Mittisbelti og lærhá stígvél hjá Balmain Ritstjórn skrifar 3. mars 2016 22:15 Glamour/Getty Það er óhætt að segja að kvenleikinn hafi verið allsráðandi á sýningu tískuhússins Balmain fyrr í dag. Yfirhönnuðurinn Olivier Rousteign ætlar líka ða leyfa pastellitunum að lifa fram á næsta haust og vetur þar sem mikið var um ljósbleikan og bláan parað saman við svart á tískupallinum. Lærhá stígvél, fallegar blúndur og breið mittisbelti stálu senunni sem og allskonar flaksandi og fínleg efni á borð við silki og rúskinn. Enginn lætur heldur korselett líta jafnvel út og Rousteign. Fatalínan leit vel út og pastellitirnir heilla fyrir komandi misseri, það sem vakti líka athygli voru hárgreiðslur fyrirsætnana en auðvitað stigu Gigi Hadid og Kendall Jenner á stokk, sú fyrri er þekkt fyrir ljósan makka en var orðin dökkhærð og sú síðarnefnda skartaði aflituðum lokkum í stað sinna dökkbrúnu. Hér er nokkur uppáhalds frá Glamour af pöllunum. Gigi Hadid.Kendall JennerRosie Huntington Whiteley BACKSTAGE at the #BALMAINFW16 show Picture by @KevinTachman #BALMAINARMY #INSTASHOOTFW16 A photo posted by BALMAIN (@balmain) on Mar 3, 2016 at 7:44am PST Glamour Tíska Mest lesið Hin sex ára Blue Ivy á málverkauppboði Glamour Fatahönnunarnemar einblína á sjálfbærni í samstarfi við Rauða kross Íslands Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Caitlyn Jenner og MAC safna háum fjárhæðum fyrir trans fólk Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Ricardo Tisci á leiðinni til Versace? Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Steven Meisel myndaði vorherferð Zara Glamour
Það er óhætt að segja að kvenleikinn hafi verið allsráðandi á sýningu tískuhússins Balmain fyrr í dag. Yfirhönnuðurinn Olivier Rousteign ætlar líka ða leyfa pastellitunum að lifa fram á næsta haust og vetur þar sem mikið var um ljósbleikan og bláan parað saman við svart á tískupallinum. Lærhá stígvél, fallegar blúndur og breið mittisbelti stálu senunni sem og allskonar flaksandi og fínleg efni á borð við silki og rúskinn. Enginn lætur heldur korselett líta jafnvel út og Rousteign. Fatalínan leit vel út og pastellitirnir heilla fyrir komandi misseri, það sem vakti líka athygli voru hárgreiðslur fyrirsætnana en auðvitað stigu Gigi Hadid og Kendall Jenner á stokk, sú fyrri er þekkt fyrir ljósan makka en var orðin dökkhærð og sú síðarnefnda skartaði aflituðum lokkum í stað sinna dökkbrúnu. Hér er nokkur uppáhalds frá Glamour af pöllunum. Gigi Hadid.Kendall JennerRosie Huntington Whiteley BACKSTAGE at the #BALMAINFW16 show Picture by @KevinTachman #BALMAINARMY #INSTASHOOTFW16 A photo posted by BALMAIN (@balmain) on Mar 3, 2016 at 7:44am PST
Glamour Tíska Mest lesið Hin sex ára Blue Ivy á málverkauppboði Glamour Fatahönnunarnemar einblína á sjálfbærni í samstarfi við Rauða kross Íslands Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Caitlyn Jenner og MAC safna háum fjárhæðum fyrir trans fólk Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Ricardo Tisci á leiðinni til Versace? Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Steven Meisel myndaði vorherferð Zara Glamour