Conor McGregor er enn kokhraustur þrátt fyrir tapið í nótt og lofar því að hann breytist ekkert þrátt fyrir að hafa orðið undir á móti Nate Diaz. McGregor hoppaði upp um tvo þyngdarflokka og það var of mikið fyrir hann.
Sjá einnig:Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið
„Ég kom á fullu inn í bardagann og gaf allt mitt í þetta. Ég tók áhættu og það gekk ekki upp. Ég mun aldrei afsaka það að hafa tekið áhættu," skrifaði Conor McGregor á Instagram-síðu sína.
„Ég mun taka þessu tapi eins og karlmaður. Ég mun ekki fara í felur. Látið mig vita ef einhver annar meistari hoppar upp um tvo þyngdarflokka. Ef þið eruð orðin leið á því að heyra mig tala um peninga, fáið ykkur bara lúr," skrifaði Conor McGregor.
„Takk fyrir stuðninginn en þið hinir getið étið það sem úti frýs. Ég elska þetta allt og ég fæ mér áfram steik í morgunmat," skrifaði Conor McGregor.
Sjá einnig:Svona vann Diaz Conor | Sjáðu bardagann í heild sinni
„Ég hef verið í stöðu sem þessari oft áður. Ég mun drekka allt í mig og koma sterkari til baka," skrifaði McGregor áður en hann notaði líka tækfiærið og lét Jose Aldo heyra það.
„Aldo þú ert gunga. Þegar sagan verður skrifuð þá mun þar standa að ég lét sjá mig en þú birtist bara á Twitter. Ég mun aldrei flýja áskorun eða hlaupa frá mótlæti. Nate, ég mun hitta þig aftur," skrifaði Conor McGregor að lokum.