San Antonio Spurs heldur áfram að bæta við sig mannskap fyrir úrslitakeppnina í NBA-deildinni.
Í lok febrúar samdi San Antonio við leikstjórnandann reynda Andre Miller og nú er liðið búið að bæta skotbakverðinum Kevin Martin í hópinn. Miller og Martin léku síðast með Minnesota Timberwolves.
Martin er afbragðs þriggja stiga skytta þótt hann hafi ekki hitt vel í vetur. Martin er með 38,5% þriggja stiga nýtingu á ferlinum en hann kom inn í deildina árið 2004.
Martin hóf NBA-ferilinn með Sacramento Kings og lék með liðinu í sex tímabil áður en hann færði sig yfir til Houston Rockets. Martin lék með Oklahoma City Thunder tímabilið 2012-13 en að því loknu gekk hann til liðs við Minnesota.
San Antonio er í 2. sæti Vesturdeildarinnar en liðið hefur unnið 52 af 61 leik sínum í vetur.
San Antonio heldur áfram að safna liði
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn




Miðarnir langdýrastir hjá Fulham
Enski boltinn



Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum
Enski boltinn