Reyna að sporna gegn kennitöluflakki Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2016 15:41 Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Karl Garðarsson leggur í dag fram sem ætlað er að sporna gegn kennitöluflakki. Samkvæmt frumvarpinu mættu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ekki, á þremur árum, vera í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem hafi orðið gjaldþrota. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru þau Vigdís Hauksdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Páll Jóhann Pálsson, Elsa Lára Arnardóttir, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Brynhildur Pétursdóttir og Helgi Hjörvar. „Þetta er fyrsta raunverulega atlagan sem gerð er gegn kennitöluflakki, þar sem hópur manna hefur stundað misnotkun á þeirri takmörkuðu ábyrgð sem felst í félagaforminu,“ segir Karl í tilkynningu til fjölmiðla. „Ákvæðið er vissulega íþyngjandi, en þó nauðsynlegt með tilliti til þeirra hagsmuna sem fyrir hendi eru. Stundum er nauðsynlegt að setja skorður á frelsið, sérstaklega ef hagsmunir þorra almennings eru þess eðlis. Atvinnufrelsisákvæði 75. gr. stjórnarskrár opnar einnig fyrir þann möguleika.“ Hann segist stefna að því að leggja fram fleiri frumvörp á næstu mánuðum þar sem tekið verði á kennitöluflakki. Í greinargerð við frumvarpið er bent á að starfshópur á vegum ríkisskattstjóra hafi nýverið kannað umfang skattaundanskota í atvinnustarfsemi. Niðurstaðan hafi verið að um 80 milljarða krónur vanti upp á skatttekjur ríkisins. Ýmsar lagabreytingar hafi verið reyndar á síðustu árum til að sporna gegn kennitöluflakki, en það hafi ekki borið árangur. Nauðsynlegt sé að horfa til þess að ekki sé gengið of nærri atvinnufrelsi manna, sem sé varið af 75. grein stjórnarskrárinnar. Flutningsmenn frumvarpsins meta það þó sem svo að þetta frumvarp geri það ekki. Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Karl Garðarsson leggur í dag fram sem ætlað er að sporna gegn kennitöluflakki. Samkvæmt frumvarpinu mættu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ekki, á þremur árum, vera í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem hafi orðið gjaldþrota. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru þau Vigdís Hauksdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Páll Jóhann Pálsson, Elsa Lára Arnardóttir, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Brynhildur Pétursdóttir og Helgi Hjörvar. „Þetta er fyrsta raunverulega atlagan sem gerð er gegn kennitöluflakki, þar sem hópur manna hefur stundað misnotkun á þeirri takmörkuðu ábyrgð sem felst í félagaforminu,“ segir Karl í tilkynningu til fjölmiðla. „Ákvæðið er vissulega íþyngjandi, en þó nauðsynlegt með tilliti til þeirra hagsmuna sem fyrir hendi eru. Stundum er nauðsynlegt að setja skorður á frelsið, sérstaklega ef hagsmunir þorra almennings eru þess eðlis. Atvinnufrelsisákvæði 75. gr. stjórnarskrár opnar einnig fyrir þann möguleika.“ Hann segist stefna að því að leggja fram fleiri frumvörp á næstu mánuðum þar sem tekið verði á kennitöluflakki. Í greinargerð við frumvarpið er bent á að starfshópur á vegum ríkisskattstjóra hafi nýverið kannað umfang skattaundanskota í atvinnustarfsemi. Niðurstaðan hafi verið að um 80 milljarða krónur vanti upp á skatttekjur ríkisins. Ýmsar lagabreytingar hafi verið reyndar á síðustu árum til að sporna gegn kennitöluflakki, en það hafi ekki borið árangur. Nauðsynlegt sé að horfa til þess að ekki sé gengið of nærri atvinnufrelsi manna, sem sé varið af 75. grein stjórnarskrárinnar. Flutningsmenn frumvarpsins meta það þó sem svo að þetta frumvarp geri það ekki.
Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira