Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 71-105 | Haukar niðurlægðu Grindvíkinga Sveinn Ólafur Magnússon í Röstinni í Grindavík skrifar 3. mars 2016 20:45 Emil Barja átti frábæran leik mðe Haukum í kvöld. Vísir/Auðunn Grindavík og Haukar mættust í Mustad-höllinni í Grindavík í kvöld en þetta var leikur í tuttugustu umferð í Domino´s-deild karla í körfuknattleik. Grindvíkingar sátu í níunda sæti fyrir leikinn í kvöld en þeir eru í baráttu við Snæfell um að komast í úrslitakeppnina. Haukar voru í fjórða sæti fyrir leikinn í kvöld en þeir hafa verið á mikilli siglingu og unnið fimm síðustu leiki. Haukar byrjuðu leikinn að krafti og gáfu ekkert eftir í upphafi leiks en að sama skapi voru Grindvíkingar hikandi í sýnum aðgerðum. Haukar voru fastir fyrir í vörninni og komust Grindvíkingar lítið áleiðis í sókninni og voru þvingaðir oft á tíðum í erfið skot. Í upphafi var jafnræði með liðunum og greinilegt að mikið væri í húfi en það var aðeins í upphafi. Hægt og rólega sigu Haukamenn fram úr Grindvíkingum og skorðu nánast í hverri sókn meðan fátt gekk upp hjá heimamönnum. Staðan eftir 1. leikhluta var 16-25 Sama var uppi á teningnum í 3. leikhluta, Haukar skrefum á undan í öllu. Undir lok fyrri hálfleik voru Haukamenn komnir með rúm tuttugu stiga forskot og Grindvíkingar vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Það var alveg sama hvað þeir gerðu alltaf fundu Haukar auðvelda körfu. Hvorki gekk né rak hjá Grindvíkingum í fyrri hálfleik og voru þeir oftar en ekki þvingaðir í erfið skot en nokkrum sinnum kom það fyrir að þeir náðu ekki skoti áður en skotklukkan kláraðist. Grindvíkingar réðu ekkert við Emil Barja sem endaði fyrri hálfleikinn með 20 stig en hann klikkaði ekki úr skoti hvort sem var tveggja stiga skot eða þriggja stiga skot, allt fór ofaní. Hjá Grindvíkingum var lítið um fína drætti en það var helst Þorleifur Ólafsson sem spilaði að einhverju viti en hann setti 10 stig í fyrri hálfleik. Staðan eftir fyrri hálfleik var 32-54 fyrir Hauka. Haukar héldu uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleik og juku við forskot sitt. Þeir spiluðu án efa einn af sinn besta leik í vetur eins voru þeir að hitta mjög vel. Segja má að seinni hálfleikurinn hafi verið formsatrið því það var ekkert sem benti til þess að Grindvíkingar ætluðu að gera leik úr þessu í seinni hálfleik. Að loknum 3. leikhluta var staðan orðin 48 - 83 fyrir Hauka og fátt benti til þess að Grindvíkingar gætu snúið við taflinu sér í vil. Grindvíkingar voru ekki bara andlausir heldur einnig kraftlausir og hugmyndasnauðir í sínum leik ekki skal taka af Haukamönnum að þeir spiluðu mjög góða vörn. Til að gera langa sögu stutta gjörsigruðu Haukar Grindvíkinga í kvöld 71 - 105. Maður leiksins var Emil Barja leikmaður Hauka en hann skoraði 35 stig og var með tæplega 90% nýtingu í tveggja - og þriggja stiga skotum. Einnig var Brandon Mobley mjög góður með 21 stig, síðan var allt Haukaliðið að spila vel. Hjá Grindvíkingum var Þorleifur Ólafsson skástur en hann skoraði 12 stig þarf 10 í fyrri hálfleik. Aðrir leikmenn voru mjög langt frá sýnu besta og nú þarf Jóhann Þó Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, stappa stálinu í sína menn fyrir komandi átök.Ívar: Þeir voru fljótir að gefast upp Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka var að vonum ánægður með sýna menn í kvöld “Það fór allt ofaní og við spiluðum vel, vörnin okkar frábær. Við vorum rosalega góðir í kvöld, flottur leikur að okkar hálfu. Þeir voru fljótir að gefast upp þannig að þetta var eiginlega nokkuð auðvelt fyrir okkur”. Sagði Ívar Ásgrímsson eftir stórsigur sinna manna á Grindavík í kvöld. Með sigrinum í kvöld voru haukar að vinna sinn sjötta leik í röð, það hlítur að gleðja Ívar. “Liðið er að spila vel og það er gleði í liðinu. Við erum með breiðan hóp, getum spilað á mörgum mönnum þannig að okkur hlakkar til