Logi handleggsbrotinn og tímabilið í hættu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2016 10:53 Logi í leik með Njarðvík. Vísir Logi Gunnarsson, bakvörður Njarðvíkur, handleggsbrotnaði í leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í gær. Atvikið átti sér stað í fyrsta leikhluta en Logi kláraði engu að síður leikinn. „Þetta gerðist snemma í leiknum. Ég var að keyra inn að körfunni og það var einhver sem lamdi á höndina. Þetta var bara alger óheppni,“ sagði Logi sem sagði að hann hefði vitað strax að hann væri brotinn. Hann er í gipsi í dag. „Ég sá að beinið stóð út af. Við teipuðum þetta í hálfleik og ég reyndi bara að drippla með vinstri og spila vörn það sem eftir var af leiknum.“Sjá einnig: Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Leikurinn gegn Þór var æsispennandi og réðst ekki fyrr en á lokasekúndunum. Njarðvík fékk tækifæri til að jafna leikinn í síðustu sókninni en Logi, einn besti skotmaður landsins, tók eðlilega ekki skotið. „Þetta gekk ágætlega þrátt fyrir allt. Við vorum að spila gegn sterku liði og auðvitað hefði maður viljað taka skot í lokin enda mikilvægar sóknir. En það var bara ekki hægt.“ „Ég reyndi bara að gera mitt besta í vörninni og stöðva útlendinginn [Vance Hall] þeirra. Það gekk á köflum ágætlega. Ég reyndi bara að aðstoða eins og ég gat.“ Hann segir óvíst hvort hann spili aftur á leiktíðinni eða þá hvenær. „Ég hef verið mjög hepppinn með meiðsli í gegnum tíðina og þekki bara ekki hvernig svona lagað gengur fyrir sig - hvort ég megi spila strax þegar ég losna við gipsið. Ég hitti vonandi sérfræðing í dag.“Sjá einnig: Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Njarðvíkurliðið hefur mátt þola ýmis skakkaföll í vetur en það hófst þegar Stefan Bonneau meiddist á undirbúningstímabilinu. Þá missti Haukur Helgi Pálsson af leiknum í gær vegna meiðsla. „Stundum er þetta bara svona. Það kemur eitt á eftir öðru. Við vonum samt að Haukur komi til baka. Við höfum verið vængbrotnir en samt náðum við næstum því að vinna sterkt lið Þórs í gær. Það þýðir ekkert annað að verja bjartsýnir, þrátt fyrir að tímasetningin á meiðslunum sé hundleiðinleg.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. 1. mars 2016 19:56 Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Njarðvík 80-77 | Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Þórsarar unnu Njarðvíkinga í lokaleik 20. umferðar Domino´s deildar karla eftir æsispennandi leik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. 4. mars 2016 21:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira
Logi Gunnarsson, bakvörður Njarðvíkur, handleggsbrotnaði í leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í gær. Atvikið átti sér stað í fyrsta leikhluta en Logi kláraði engu að síður leikinn. „Þetta gerðist snemma í leiknum. Ég var að keyra inn að körfunni og það var einhver sem lamdi á höndina. Þetta var bara alger óheppni,“ sagði Logi sem sagði að hann hefði vitað strax að hann væri brotinn. Hann er í gipsi í dag. „Ég sá að beinið stóð út af. Við teipuðum þetta í hálfleik og ég reyndi bara að drippla með vinstri og spila vörn það sem eftir var af leiknum.“Sjá einnig: Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Leikurinn gegn Þór var æsispennandi og réðst ekki fyrr en á lokasekúndunum. Njarðvík fékk tækifæri til að jafna leikinn í síðustu sókninni en Logi, einn besti skotmaður landsins, tók eðlilega ekki skotið. „Þetta gekk ágætlega þrátt fyrir allt. Við vorum að spila gegn sterku liði og auðvitað hefði maður viljað taka skot í lokin enda mikilvægar sóknir. En það var bara ekki hægt.“ „Ég reyndi bara að gera mitt besta í vörninni og stöðva útlendinginn [Vance Hall] þeirra. Það gekk á köflum ágætlega. Ég reyndi bara að aðstoða eins og ég gat.“ Hann segir óvíst hvort hann spili aftur á leiktíðinni eða þá hvenær. „Ég hef verið mjög hepppinn með meiðsli í gegnum tíðina og þekki bara ekki hvernig svona lagað gengur fyrir sig - hvort ég megi spila strax þegar ég losna við gipsið. Ég hitti vonandi sérfræðing í dag.“Sjá einnig: Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Njarðvíkurliðið hefur mátt þola ýmis skakkaföll í vetur en það hófst þegar Stefan Bonneau meiddist á undirbúningstímabilinu. Þá missti Haukur Helgi Pálsson af leiknum í gær vegna meiðsla. „Stundum er þetta bara svona. Það kemur eitt á eftir öðru. Við vonum samt að Haukur komi til baka. Við höfum verið vængbrotnir en samt náðum við næstum því að vinna sterkt lið Þórs í gær. Það þýðir ekkert annað að verja bjartsýnir, þrátt fyrir að tímasetningin á meiðslunum sé hundleiðinleg.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. 1. mars 2016 19:56 Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Njarðvík 80-77 | Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Þórsarar unnu Njarðvíkinga í lokaleik 20. umferðar Domino´s deildar karla eftir æsispennandi leik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. 4. mars 2016 21:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira
Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld. 1. mars 2016 19:56
Stefan Bonneau spilar með b-liði Njarðvíkur í kvöld Stefan Bonneau snýr aftur á körfuboltavöllinn í kvöld þegar hann mun spila með b-liði Njarðvíkur í 2. deildinni. 1. mars 2016 19:36
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Njarðvík 80-77 | Fullt hús hjá Einari Árna á móti Njarðvík Þórsarar unnu Njarðvíkinga í lokaleik 20. umferðar Domino´s deildar karla eftir æsispennandi leik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. 4. mars 2016 21:30