Anthony Isaiah Gurley, leikmaður Tindastóls, var í dag dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ.
Gurley sló til KR-ingsins Helga Más Magnússonar í leik liðanna á dögunum.
Atvikið fór fram hjá dómurum leiksins en ekki Finni Frey Stefánssyni, þjálfara KR, sem trylltist. Sjá má atvikið og upphlaupið hjá Finni hér að ofan. Gurley er dæmdur í bann út frá þessum myndbandsupptökum.
Bandaríkjamaðurinn getur því ekki leikið með Stólunum annað kvöld er liðið sækir FSu heim í lokaumferð Dominos-deild karla.
Gurley verður aftur á móti klár í bátana er úrslitakeppnin hefst.
Gurley fékk eins leiks bann fyrir að slá til Helga Más
Tengdar fréttir

Anthony Isaiah Gurley sló til Helga og Finnur missti sig | Myndband
Anthony Isaiah Gurley lét finna fyrir sér í bókstaflegri merkingu í kvöld þegar Tindastóll kom í veg fyrir að KR-ingar tryggðu sér titil á Króknum eins og þeir gerðu í úrslitakeppninni í fyrra.

Sleginn í magann en snæddi svo pítsu með Gurley eftir leik
Helgi Már Magnússon segist nú ekki vera með innvortist blæðingar eftir höggið á Kro´knum í gær.