Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Birgir Olgeirsson skrifar 2. mars 2016 23:09 Fjársterkir aðilar eru sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. V'isir/EPA Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins hafa gagnrýnt auðkýfinginn Donald Trump opinberlega og vilja ekki sjá hann sem forsetaefni flokksins. Trump varð hlutskarpastur Repúblikana á Ofur-þriðjudeginum svokallaða en þar hafði hann sigur í sjö fylkjum Bandaríkjanna í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar. Þessi úrslit setja Trump í ansi vænlega stöðu og allar líkur á að hann verði forsetaefni Repúblikana ef fram heldur sem horfir. Þingmaður Repúblikana, Lindsey Graham, varaði við því í dag að ef Trump yrði valinn forsetaefni flokksins þá myndi hann tapa í forsetakosningunum fyrir frambjóðanda Demókrata. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá því á vef sínum að búist sé við því að fyrrverandi forsetaefni Repúblikana, Mitt Romney, muni gagnrýna Trump harkalega í ræðu sem hann mun flytja á morgun.Herja ekki á fordóma fólksForseti bandaríska þingsins, Repúblikaninn Paul Ryan, hefur einnig talað gegn umdeildri stefnu Trump undanfarna daga. „Við verðum að afneita þeim hópi eða málstað sem er byggður á fordómum. Þessi flokkur herjar ekki á fordóma fólks,“ sagði Paul Ryan, en hörð stefna Trumps gegn innflytjendum er sögð höfða til íhaldsarms flokksins. Donald Trump hefur gengið illa að afneita David Duke sem lýsti yfir stuðningi við Trump fyrir skemmstu. Duke þessi er leiðtogi Ku Klux Klan samtakanna en leiðtogi Repúblikana á bandaríska þinginu, Mitch McConnell , tók það skýrt fram nýverið að allir þingmenn Repúblikana fordæmdu David Duke og samtökin sem hann leiðir.Andstaðan sögð mikilÞá hefur Peter King, þingmaður Repúblikana, gantast með það opinberlega að hann muni segja skilið við stjórnmál ef Trump verður valinn forsetaefni flokksins. New York Times greindi frá því að fjársterkir aðilar sem styðja Repúblikana séu nú þegar farnir að íhuga að afla fjár til að vinna gegn Trump. Hjá Demókrötum er Hillary Clinton sigurstranglegust eftir að hafa hlotið flest atkvæði í sjö fylkjum Bandaríkjanna á Ofur-þriðjudeginum og náði þar með góðu forskoti á helsta keppinaut sinn Bernie Sanders. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bæði Clinton og Sanders myndu hafa betur gegn Trump Bæði Marco Rubio og Ted Cruz myndu hafa betur gegn Hillary Clinton samkvæmt nýrri könnun CNN. 1. mars 2016 11:56 John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29 Sigur Hillary aldrei í hættu Utanríkisráðherrann fyrrverandi hlaut um þrjá fjórðu hluta atkvæða í Suður-Karólínu 28. febrúar 2016 09:12 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins hafa gagnrýnt auðkýfinginn Donald Trump opinberlega og vilja ekki sjá hann sem forsetaefni flokksins. Trump varð hlutskarpastur Repúblikana á Ofur-þriðjudeginum svokallaða en þar hafði hann sigur í sjö fylkjum Bandaríkjanna í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar. Þessi úrslit setja Trump í ansi vænlega stöðu og allar líkur á að hann verði forsetaefni Repúblikana ef fram heldur sem horfir. Þingmaður Repúblikana, Lindsey Graham, varaði við því í dag að ef Trump yrði valinn forsetaefni flokksins þá myndi hann tapa í forsetakosningunum fyrir frambjóðanda Demókrata. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá því á vef sínum að búist sé við því að fyrrverandi forsetaefni Repúblikana, Mitt Romney, muni gagnrýna Trump harkalega í ræðu sem hann mun flytja á morgun.Herja ekki á fordóma fólksForseti bandaríska þingsins, Repúblikaninn Paul Ryan, hefur einnig talað gegn umdeildri stefnu Trump undanfarna daga. „Við verðum að afneita þeim hópi eða málstað sem er byggður á fordómum. Þessi flokkur herjar ekki á fordóma fólks,“ sagði Paul Ryan, en hörð stefna Trumps gegn innflytjendum er sögð höfða til íhaldsarms flokksins. Donald Trump hefur gengið illa að afneita David Duke sem lýsti yfir stuðningi við Trump fyrir skemmstu. Duke þessi er leiðtogi Ku Klux Klan samtakanna en leiðtogi Repúblikana á bandaríska þinginu, Mitch McConnell , tók það skýrt fram nýverið að allir þingmenn Repúblikana fordæmdu David Duke og samtökin sem hann leiðir.Andstaðan sögð mikilÞá hefur Peter King, þingmaður Repúblikana, gantast með það opinberlega að hann muni segja skilið við stjórnmál ef Trump verður valinn forsetaefni flokksins. New York Times greindi frá því að fjársterkir aðilar sem styðja Repúblikana séu nú þegar farnir að íhuga að afla fjár til að vinna gegn Trump. Hjá Demókrötum er Hillary Clinton sigurstranglegust eftir að hafa hlotið flest atkvæði í sjö fylkjum Bandaríkjanna á Ofur-þriðjudeginum og náði þar með góðu forskoti á helsta keppinaut sinn Bernie Sanders.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bæði Clinton og Sanders myndu hafa betur gegn Trump Bæði Marco Rubio og Ted Cruz myndu hafa betur gegn Hillary Clinton samkvæmt nýrri könnun CNN. 1. mars 2016 11:56 John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29 Sigur Hillary aldrei í hættu Utanríkisráðherrann fyrrverandi hlaut um þrjá fjórðu hluta atkvæða í Suður-Karólínu 28. febrúar 2016 09:12 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bæði Clinton og Sanders myndu hafa betur gegn Trump Bæði Marco Rubio og Ted Cruz myndu hafa betur gegn Hillary Clinton samkvæmt nýrri könnun CNN. 1. mars 2016 11:56
John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29
Sigur Hillary aldrei í hættu Utanríkisráðherrann fyrrverandi hlaut um þrjá fjórðu hluta atkvæða í Suður-Karólínu 28. febrúar 2016 09:12
Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18