Barcelona vann sinn ellefta leik í röð í spænsku 1. deildinni í fótbolta þegar liðið rúllaði yfir Eibar, 0-4, á útivelli í dag.
Börsungar eiga spænska meistaratitilinn vísan en liðið er með 11 stiga forskot á Atlético Madrid sem er í 2. sæti. Tólf stigum munar svo a Barcelona og Real Madrid sem er í 3. sætinu.
Lionel Messi skoraði tvívegis fyrir Barcelona í dag og þeir Munir El Haddadi og Luís Suárez gerðu sitt markið hvor.
MSN-tríóið ógurlega (Messi, Suárez og Neymar) hefur nú skorað samtals 100 mörk í öllum keppnum á tímabilinu sem er mögnuð tölfræði.
Ellefti sigur Barcelona í röð | MSN-tríóið komið með 100 mörk
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn







Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli
Íslenski boltinn