuðu ekki bara NBA-titlinum í júní því þeir vissu þa líka að þeir fengu að spila á Augusta National. Vísir/EPA Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, lofaði tveimur miklum golfáhugamönnum í liðinu sínu að redda þeim einum golfhring á Augusta-vellinum ef að liðið yrði NBA-meistari. Kerr ætlar að standa við þetta loforð sitt því þeir Stephen Curry og Andre Iguodala fá að spila á Augusta National í dag. „Þegar við unnum þá var ég öskra á Step: Við erum að fara að spila á Augusta," sagði Andre Iguodala við ESPN eftir að Golden State Warriors vann titilinn í júní. „Það fara alltaf allir í Disneyland en við erum að fara til Augusta," bætti Iguodala við. Golden State Warriors varð í nótt fljótasta liðið til að vinna 50 leiki á NBA-tímabili þegar liðið vann Atlanta Hawks 102-92 á útivelli. Liðið hefur nú unnið 50 af fyrstu 55 leikjum tímabilsins. Warriors-liðið er því statt í Georgíufylki og þar sem liðið á frí í kvöld fengu leikmennirnir tveir leyfi til þess að spila golf á hinum eftirsótta Augusta National golfvelli í dag. Það tók aðeins tvo tíma að ferðast frá íþróttahölli Atlanta Hawks til Augusta og það passaði því vel að nýta ferðina. Steve Kerr mun ekki spilað með þeim félögum því hann flýgur strax til Miami þar sem liðið spilar næst á miðvikudagskvöldið. Curry og Iguodala munu aftur á móti spila hringinn með framkvæmdastjóranum Jerry West og eigandanum Joe Lacob. Stephen Curry og Andre Iguodala eru báðir miklir golfáhugamenn og þá sérstaklega Curry sem þykir vera mjög liðtækur með kylfuna. Stephen Curry stóð sig vel í ágúst þegar hann spilaði með Barack Obama Bandaríkjaforseta en hann fór hringinn á golfvellinum í Kaliforníu á 76 höggum. Það getur ekki hver sem er spilað á Augusta National golfvellinum og flesta kylfinga dreymir um að fá að spila þar. Mastersmóttið fer fram á vellinum og mótið í ár hefst 7. apríl næstkomandi. Golf NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, lofaði tveimur miklum golfáhugamönnum í liðinu sínu að redda þeim einum golfhring á Augusta-vellinum ef að liðið yrði NBA-meistari. Kerr ætlar að standa við þetta loforð sitt því þeir Stephen Curry og Andre Iguodala fá að spila á Augusta National í dag. „Þegar við unnum þá var ég öskra á Step: Við erum að fara að spila á Augusta," sagði Andre Iguodala við ESPN eftir að Golden State Warriors vann titilinn í júní. „Það fara alltaf allir í Disneyland en við erum að fara til Augusta," bætti Iguodala við. Golden State Warriors varð í nótt fljótasta liðið til að vinna 50 leiki á NBA-tímabili þegar liðið vann Atlanta Hawks 102-92 á útivelli. Liðið hefur nú unnið 50 af fyrstu 55 leikjum tímabilsins. Warriors-liðið er því statt í Georgíufylki og þar sem liðið á frí í kvöld fengu leikmennirnir tveir leyfi til þess að spila golf á hinum eftirsótta Augusta National golfvelli í dag. Það tók aðeins tvo tíma að ferðast frá íþróttahölli Atlanta Hawks til Augusta og það passaði því vel að nýta ferðina. Steve Kerr mun ekki spilað með þeim félögum því hann flýgur strax til Miami þar sem liðið spilar næst á miðvikudagskvöldið. Curry og Iguodala munu aftur á móti spila hringinn með framkvæmdastjóranum Jerry West og eigandanum Joe Lacob. Stephen Curry og Andre Iguodala eru báðir miklir golfáhugamenn og þá sérstaklega Curry sem þykir vera mjög liðtækur með kylfuna. Stephen Curry stóð sig vel í ágúst þegar hann spilaði með Barack Obama Bandaríkjaforseta en hann fór hringinn á golfvellinum í Kaliforníu á 76 höggum. Það getur ekki hver sem er spilað á Augusta National golfvellinum og flesta kylfinga dreymir um að fá að spila þar. Mastersmóttið fer fram á vellinum og mótið í ár hefst 7. apríl næstkomandi.
Golf NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira