Körfubolti

Ótrúleg endurkoma Clippers í sigri á Thunder | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Los Angeles Clippers vann ótrúlegan sigur á OKC Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 103-98. Liðið var mest 22 stigum undir.

Clippers-liðið skoraði 26 af síðustu 31 stigi leiksins og vann fimm stiga sigur eftir að vera 16 stigum undir þegar sjö mínútur og 30 sekúndur voru eftir. Mögnuð endurkoma. Chris Paul skoraði 21 stig og gaf þrettán stoðsendingar í liði Clippers og DeAndre Jordan skoraði 20 stig og tók 18 fráköst.

Kevin Durant var stigahæstur Oklahoma með 30 stig auk þess sem hann tók ellefu fráköst og gaf fimm stoðsendingar en Russell Westbrook skoraði 24 stig og tók tólf fráköst.

San Antonio er líkt og Golden State ósigrað á heimavelli á tímabilinu en það vann 29. heimasigurinn í röð þegar liðið lagði Detroit í nótt, 97-81.

LaMarcus Aldridge átti stórleik fyrir Spurs og skoraði 23 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst en Kawhi Leonard skoraði 27 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

San Antonio er í öðru sæti vesturdeildarinnar með 51 sigurleik og níu töp, þremur og hálfum leik á eftir meisturum Golden State. Liðið er búið að vinna sex leiki í röð.

Þá fór James Harden á kostum í nótt þegar Houston Rockets vann fimm stiga heimasigur á New Orleans, 100-95. Harden skoraði hvorki fleiri né færri en 39 stig auk þess sem hann tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Úrslit næturinnar:

Orlando Magic - Chicago Bulls 102-89

Phiadelphia 76ers - Charlotte Hornets 99-119

Boston Celtics - Portland Trail Blazers 116-93

Toronto Raptors - Utah Jazz 104-94

Houston Rockets - New Orleans Pelicans 100-95

Memphis Grizzlies - Sacramento Kings 104-98

Milwaukee Bucks - Indiana Pacers 99-104

Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 98-104

San Antonio Spurs - Detroit Pistons 97-101

Denver Nuggets - LA Lakers 117-107

LA Clippers - OKC Thunder 103-98

Staðan í deildinni.

James Harden skorar 39 fyrir Houston: DeMar DeRozan og Kyle Lowry skora 61 saman fyrir Toronto:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×