úrslitakeppninar. Hvað framhaldið varðar þá eigum við eigum Njarðvík í næsta leik og við vitum aða það verður hörkuleikur” Sagði Ívar að lokum.Emil: Það má segja að það hafi all gengið upp hjá okkur í kvöld Emil Barja átti stórleik í kvöld og var frábæra nýtingu og 35 stig ásamt því að spila nánast óaðfinnanlega í vörn og sókn “Þó að ég hafi spilað vel í kvöld þá er þetta liðsíþrótt en ég var að finna mig vel í kvöld. Við erum með svo marga góða skotmenn þannig að þeir þurftu að hafa fyrir að dekka okkur alla. Þeir féllu af mér í kvöld og ég nýtti mér það” sagði Emil Barja, leikmaður Hauka eftir leikinn á móti Grindavík í kvöld. “Við erum komnir í úrslitakeppnisgírinn, við ætlum að halda áfram að spila svona til þess að koma okkur vel fyrir í deildinni fyrir úrslitakeppnina”. Emil er ánægður með þá sigra sem þeir hafa verið að ná upp á síðkastið “Leikurinn okkar datt niður um mitt tímabil þannig að við töluðum um það að við ætluðum að snúa blaðinu við og það hefur gengið eftir. Það má segja að það hafi allt gengið upp hjá okkur í kvöld”. Sagði Emil eftir sigurinn í kvöld.Ólafur: Ég er alveg mát eftir svona leik Ólafur Þór Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga var orðlaus yfir spilamennsku sinna manna í kvöld “Það gekk ekkert hjá okkur í kvöld, menn voru ekki að leggja sig fram hvorki í vörn né sókn. Ofaná það þá vorum við að hitta illa en þeir mjög vel þannig því fór sem fór. Við vorum að eftir í öllum aðgerðum okkar”. Sagði Ólafur Þór Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir slæmt tap á heimavelli í kvöld en liðið er í baráttu um áttunda sætið í deildinni en það er síðasta sætið í úrslitakeppninni. “Ég veit ekki hvert við höfum eitthvað í þessa úrslitakeppni að gera með svona spilamennsku. Við eigum að geta gert betur og höfum sýnt það í vetur en ég er alveg mát eftir þessa frammistöðu okkar í kvöld. Alveg sama hvað við reyndum það gekk ekkert upp hjá okkur”. sagði Ólafur svekktur með leik sinna manna í kvöldTweets by @visirkarfa5 Dominos-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira
Grindavík og Haukar mættust í Mustad-höllinni í Grindavík í kvöld en þetta var leikur í tuttugustu umferð í Domino´s-deild karla í körfuknattleik. Grindvíkingar sátu í níunda sæti fyrir leikinn í kvöld en þeir eru í baráttu við Snæfell um að komast í úrslitakeppnina. Haukar voru í fjórða sæti fyrir leikinn í kvöld en þeir hafa verið á mikilli siglingu og unnið fimm síðustu leiki. Haukar byrjuðu leikinn að krafti og gáfu ekkert eftir í upphafi leiks en að sama skapi voru Grindvíkingar hikandi í sýnum aðgerðum. Haukar voru fastir fyrir í vörninni og komust Grindvíkingar lítið áleiðis í sókninni og voru þvingaðir oft á tíðum í erfið skot. Í upphafi var jafnræði með liðunum og greinilegt að mikið væri í húfi en það var aðeins í upphafi. Hægt og rólega sigu Haukamenn fram úr Grindvíkingum og skorðu nánast í hverri sókn meðan fátt gekk upp hjá heimamönnum. Staðan eftir 1. leikhluta var 16-25 Sama var uppi á teningnum í 3. leikhluta, Haukar skrefum á undan í öllu. Undir lok fyrri hálfleik voru Haukamenn komnir með rúm tuttugu stiga forskot og Grindvíkingar vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Það var alveg sama hvað þeir gerðu alltaf fundu Haukar auðvelda körfu. Hvorki gekk né rak hjá Grindvíkingum í fyrri hálfleik og voru þeir oftar en ekki þvingaðir í erfið skot en nokkrum sinnum kom það fyrir að þeir náðu ekki skoti áður en skotklukkan kláraðist. Grindvíkingar réðu ekkert við Emil Barja sem endaði fyrri hálfleikinn með 20 stig en hann klikkaði ekki úr skoti hvort sem var tveggja stiga skot eða þriggja stiga skot, allt fór ofaní. Hjá Grindvíkingum var lítið um fína drætti en það var helst Þorleifur Ólafsson sem spilaði að einhverju viti en hann setti 10 stig í fyrri hálfleik. Staðan eftir fyrri hálfleik var 32-54 fyrir Hauka. Haukar héldu uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleik