Hvetjum Lindu Pétursdóttur til forsetaframboðs Sigurður Ingólfsson skrifar 18. mars 2016 10:05 Nú eru forsetakosningar á næsta leiti og sýnist sitt hverjum um hæfi þeirra sem lýst hafa yfir framboði sínu til þessa virðulega embættis. Efalaust hugsa margir ennþá sitt ráð og fólk spjallar sín á milli um hverjir komi helst til greina. Mjög mikilvægt er að vel takist til með að fá góða frambjóðendur sem hafa þá eiginleika og getu, sem þarf til að taka við embættinu. Það er án efa mikilvægt að þjóðin skipi sér ekki í pólitískar fylkingar um frambjóðendur í kosningunum. Þá er sú hætta fyrir hendi að fylking, sem bíður lægri hlut, verði ekki mönnum sinnandi eftir að þeirra pólitíski andstæðingur næði kosningu til forseta. Þeir sem eru í stjórnmálum verða að hlýta því að fólk greinir ekki svo vel á milli skoðana fólks og persónanna sjálfra. Margir hafa hvatt Lindu Pétursdóttur athafnakonu til margra ára í framboð og er ég þeirra á meðal. Einfaldlega vegna þess að ég sé ekki fyrir mér annan betri frambjóðanda. Verð að játa að ég hef ekki hitt hana nema af tilviljun en allir Íslendingar þekkja “ Lindu Pé. “ Hún varð landsþekkt 18 ára gömul, eftir að hafa verið kjörin ungfrú Ísland og hefur deilt með okkur gleði sinni og sorgum, aðallega þó gleði, í viðtölum í fjölmiðlum allt frá því að hún bar sigur úr bítum í keppni um alheimsfegurð. Síðan þá hefur hún gert ótalmargt annað gott, sem eftir hefur verið tekið. Ein skýrasta mynd lýðræðisins er að við getum öll hvatt þann einstakling sem við teljum hæfastan til framboðs forseta. Síðan er það þjóðarinnar að ákveða hvern hún kýs til að gegna embættinu í komandi kosningum. Hvetjum Lindu til framboðs og ef hún nær kjöri verður hún glæsilegur forseti og fulltrúi landsins okkar, hvort sem er hér heima á Bessastöðum eða úti í hinum stóra heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú eru forsetakosningar á næsta leiti og sýnist sitt hverjum um hæfi þeirra sem lýst hafa yfir framboði sínu til þessa virðulega embættis. Efalaust hugsa margir ennþá sitt ráð og fólk spjallar sín á milli um hverjir komi helst til greina. Mjög mikilvægt er að vel takist til með að fá góða frambjóðendur sem hafa þá eiginleika og getu, sem þarf til að taka við embættinu. Það er án efa mikilvægt að þjóðin skipi sér ekki í pólitískar fylkingar um frambjóðendur í kosningunum. Þá er sú hætta fyrir hendi að fylking, sem bíður lægri hlut, verði ekki mönnum sinnandi eftir að þeirra pólitíski andstæðingur næði kosningu til forseta. Þeir sem eru í stjórnmálum verða að hlýta því að fólk greinir ekki svo vel á milli skoðana fólks og persónanna sjálfra. Margir hafa hvatt Lindu Pétursdóttur athafnakonu til margra ára í framboð og er ég þeirra á meðal. Einfaldlega vegna þess að ég sé ekki fyrir mér annan betri frambjóðanda. Verð að játa að ég hef ekki hitt hana nema af tilviljun en allir Íslendingar þekkja “ Lindu Pé. “ Hún varð landsþekkt 18 ára gömul, eftir að hafa verið kjörin ungfrú Ísland og hefur deilt með okkur gleði sinni og sorgum, aðallega þó gleði, í viðtölum í fjölmiðlum allt frá því að hún bar sigur úr bítum í keppni um alheimsfegurð. Síðan þá hefur hún gert ótalmargt annað gott, sem eftir hefur verið tekið. Ein skýrasta mynd lýðræðisins er að við getum öll hvatt þann einstakling sem við teljum hæfastan til framboðs forseta. Síðan er það þjóðarinnar að ákveða hvern hún kýs til að gegna embættinu í komandi kosningum. Hvetjum Lindu til framboðs og ef hún nær kjöri verður hún glæsilegur forseti og fulltrúi landsins okkar, hvort sem er hér heima á Bessastöðum eða úti í hinum stóra heimi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar