Fatnaðurinn var klæðilegur með þjóðlegu ívafi. Síðir kjólar og pils úr þunnum efnum, stórir hattar og áberandi skartgripir. Litadýrð í bland við svart og silfur.
Það sem þó vakti meiri athygli en fötin sjálf var fjölbreytt fyrirsætuval H&M á tískupallinum en stærstu tískumerkin hafa gjarna verið gagnrýnd fyrir einhæft val þar sem mjóar fyrirsætur með hvíta húð eru yfirleittt í miklum meirihluta.
Sú var ekki raunin í gær hjá H&M. Allskonar líkamsgerðir, húðlitir og aldur mátti sjá á tískupallinum. Stór nöfn á borð við Ashley Graham, Andreja Pejic, Freja Beha, Amber Valletta, Natasha Poly og hin eina sanna Pat Cleveland settu lit á sýninguna sem var hin skemmtilegasta að sjá.
Til fyrirmyndar hjá Svíunum og vonandi fylgja fleiri tískuhús fast á eftir.







