Kem til með að gista í miðjum frumskógi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 1. mars 2016 09:00 Davíð Arnar Oddgeirsson myndbandsframleiðandi er á leið til Suður-Afríku þar sem hann kemur til með að festa á filmu ævintýri ferðarinnar. vísir/Ernir „Ég er að fara til Höfðaborgar í Suður- Afríku, til að taka upp myndefni sem ég kem svo til með að vinna eftir að ég kem heim. Þetta mun vera ferðasaga, eða myndbandsdagbók sem verður sýnd á vísi. Ég hef sett mig í samband við lókal strák í Höfðaborg sem er sjálfur að framleiða myndbönd ásamt því að vera mikill ævintýramaður. Við erum búnir að skipuleggja alls konar hluti til að gera saman. Það sem mér finnst svo fallegt við þetta er að einhver aðili hinum megin á hnettinum sem ég hef aldrei hitt áður er tilbúinn að hjálpa mér með þetta verkefni, ásamt því að aðstoða við upptöku og framleiðslu,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson framleiðandi aðspurður um ferðalagið. Það er óhætt að segja að dagskrá ferðarinnar sé vel pökkuð og fram undan sé skrautlegt og viðburðaríkt ferðalag, þar sem Davíð kemur til með að upplifa framandi ævintýri á næstu tveimur vikum. „Það sem við ætlum að gera er að fara í hæsta „free fall“ teygjustökk í heimi, köfun með hákörlum, förum í mörgæsaferð, bátsferð þar sem við munum kafa og veiða fisk með spjótum, svifvængjaflug yfir Höfðaborg frá Lions Head sem er vinsælasta gönguleiðin þarna og býður upp á frábært 360 gráðu útsýni yfir borgina. Við munum síðan fara í þriggja daga ferðalag meðfram austurströndinni og gista þar í sumarhúsi sem er í miðjum frumskógi. Dagskráin er því vel pökkuð af alls konar skemmtilegum hlutum til að gera og upplifa,“ segir hann spenntur fyrir ferðalaginu. Davíð Arnar hefur framleitt myndefni um nokkurra ára skeið. Hann framleiddi þættina Illa farnir ásamt félögum sínum Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve. Þættirnir voru sýndir á Vísi við góðar undirtektir, en þeir fjölluðu um ferðalag þeirra félaga um framandi slóðir bæði á Íslandi og í Tyrklandi. „Ég hef verið að framleiða myndefni í nokkur ár og oftar en ekki fylgja því einhver ferðalög, bæði hér heima og erlendis. Ferðalög og myndbandsframleiðsla haldast ansi vel í hendur og með því að skoða fleiri staði og fara á nýjar slóðir þá ertu alltaf að fá nýtt efni til að vinna með. Auðvitað er ég líka að ferðast til að upplifa nýja hluti, kynnast nýju fólki og skoða heiminn. Það að geta tvinnað þetta svona saman, það er að segja að taka upp myndbönd, sem getur skapað virði fyrir aðra sem eru þá tilbúnir að taka þátt í verkefninu, er algjör snilld og gerir það að verkum að þetta ferðalag varð að veruleika,“ segir Davíð Arnar léttur í bragði og bætir við að hann komi til með að vera virkur á Snapchat og fólki sé velkomið að fylgjast með ferðalagi hans þar undir notandanafninu davidoddgeirs. Lífið Tengdar fréttir Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
„Ég er að fara til Höfðaborgar í Suður- Afríku, til að taka upp myndefni sem ég kem svo til með að vinna eftir að ég kem heim. Þetta mun vera ferðasaga, eða myndbandsdagbók sem verður sýnd á vísi. Ég hef sett mig í samband við lókal strák í Höfðaborg sem er sjálfur að framleiða myndbönd ásamt því að vera mikill ævintýramaður. Við erum búnir að skipuleggja alls konar hluti til að gera saman. Það sem mér finnst svo fallegt við þetta er að einhver aðili hinum megin á hnettinum sem ég hef aldrei hitt áður er tilbúinn að hjálpa mér með þetta verkefni, ásamt því að aðstoða við upptöku og framleiðslu,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson framleiðandi aðspurður um ferðalagið. Það er óhætt að segja að dagskrá ferðarinnar sé vel pökkuð og fram undan sé skrautlegt og viðburðaríkt ferðalag, þar sem Davíð kemur til með að upplifa framandi ævintýri á næstu tveimur vikum. „Það sem við ætlum að gera er að fara í hæsta „free fall“ teygjustökk í heimi, köfun með hákörlum, förum í mörgæsaferð, bátsferð þar sem við munum kafa og veiða fisk með spjótum, svifvængjaflug yfir Höfðaborg frá Lions Head sem er vinsælasta gönguleiðin þarna og býður upp á frábært 360 gráðu útsýni yfir borgina. Við munum síðan fara í þriggja daga ferðalag meðfram austurströndinni og gista þar í sumarhúsi sem er í miðjum frumskógi. Dagskráin er því vel pökkuð af alls konar skemmtilegum hlutum til að gera og upplifa,“ segir hann spenntur fyrir ferðalaginu. Davíð Arnar hefur framleitt myndefni um nokkurra ára skeið. Hann framleiddi þættina Illa farnir ásamt félögum sínum Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve. Þættirnir voru sýndir á Vísi við góðar undirtektir, en þeir fjölluðu um ferðalag þeirra félaga um framandi slóðir bæði á Íslandi og í Tyrklandi. „Ég hef verið að framleiða myndefni í nokkur ár og oftar en ekki fylgja því einhver ferðalög, bæði hér heima og erlendis. Ferðalög og myndbandsframleiðsla haldast ansi vel í hendur og með því að skoða fleiri staði og fara á nýjar slóðir þá ertu alltaf að fá nýtt efni til að vinna með. Auðvitað er ég líka að ferðast til að upplifa nýja hluti, kynnast nýju fólki og skoða heiminn. Það að geta tvinnað þetta svona saman, það er að segja að taka upp myndbönd, sem getur skapað virði fyrir aðra sem eru þá tilbúnir að taka þátt í verkefninu, er algjör snilld og gerir það að verkum að þetta ferðalag varð að veruleika,“ segir Davíð Arnar léttur í bragði og bætir við að hann komi til með að vera virkur á Snapchat og fólki sé velkomið að fylgjast með ferðalagi hans þar undir notandanafninu davidoddgeirs.
Lífið Tengdar fréttir Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46