Jeb Bush dregur sig í hlé Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2016 08:45 Sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikana-flokksins til forseta Bandaríkjanna. Vísir/Getty Jeb Bush hefur dregið framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka eftir að hann lenti í fjórða sæti í forkosningum flokksins í Suður-Karólínu í gær. Hann var lengi vel talinn sigurstranglegur en verulega hefur fjarað undan stuðningi við hann að undanförnu. Bush fékk aðeins tæp átta prósent atkvæða í Suður-Karólínu og var hann langt á eftir Donald Trump, Marco Rubio og Ted Cruz sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin. Verandi sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna tókst honum að safna háum fjárhæðum í kosningasjóð sinn og var búist við mikið af Jeb sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída-ríki. Alls hafði kosningasjóður Bush safnað um 150 milljónum dollara, umtalsvert meira en aðrir frambjóðendur náðu að nurla saman.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumBush þótti vera helsti frambjóðandi hins hefðbundna kjarna kjósenda í Repúblikana-flokknum en Bush, líkt og aðrir frambjóðendur, átti í erfiðleikum með að takast á við óvænta velgengni Donald Trump. Bush gekk illa í forkosningunum í Iowa og New Hampshire en það að hann stigi nú til hliðar þykir boða gott fyrir Marco Rubio sem barðist við Bush um stuðnings hins hefðbundna kjarna flokksins. Rubio lenti í öðru sæti í Suður-Karólínu með rúm 22 prósent atkvæða og er talið líklegt að einvígið um útnefningu flokksins standi nú á milli Rubio og Trump en auk þeirra er Ted Cruz, John Kasich og Ben Carson enn með í kapphlaupinu.Bush sagðist vera stoltur af kosningabaráttu sinni þegar hann tilkynnti að hann hefði dregið sig í hlé.Ekki hefur blásið byrlega fyrir Bush í kosningabaráttunni og þótti þetta myndbandsbrot sýna hversu erfiðlega hefur gengið hjá honum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. 14. febrúar 2016 10:23 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Jeb Bush hefur dregið framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka eftir að hann lenti í fjórða sæti í forkosningum flokksins í Suður-Karólínu í gær. Hann var lengi vel talinn sigurstranglegur en verulega hefur fjarað undan stuðningi við hann að undanförnu. Bush fékk aðeins tæp átta prósent atkvæða í Suður-Karólínu og var hann langt á eftir Donald Trump, Marco Rubio og Ted Cruz sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin. Verandi sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna tókst honum að safna háum fjárhæðum í kosningasjóð sinn og var búist við mikið af Jeb sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída-ríki. Alls hafði kosningasjóður Bush safnað um 150 milljónum dollara, umtalsvert meira en aðrir frambjóðendur náðu að nurla saman.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumBush þótti vera helsti frambjóðandi hins hefðbundna kjarna kjósenda í Repúblikana-flokknum en Bush, líkt og aðrir frambjóðendur, átti í erfiðleikum með að takast á við óvænta velgengni Donald Trump. Bush gekk illa í forkosningunum í Iowa og New Hampshire en það að hann stigi nú til hliðar þykir boða gott fyrir Marco Rubio sem barðist við Bush um stuðnings hins hefðbundna kjarna flokksins. Rubio lenti í öðru sæti í Suður-Karólínu með rúm 22 prósent atkvæða og er talið líklegt að einvígið um útnefningu flokksins standi nú á milli Rubio og Trump en auk þeirra er Ted Cruz, John Kasich og Ben Carson enn með í kapphlaupinu.Bush sagðist vera stoltur af kosningabaráttu sinni þegar hann tilkynnti að hann hefði dregið sig í hlé.Ekki hefur blásið byrlega fyrir Bush í kosningabaráttunni og þótti þetta myndbandsbrot sýna hversu erfiðlega hefur gengið hjá honum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. 14. febrúar 2016 10:23 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13
Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45
Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00
Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. 14. febrúar 2016 10:23