Körfubolti

Öruggt hjá James og félögum | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James skoraði 19 stig gegn Washington í nótt.
James skoraði 19 stig gegn Washington í nótt. vísir/afp
Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers unnu öruggan sigur á Washington Wizards á heimavelli, 108-83.

James skoraði 19 stig, tók 13 fráköst og gaf sjö stoðsendingar en hann var hvíldur í 4. leikhluta. Kyrie Irving var stigahæstur í liði Cleveland með 21 stig en hann gaf auk þess átta stoðsendingar.

Stórleikur Damian Lillard dugði Portland Trail Blazers ekki til sigurs gegn Toronto Raptors.

Lillard skoraði hvorki fleiri né færri en 50 stig en hann hitti úr 16 af 28 skotum sínum í leiknum sem Toronto vann, 117-115. Þetta var tólfti sigur Toronto í röð á heimavelli en liðið er í 2. sæti Austurdeildarinnar.

DeMar DeRozan var atkvæðamestur í liði Toronto með 38 stig en Kyle Lowry kom næstur með 28 stig.

Boston Celtics vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið lagði New York Knicks á heimavelli, 105-104.

Isiah Thomas skoraði 32 stig og gaf átta stoðsendingar í liði Boston en Evan Turner kom næstur með 21 stig.

Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir New York en þau dugðu ekki til.

Úrslitin í nótt:

Cleveland 108-83 Washington

Toronto 117-115 Portland

Boston 105-104 New York

Charlotte 108-101 Indiana

Orlando 84-102 Phoenix

Philadelphia 102-112 Miami

Memphis 94-88 Utah

Milwaukee 116-101 Minnesota

Denver 120-121 Brooklyn

LA Lakers 77-106 Atlanta

Lillard átti magnaðan leik Isiah Thomas og Carmelo Anthony sýndu flott takta í Boston Flottustu tilþrif næturinnar
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×