Sjáðu kraftmikil leikhlé Teits: „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2016 13:30 Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, stýrði liðinu gegn Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar þegar það tapaði, 85-79, gegn sjóðheitu liði Hauka á heimavelli í gærkvöldi. Friðrik Ingi var frá vegna veikinda. Njarðvíkingar eiga erfitt uppdráttar þessa dagana enda tveir lang bestu leikmenn liðsins; Haukur Helgi Pálsson og Logi Gunnarsson, frá vegna meiðsla. Haukarnir náðu mest 24 stiga forskoti í seinni hálfleik en þegar munurinn var fimmtán stig, 75-60, tók Teitur Örlygsson leikhlé sem vakti mikla athygli. „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa. Þetta er spurning um hvernig við ætlum að vinna og hvernig við ætlum að tapa. Við ætlum að bera þetta inn í úrslitakeppnina. Munið að við eigum bara eftir að styrkjast. Við verðum bara betri og betri og betri,“ sagði Teitur við sína menn. Ljónin tóku herforingjann sinn á orðinu og sóttu hart að Haukum næstu mínútur. Þegar Njarðvík minnkaði muninn í níu stig, 79-70, tóku Haukar leikhlé og þá sagði Teitur meðal annars við sína menn: „Munið hvað ég sagði: Mér er skítsama hvort við vinnum eða töpum þessum leik. Þetta er það sem ég vill sjá. Þetta er það sem við ætlum að gera næstu vikur, strákar. Gerum þetta að vana.“ Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær voru eðlilega heillaðir af þessum leikhléum og hvernig Teitur virkjaði unga leikmenn Njarðvíkur til að gefa frábæru liði Hauka alvöru leik. „Það er eitt sem grípur mig strax og er ólíkt öðrum íslenskum leikhléum. Það er þögn í kringum hann. Það eru allir að hlusta á hvað Teitur Örlygsson er að segja,“ sagði Kjartan Atli sem lék á sínum ferli sem leikmaður undir stjórn Teits hjá Stjörnuni. „Þú ert með leikmann sem hefur orðið tíu sinnum Íslandsmeistari. Þetta er algjör sigurvegari. Það er eins gott að mennirnir á bekknum hlusti,“ sagði Fannar Ólafsson. „Teitur er fremstur íslenskra þjálfara í leik (e. in game coach). Hann kann að hvetja lið áfram á erfiðum og auðveldum stundum.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00 Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, stýrði liðinu gegn Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar þegar það tapaði, 85-79, gegn sjóðheitu liði Hauka á heimavelli í gærkvöldi. Friðrik Ingi var frá vegna veikinda. Njarðvíkingar eiga erfitt uppdráttar þessa dagana enda tveir lang bestu leikmenn liðsins; Haukur Helgi Pálsson og Logi Gunnarsson, frá vegna meiðsla. Haukarnir náðu mest 24 stiga forskoti í seinni hálfleik en þegar munurinn var fimmtán stig, 75-60, tók Teitur Örlygsson leikhlé sem vakti mikla athygli. „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa. Þetta er spurning um hvernig við ætlum að vinna og hvernig við ætlum að tapa. Við ætlum að bera þetta inn í úrslitakeppnina. Munið að við eigum bara eftir að styrkjast. Við verðum bara betri og betri og betri,“ sagði Teitur við sína menn. Ljónin tóku herforingjann sinn á orðinu og sóttu hart að Haukum næstu mínútur. Þegar Njarðvík minnkaði muninn í níu stig, 79-70, tóku Haukar leikhlé og þá sagði Teitur meðal annars við sína menn: „Munið hvað ég sagði: Mér er skítsama hvort við vinnum eða töpum þessum leik. Þetta er það sem ég vill sjá. Þetta er það sem við ætlum að gera næstu vikur, strákar. Gerum þetta að vana.“ Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær voru eðlilega heillaðir af þessum leikhléum og hvernig Teitur virkjaði unga leikmenn Njarðvíkur til að gefa frábæru liði Hauka alvöru leik. „Það er eitt sem grípur mig strax og er ólíkt öðrum íslenskum leikhléum. Það er þögn í kringum hann. Það eru allir að hlusta á hvað Teitur Örlygsson er að segja,“ sagði Kjartan Atli sem lék á sínum ferli sem leikmaður undir stjórn Teits hjá Stjörnuni. „Þú ert með leikmann sem hefur orðið tíu sinnum Íslandsmeistari. Þetta er algjör sigurvegari. Það er eins gott að mennirnir á bekknum hlusti,“ sagði Fannar Ólafsson. „Teitur er fremstur íslenskra þjálfara í leik (e. in game coach). Hann kann að hvetja lið áfram á erfiðum og auðveldum stundum.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00 Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
„Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00
Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00
Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum