Búið að opna kjörstaði á Ofurþriðjudeginum vestanhafs Atli Ísleifsson skrifar 1. mars 2016 13:56 Kjörstaðir voru opnaðir í Virginíu-ríki klukkan sex að staðartíma í morgun. Vísir/AFP Forkosningar Demókrata og Repúblikana eru hafnar í mörgum þeirra tólf ríkja þar sem skera á úr um í dag hvern meðlimir flokkanna vilja sjá sem frambjóðanda síns flokks. Samtals er kosið í tólf ríkjum, en báðir flokkar halda forkosningar í Minnesota, Massachusetts, Vermont, Virginíu, Tennessee, Georgíu, Alabama, Arkansas, Oklahoma og Texas. Við viðbótar fara forkosningar Repúblikana í Alaska og Demókrata í Colorado fram í dag. Líklegt þykir að línur komi til með að skýrast varðandi hverjir verða frambjóðendur flokkanna að loknum þessum Ofurþriðjudegi svokallaða. Eftir að forkosningar flokkanna hafa farið fram í fjórum ríkjum leiðir Donald Trump Repúblikanamegin, en Hillary Clinton hjá Demókrötum. Kjörstaðir voru opnaðir í Virginíu klukkan sex að staðartíma í morgun, eða klukkan ellefu að íslenskum tíma. Í frétt BBC segir að Repúblikaninn Ted Cruz megi ekki við því að tapa í heimaríki sínu, Texas, ætli hann sér að hljóta tilnefningu síns flokks. Sömuleiðis er talið að ef Trump verði undir í Massachusetts, þar sem „hófsamir“ kjósendur eru í meirihluta, kunni það að draga nokkuð kraftinn úr kosningabaráttu auðjöfursins sem hefur haft mikinn vind í seglunum að undanförnu. Clinton vonast til að bæta við forskot sitt á Bernie Sanders, en hún vann mikinn sigur í Suður-Karólínu í síðustu viku. Bandaríkjamenn munu kjósa sér nýjan forseta þriðjudaginn 8. nóvember næstkomandi og tekur nýr forseti við embætti þann 20. janúar 2017.It's Super Tuesday, a huge moment in the US Presidential Election. But what is it and why does it matter?Posted by Sky News on Tuesday, 1 March 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stærsti dagur kosningabaráttunnar Í Bandaríkjunum er í dag hinn svonefndi "ofurþriðjudagur”, en þann dag efna bæði repúblikanar og demókratar til forkosninga í samtals fjórtán af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. 1. mars 2016 07:00 Bæði Clinton og Sanders myndu hafa betur gegn Trump Bæði Marco Rubio og Ted Cruz myndu hafa betur gegn Hillary Clinton samkvæmt nýrri könnun CNN. 1. mars 2016 11:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Forkosningar Demókrata og Repúblikana eru hafnar í mörgum þeirra tólf ríkja þar sem skera á úr um í dag hvern meðlimir flokkanna vilja sjá sem frambjóðanda síns flokks. Samtals er kosið í tólf ríkjum, en báðir flokkar halda forkosningar í Minnesota, Massachusetts, Vermont, Virginíu, Tennessee, Georgíu, Alabama, Arkansas, Oklahoma og Texas. Við viðbótar fara forkosningar Repúblikana í Alaska og Demókrata í Colorado fram í dag. Líklegt þykir að línur komi til með að skýrast varðandi hverjir verða frambjóðendur flokkanna að loknum þessum Ofurþriðjudegi svokallaða. Eftir að forkosningar flokkanna hafa farið fram í fjórum ríkjum leiðir Donald Trump Repúblikanamegin, en Hillary Clinton hjá Demókrötum. Kjörstaðir voru opnaðir í Virginíu klukkan sex að staðartíma í morgun, eða klukkan ellefu að íslenskum tíma. Í frétt BBC segir að Repúblikaninn Ted Cruz megi ekki við því að tapa í heimaríki sínu, Texas, ætli hann sér að hljóta tilnefningu síns flokks. Sömuleiðis er talið að ef Trump verði undir í Massachusetts, þar sem „hófsamir“ kjósendur eru í meirihluta, kunni það að draga nokkuð kraftinn úr kosningabaráttu auðjöfursins sem hefur haft mikinn vind í seglunum að undanförnu. Clinton vonast til að bæta við forskot sitt á Bernie Sanders, en hún vann mikinn sigur í Suður-Karólínu í síðustu viku. Bandaríkjamenn munu kjósa sér nýjan forseta þriðjudaginn 8. nóvember næstkomandi og tekur nýr forseti við embætti þann 20. janúar 2017.It's Super Tuesday, a huge moment in the US Presidential Election. But what is it and why does it matter?Posted by Sky News on Tuesday, 1 March 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stærsti dagur kosningabaráttunnar Í Bandaríkjunum er í dag hinn svonefndi "ofurþriðjudagur”, en þann dag efna bæði repúblikanar og demókratar til forkosninga í samtals fjórtán af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. 1. mars 2016 07:00 Bæði Clinton og Sanders myndu hafa betur gegn Trump Bæði Marco Rubio og Ted Cruz myndu hafa betur gegn Hillary Clinton samkvæmt nýrri könnun CNN. 1. mars 2016 11:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Stærsti dagur kosningabaráttunnar Í Bandaríkjunum er í dag hinn svonefndi "ofurþriðjudagur”, en þann dag efna bæði repúblikanar og demókratar til forkosninga í samtals fjórtán af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. 1. mars 2016 07:00
Bæði Clinton og Sanders myndu hafa betur gegn Trump Bæði Marco Rubio og Ted Cruz myndu hafa betur gegn Hillary Clinton samkvæmt nýrri könnun CNN. 1. mars 2016 11:56