Coleman með mikla yfirburði í baráttu Bandaríkjamannanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2016 17:00 Al'lonzo Coleman. Vísir/Anton Stjarnan og Njarðvík mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta og mun Stöð 2 Sport sýna leikinn beint frá Ásgarði í Garðabæ. Stjarnan endaði fimm sætum ofar en Njarðvíkurliðið í deildarkeppninni og Garðbæingar unnu líka báðar viðureignir liðanna , með 10 stigum í Garðabæ og með 2 stigum í Njarðvík. Það munaði mikið um framlög Bandaríkjamannsins Al'lonzo Coleman í innbyrðisleikjum liðanna og þá sérstaklega um það hversu miklu betri tölur Coleman var með miðað við bandaríska leikmanninn í liði Njarðvíkur. Njarðvíkingar mættu með tvo mismundandi Kana í leikina en hvorugur þeirra náði sér á strik gegn Coleman og félögum í Stjörnunni. Al'lonzo Coleman skoraði þannig 20 stigum meira (40-20) og tók 9 fráköstum meira (23-14) en Bandaríkjamennirnir í Njarðvík í tveimur deildarleikjum liðanna. Coleman var ennfremur með framlag upp á samtals 59 í leikjunum tveimur en kanarnir í Njarðvík voru með samanlagt 36 stigum minna framlag (23) í þessum tveimur tapleikjum.Framlag Bandaríkjamanna liðanna í leikjum Stjörnunnar og Njarðvíkur:Coleman +20 Stig (40-20)Coleman +9 Fráköst (23-14)Coleman +5 Stoðsendingar (16-10)Coleman +4 Stolnir boltar (5-1)Coleman +36 Framlag (59-23) Marquise Simmons (9 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar) lék fyrri leikinn fyrir Njarðvík og Jeremy Martez Atkinson (11 stig, 5 fráköst, 6 stoðsendingar) þann síðari. Jeremy Martez Atkinson var með Stjörnumönnum í fyrravetur og mætir í kvöld í fyrsta sinn í Ásgarð síðan að hann samdi við Njarðvíkinga. Það verður athyglisvert að fylgjast með Atkinson í kvöld en fyrri leikurinn á móti Stjörnunni var eini leikur hans í Domino´s deildinni í vetur þar sem hann náði ekki tuttugu í framlagi. Atkinson var með 25,5 stig, 14,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkinga og hefur hækkað framlag sitt í þremur leikjum í röð. Njarðvíkingar vita að ætli þeir að vinna Njarðvík þá þurfa þeir alvöru framlag frá Bandaríkjamanninum sínum. Leikur Stjörnunnar og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport en Körfuboltakvöld frá Ásgarði hefst klukkan 18.30 og Kjartan Atli og félagar verða einnig í loftinu eftir leikinn.Meðalskor Njarðvíkinga í leikjunum tveimur á móti Stjörnunni í vetur: Maciej Stanislav Baginski 21,5 Oddur Rúnar Kristjánsson 21,0 Haukur Helgi Pálsson 20,0 Logi Gunnarsson 18,0Bandaríkjamennirnir 10,0 (Marquise Simmons 9, Jeremy Martez Atkinson 11) Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00 Kunna Haukarnir betur á Vance Hall en önnur lið? Vance Hall skoraði aðeins 15,5 stig að meðaltali í deildarleikjunum á móti Haukum í vetur og Þórsliðið fékk skell í báðum leikjunum. 18. mars 2016 16:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Stjarnan og Njarðvík mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta og mun Stöð 2 Sport sýna leikinn beint frá Ásgarði í Garðabæ. Stjarnan endaði fimm sætum ofar en Njarðvíkurliðið í deildarkeppninni og Garðbæingar unnu líka báðar viðureignir liðanna , með 10 stigum í Garðabæ og með 2 stigum í Njarðvík. Það munaði mikið um framlög Bandaríkjamannsins Al'lonzo Coleman í innbyrðisleikjum liðanna og þá sérstaklega um það hversu miklu betri tölur Coleman var með miðað við bandaríska leikmanninn í liði Njarðvíkur. Njarðvíkingar mættu með tvo mismundandi Kana í leikina en hvorugur þeirra náði sér á strik gegn Coleman og félögum í Stjörnunni. Al'lonzo Coleman skoraði þannig 20 stigum meira (40-20) og tók 9 fráköstum meira (23-14) en Bandaríkjamennirnir í Njarðvík í tveimur deildarleikjum liðanna. Coleman var ennfremur með framlag upp á samtals 59 í leikjunum tveimur en kanarnir í Njarðvík voru með samanlagt 36 stigum minna framlag (23) í þessum tveimur tapleikjum.Framlag Bandaríkjamanna liðanna í leikjum Stjörnunnar og Njarðvíkur:Coleman +20 Stig (40-20)Coleman +9 Fráköst (23-14)Coleman +5 Stoðsendingar (16-10)Coleman +4 Stolnir boltar (5-1)Coleman +36 Framlag (59-23) Marquise Simmons (9 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar) lék fyrri leikinn fyrir Njarðvík og Jeremy Martez Atkinson (11 stig, 5 fráköst, 6 stoðsendingar) þann síðari. Jeremy Martez Atkinson var með Stjörnumönnum í fyrravetur og mætir í kvöld í fyrsta sinn í Ásgarð síðan að hann samdi við Njarðvíkinga. Það verður athyglisvert að fylgjast með Atkinson í kvöld en fyrri leikurinn á móti Stjörnunni var eini leikur hans í Domino´s deildinni í vetur þar sem hann náði ekki tuttugu í framlagi. Atkinson var með 25,5 stig, 14,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkinga og hefur hækkað framlag sitt í þremur leikjum í röð. Njarðvíkingar vita að ætli þeir að vinna Njarðvík þá þurfa þeir alvöru framlag frá Bandaríkjamanninum sínum. Leikur Stjörnunnar og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport en Körfuboltakvöld frá Ásgarði hefst klukkan 18.30 og Kjartan Atli og félagar verða einnig í loftinu eftir leikinn.Meðalskor Njarðvíkinga í leikjunum tveimur á móti Stjörnunni í vetur: Maciej Stanislav Baginski 21,5 Oddur Rúnar Kristjánsson 21,0 Haukur Helgi Pálsson 20,0 Logi Gunnarsson 18,0Bandaríkjamennirnir 10,0 (Marquise Simmons 9, Jeremy Martez Atkinson 11)
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00 Kunna Haukarnir betur á Vance Hall en önnur lið? Vance Hall skoraði aðeins 15,5 stig að meðaltali í deildarleikjunum á móti Haukum í vetur og Þórsliðið fékk skell í báðum leikjunum. 18. mars 2016 16:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00
Kunna Haukarnir betur á Vance Hall en önnur lið? Vance Hall skoraði aðeins 15,5 stig að meðaltali í deildarleikjunum á móti Haukum í vetur og Þórsliðið fékk skell í báðum leikjunum. 18. mars 2016 16:00
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga