Miklar tilfinningar í dómsal þegar hollenska parið var dæmt: Karlinn fékk átta ára dóm en konan sýknuð Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2016 10:03 Efnin sem fundust í húsbílnum. Vísir/GVA Miklar tilfinningar voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar dómur var kveðinn upp yfir hollensku pari sem ákært var fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins síðastliðið haust. Maðurinn var dæmdur til átta og hálfs árs fangelsisvistar en konan var sýknuð. „Þetta er sanngjörn niðurstaða og í samræmi við væntingar,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi konunnar, um sýknudóminn yfir henni en konan brast í grát þegar niðurstaðan var ljós. Guðmundur segir miklar tilfinningar hafa verið í dómsal en konan hafi grátið af létti og einnig vegna þess að maðurinn hennar var dæmdur til átta og hálfs árs fangelsisvistar. „Það er flókið og erfitt að vera eiginkona manns sem er að fá þetta þungan dóm og vera að fara úr landi á sama tíma fljótlega eftir að hafa verið hér saklaus í farbanni í sjö mánuði,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki ljóst hvort ákæruvaldið muni áfrýja dómnum en hann reiknar með að skaðabótakrafa gegn ríkinu verði tekin til skoðunar af hálfu konunnar. „Mér finnst þessi dómur vera mjög afdráttarlaus,“ segir Guðmundur. Fólkið var stöðvað við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA mulningi til viðbótar. Maðurinn játaði sök en konan hefur frá upphafi neitað að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar. Hún hafi einfaldlega talið sig vera í ferðalagi með manni sínum. Tók maðurinn undir með konu sinni. Ákæruvaldið taldi hins vegar frásögn þeirra ótrúverðuga og taldi ekki ganga upp að konan hafi ekki verið meðvituð um hvaða tilgangi förin til Íslands átti að þjóna. Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30 Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27 Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05 Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Fíkniefni fyrir tæpan milljarð: Maðurinn játar en konan neitar áfram sök Parið er á 45. aldursári og kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september síðastliðinn. 17. desember 2015 14:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Miklar tilfinningar voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar dómur var kveðinn upp yfir hollensku pari sem ákært var fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins síðastliðið haust. Maðurinn var dæmdur til átta og hálfs árs fangelsisvistar en konan var sýknuð. „Þetta er sanngjörn niðurstaða og í samræmi við væntingar,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi konunnar, um sýknudóminn yfir henni en konan brast í grát þegar niðurstaðan var ljós. Guðmundur segir miklar tilfinningar hafa verið í dómsal en konan hafi grátið af létti og einnig vegna þess að maðurinn hennar var dæmdur til átta og hálfs árs fangelsisvistar. „Það er flókið og erfitt að vera eiginkona manns sem er að fá þetta þungan dóm og vera að fara úr landi á sama tíma fljótlega eftir að hafa verið hér saklaus í farbanni í sjö mánuði,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki ljóst hvort ákæruvaldið muni áfrýja dómnum en hann reiknar með að skaðabótakrafa gegn ríkinu verði tekin til skoðunar af hálfu konunnar. „Mér finnst þessi dómur vera mjög afdráttarlaus,“ segir Guðmundur. Fólkið var stöðvað við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA mulningi til viðbótar. Maðurinn játaði sök en konan hefur frá upphafi neitað að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar. Hún hafi einfaldlega talið sig vera í ferðalagi með manni sínum. Tók maðurinn undir með konu sinni. Ákæruvaldið taldi hins vegar frásögn þeirra ótrúverðuga og taldi ekki ganga upp að konan hafi ekki verið meðvituð um hvaða tilgangi förin til Íslands átti að þjóna.
Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30 Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27 Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05 Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Fíkniefni fyrir tæpan milljarð: Maðurinn játar en konan neitar áfram sök Parið er á 45. aldursári og kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september síðastliðinn. 17. desember 2015 14:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30
Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27
Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05
Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20
Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31
Fíkniefni fyrir tæpan milljarð: Maðurinn játar en konan neitar áfram sök Parið er á 45. aldursári og kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september síðastliðinn. 17. desember 2015 14:00