Vonar að fjármálaráðherra hafi orðið fótaskortur á tungunni Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2016 13:18 Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýndi bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra á Alþingi í morgun fyrir að setja uppbyggingu nýs Landsspítala í óvissu með yfirlýsingum sínum. Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar gerði yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra varðandi framtíðar staðsetningu Landsspítalans að umtalsefni á Alþingi í morgun. „Það virðist stundum eins og forsætisráðherrann hæstvirtur átti sig ekki á því að ennþá hafa orð hans nokkra vikt og fólk tekur eitthvað mark á þvi,“ sagði Valgerður. Það skipti þess vegna þá sem stjórnuðu Landsspítalanum gífurlega miklu máli að áform um uppbyggingu Landsspítalans stæðust. Uppbygging hans gerðist ekki á einu til þremur árum heldur væri hún margra ára verkefni. „Nú skiptir máli þegar innviðirnir á Landsspítalanum eru eins og raun ber vitni að það sé alveg öruggt að það eigi að halda áfram á þeirri braut sem Alþingi hefur ákveðið,“ sagði Valgerður. Hún hafi því orðið fyrir vonbrigðum með yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í gær. „Það yrði haldið áfram vissulega, sagði hann, en hann væri alltaf til í að hlusta á góðar hugmyndir og sagði í millitíðinni höldum við okkar striki. Virðulegi forseti það er ekki hægt að segja neitt í millitíðinni í þessu dæmi,“ sagði þingmaðurinn. Það verði að vera klárt að stjórnvöld héldu sínu striki varðandi uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. „Ég vona að fjármálaráðherran hæstvirtur komi og staðfesti það að þetta í millitíðinni var svona slip of the tongue, ef ég má þannig að orði komast, afsakið virðulegur forseti,“ sagði Valgerður að lokum og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis botnaði enskuslettu hennar með því að segja: „fótaskortur á tungunni“. Alþingi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýndi bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra á Alþingi í morgun fyrir að setja uppbyggingu nýs Landsspítala í óvissu með yfirlýsingum sínum. Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar gerði yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra varðandi framtíðar staðsetningu Landsspítalans að umtalsefni á Alþingi í morgun. „Það virðist stundum eins og forsætisráðherrann hæstvirtur átti sig ekki á því að ennþá hafa orð hans nokkra vikt og fólk tekur eitthvað mark á þvi,“ sagði Valgerður. Það skipti þess vegna þá sem stjórnuðu Landsspítalanum gífurlega miklu máli að áform um uppbyggingu Landsspítalans stæðust. Uppbygging hans gerðist ekki á einu til þremur árum heldur væri hún margra ára verkefni. „Nú skiptir máli þegar innviðirnir á Landsspítalanum eru eins og raun ber vitni að það sé alveg öruggt að það eigi að halda áfram á þeirri braut sem Alþingi hefur ákveðið,“ sagði Valgerður. Hún hafi því orðið fyrir vonbrigðum með yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í gær. „Það yrði haldið áfram vissulega, sagði hann, en hann væri alltaf til í að hlusta á góðar hugmyndir og sagði í millitíðinni höldum við okkar striki. Virðulegi forseti það er ekki hægt að segja neitt í millitíðinni í þessu dæmi,“ sagði þingmaðurinn. Það verði að vera klárt að stjórnvöld héldu sínu striki varðandi uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. „Ég vona að fjármálaráðherran hæstvirtur komi og staðfesti það að þetta í millitíðinni var svona slip of the tongue, ef ég má þannig að orði komast, afsakið virðulegur forseti,“ sagði Valgerður að lokum og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis botnaði enskuslettu hennar með því að segja: „fótaskortur á tungunni“.
Alþingi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira