Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, ætlar að áfrýja sex ára banninu sem hann var úrskurðaður í vegna spillingarmála. Hann má ekki hafa afskipti af fótbolta næstu sex árin.
Blatter ætlar með málið fyrir íþróttadómstólinn en forsetatíð hans hjá FIFA lauk formlega á dögunum þegar Gianni Infantino var kosinn nýr forseti sambandsins.
FIFA gaf svo út launatölur Blatters í dag samvæmt regluverki nýs stjórnskipulags sambandsins en þar kemur fram að Svisslendingurinn fékk 465 milljónir króna í árslaun.
FIFA tapaði 84 milljónum punda eða 15 milljörðum íslenskra króna á síðasta rekstrarári. Sambandið útskýrir tapreksturinn með ófyrirséðum kostnaði sem kom til vegna óvenjulegra aðstæðna.