og juku við forskot sitt. Þeir spiluðu án efa einn af sinn besta leik í vetur eins voru þeir að hitta mjög vel. Segja má að seinni hálfleikurinn hafi verið formsatrið því það var ekkert sem benti til þess að Grindvíkingar ætluðu að gera leik úr þessu í seinni hálfleik. Að loknum 3. leikhluta var staðan orðin 48 - 83 fyrir Hauka og fátt benti til þess að Grindvíkingar gætu snúið við taflinu sér í vil. Grindvíkingar voru ekki bara andlausir heldur einnig kraftlausir og hugmyndasnauðir í sínum leik ekki skal taka af Haukamönnum að þeir spiluðu mjög góða vörn. Til að gera langa sögu stutta gjörsigruðu Haukar Grindvíkinga í kvöld 71 - 105. Maður leiksins var Emil Barja leikmaður Hauka en hann skoraði 35 stig og var með tæplega 90% nýtingu í tveggja - og þriggja stiga skotum. Einnig var Brandon Mobley mjög góður með 21 stig, síðan var allt Haukaliðið að spila vel. Hjá Grindvíkingum var Þorleifur Ólafsson skástur en hann skoraði 12 stig þarf 10 í fyrri hálfleik. Aðrir leikmenn voru mjög langt frá sýnu besta og nú þarf Jóhann Þó Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, stappa stálinu í sína menn fyrir komandi átök.Ívar: Þeir voru fljótir að gefast upp Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka var að vonum ánægður með sýna menn í kvöld “Það fór allt ofaní og við spiluðum vel, vörnin okkar frábær. Við vorum rosalega góðir í kvöld, flottur leikur að okkar hálfu. Þeir voru fljótir að gefast upp þannig að þetta var eiginlega nokkuð auðvelt fyrir okkur”. Sagði Ívar Ásgrímsson eftir stórsigur sinna manna á Grindavík í kvöld. Með sigrinum í kvöld voru haukar að vinna sinn sjötta leik í röð, það hlítur að gleðja Ívar. “Liðið er að spila vel og það er gleði í liðinu. Við erum með breiðan hóp, getum spilað á mörgum mönnum þannig að okkur hlakkar til úrslitakeppninar. Hvað framhaldið varðar þá eigum við eigum Njarðvík í næsta leik og við vitum aða það verður hörkuleikur” Sagði Ívar að lokum.Emil: Það má segja að það hafi all gengið upp hjá okkur í kvöld Emil Barja átti stórleik í kvöld og var frábæra nýtingu og 35 stig ásamt því að spila nánast óaðfinnanlega í vörn og sókn “Þó að ég hafi spilað vel í kvöld þá er þetta liðsíþrótt en ég var að finna mig vel í kvöld. Við erum með svo marga góða skotmenn þannig að þeir þurftu að hafa fyrir að dekka okkur alla. Þeir féllu af mér í kvöld og ég nýtti mér það” sagði Emil Barja, leikmaður Hauka eftir leikinn á móti Grindavík í kvöld. “Við erum komnir í úrslitakeppnisgírinn, við ætlum að halda áfram að spila svona til þess að koma okkur vel fyrir í deildinni fyrir úrslitakeppnina”. Emil er ánægður með þá sigra sem þeir hafa verið að ná upp á síðkastið “Leikurinn okkar datt niður um mitt tímabil þannig að við töluðum um það að við ætluðum að snúa blaðinu við og það hefur gengið eftir. Það má segja að það hafi allt gengið upp hjá okkur í kvöld”. Sagði Emil eftir sigurinn í kvöld.Ólafur: Ég er alveg mát eftir svona leik Ólafur Þór Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga var orðlaus yfir spilamennsku sinna manna í kvöld “Það gekk ekkert hjá okkur í kvöld, menn voru ekki að leggja sig fram hvorki í vörn né sókn. Ofaná það þá vorum við að hitta illa en þeir mjög vel þannig því fór sem fór. Við vorum að eftir í öllum aðgerðum okkar”. Sagði Ólafur Þór Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir slæmt tap á heimavelli í kvöld en liðið er í baráttu um áttunda sætið í deildinni en það er síðasta sætið í úrslitakeppninni. “Ég veit ekki hvert við höfum eitthvað í þessa úrslitakeppni að gera með svona spilamennsku. Við eigum að geta gert betur og höfum sýnt það í vetur en ég er alveg mát eftir þessa frammistöðu okkar í kvöld. Alveg sama hvað við reyndum það gekk ekkert upp hjá okkur”. sagði Ólafur svekktur með leik sinna manna í kvöldTweets by @visirkarfa5
Dominos-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira