Enn hefur ekki fengist staðfest hvort að Íslendingur hafi særst í árásinni, en svo sögðu yfirvöld í Tyrklandi í tilkynningu. Borgaraþjónusta Utanríkisráðuneytisins hefur reynt að fá staðfest að svo sé.
Stjórnvöld í Ísrael segja að vísbendingar bendi til að árásin hafi verið framkvæmd af Íslamska ríkinu, en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, segir of snemmt að segja til um það.
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni, sem er fjórða hryðjuverkaárásin í Tyrklandi á þessu ári og sú sjötta frá því í júlí. Bæði uppreisnarmenn meðal Kúrda og vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert árásir í Tyrklandi.
Myndbönd af árásinni hafa verið birt af fjölmiðlum í Tyrklandi og eru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þar má sjá karlmann ganga á Istiklal Caddesi, vinsælli verslunargötu, og sprengja sig í loft upp meðal fólks. Venjulega er mikil mannmergð á verslunargötunni, en árásin var framkvæmd það snemma í morgun, um klukkan níu, að enn var tiltölulega fámennt þar.
Vert er að vara við því að myndböndin gætu vakið óhug meðal lesenda.
Moment bomb explodes on #Istanbul street. #Turkey pic.twitter.com/hVRTqDAXgX
— Jon Williams (@WilliamsJon) March 19, 2016
Siyalı adam patlatıyor kendini #Taksim #DankeSchönDeutschland #İstikrardanPatlıyoruz pic.twitter.com/BBD77nm168
— beşiktaşın bartosu (@elbarto_rbl) March 19, 2016