Reyna að sporna gegn kennitöluflakki Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2016 15:41 Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Karl Garðarsson leggur í dag fram sem ætlað er að sporna gegn kennitöluflakki. Samkvæmt frumvarpinu mættu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ekki, á þremur árum, vera í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem hafi orðið gjaldþrota. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru þau Vigdís Hauksdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Páll Jóhann Pálsson, Elsa Lára Arnardóttir, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Brynhildur Pétursdóttir og Helgi Hjörvar. „Þetta er fyrsta raunverulega atlagan sem gerð er gegn kennitöluflakki, þar sem hópur manna hefur stundað misnotkun á þeirri takmörkuðu ábyrgð sem felst í félagaforminu,“ segir Karl í tilkynningu til fjölmiðla. „Ákvæðið er vissulega íþyngjandi, en þó nauðsynlegt með tilliti til þeirra hagsmuna sem fyrir hendi eru. Stundum er nauðsynlegt að setja skorður á frelsið, sérstaklega ef hagsmunir þorra almennings eru þess eðlis. Atvinnufrelsisákvæði 75. gr. stjórnarskrár opnar einnig fyrir þann möguleika.“ Hann segist stefna að því að leggja fram fleiri frumvörp á næstu mánuðum þar sem tekið verði á kennitöluflakki. Í greinargerð við frumvarpið er bent á að starfshópur á vegum ríkisskattstjóra hafi nýverið kannað umfang skattaundanskota í atvinnustarfsemi. Niðurstaðan hafi verið að um 80 milljarða krónur vanti upp á skatttekjur ríkisins. Ýmsar lagabreytingar hafi verið reyndar á síðustu árum til að sporna gegn kennitöluflakki, en það hafi ekki borið árangur. Nauðsynlegt sé að horfa til þess að ekki sé gengið of nærri atvinnufrelsi manna, sem sé varið af 75. grein stjórnarskrárinnar. Flutningsmenn frumvarpsins meta það þó sem svo að þetta frumvarp geri það ekki. Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Karl Garðarsson leggur í dag fram sem ætlað er að sporna gegn kennitöluflakki. Samkvæmt frumvarpinu mættu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ekki, á þremur árum, vera í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem hafi orðið gjaldþrota. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru þau Vigdís Hauksdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Páll Jóhann Pálsson, Elsa Lára Arnardóttir, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Brynhildur Pétursdóttir og Helgi Hjörvar. „Þetta er fyrsta raunverulega atlagan sem gerð er gegn kennitöluflakki, þar sem hópur manna hefur stundað misnotkun á þeirri takmörkuðu ábyrgð sem felst í félagaforminu,“ segir Karl í tilkynningu til fjölmiðla. „Ákvæðið er vissulega íþyngjandi, en þó nauðsynlegt með tilliti til þeirra hagsmuna sem fyrir hendi eru. Stundum er nauðsynlegt að setja skorður á frelsið, sérstaklega ef hagsmunir þorra almennings eru þess eðlis. Atvinnufrelsisákvæði 75. gr. stjórnarskrár opnar einnig fyrir þann möguleika.“ Hann segist stefna að því að leggja fram fleiri frumvörp á næstu mánuðum þar sem tekið verði á kennitöluflakki. Í greinargerð við frumvarpið er bent á að starfshópur á vegum ríkisskattstjóra hafi nýverið kannað umfang skattaundanskota í atvinnustarfsemi. Niðurstaðan hafi verið að um 80 milljarða krónur vanti upp á skatttekjur ríkisins. Ýmsar lagabreytingar hafi verið reyndar á síðustu árum til að sporna gegn kennitöluflakki, en það hafi ekki borið árangur. Nauðsynlegt sé að horfa til þess að ekki sé gengið of nærri atvinnufrelsi manna, sem sé varið af 75. grein stjórnarskrárinnar. Flutningsmenn frumvarpsins meta það þó sem svo að þetta frumvarp geri það ekki.
Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira