Fjármálaráðherra segir best að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir sín mál Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2016 12:11 Vísir Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af erlendum eignum eiginkonu forsætisráðherra. Hann telji eðlilegast að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir þessi mál en hann fái ekki séð að lög og reglur hafi verið brotnar að hálfu eiginkonunnar. Alþingi samþykkti í gær þingsályktun sem þingmenn allra flokka stóðu að um siðareglur þingmanna. Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sagði bagalegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra væri ekki til svara í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þess í stað spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins út í fjármál forsætisráðherrans og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, í ljósi þessara reglna og að hann færi með haftamálin innan ríkisstjórnarinnar. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra að forsætisráðherra hefði átt að láta þing og þjóð vita af því að kona hans væri erlendur kröfuhafi og þar með að fjölskylda hæstvirts forsætisráðherra ætti verulega hagsmuni undir því hvernig þingið afgreiddi þessi mál. Þá spurði Óttarr hvort fjármálaráðherra hefði vitað að eiginkona forsætisráðherra væri erlendur kröfuhafi og hvort hann teldi aðástæða hefði verið til að láta þig og þjóð vita af því. Fjármálaraðherra sagði mikilvægt að Alþingi skuli hafa afgreitt siðareglurnar í mikilli samstöðu í gær. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að eiginkona forsætisráðherra hafi veriðí hópi erlendra kröfuhafa á bankanna. „Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finst að forsætisráðherra verði sjálfur að gera grein fyrir því hvernig þessu máli var fyrir komið,“ sagði Bjarni. Á endanum hlytu þessi mál að verða mæld út frá þeim lögum og reglum sem giltu í landinu. „Ég hef ekki séð neitt annað fram komið í þessu máli en það að lögum og reglum hafi verið fylgt. Að því leytinu til er ég ekki í nokkurri stöðu til að segja að eitthvað óeðlilegt hafi verið hér á ferðinni. Það er ekki gott að vera settur í þá stöðu að taka upp mál og svara fyrir það sem aðrir eru auðvitað lang bestir í að svara fyrir. Og ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra mun gera ef eftir því er leitað og eins og háttvirtur þingmaður sagði, það hefði verið lang best að hafa hann sjálfan hér,“ sagði Bjarni. Forsætisráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartíma fyrr í vikunni og legið fyrir að hann gæti ekki verið viðstaddur fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af erlendum eignum eiginkonu forsætisráðherra. Hann telji eðlilegast að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir þessi mál en hann fái ekki séð að lög og reglur hafi verið brotnar að hálfu eiginkonunnar. Alþingi samþykkti í gær þingsályktun sem þingmenn allra flokka stóðu að um siðareglur þingmanna. Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sagði bagalegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra væri ekki til svara í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þess í stað spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins út í fjármál forsætisráðherrans og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, í ljósi þessara reglna og að hann færi með haftamálin innan ríkisstjórnarinnar. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra að forsætisráðherra hefði átt að láta þing og þjóð vita af því að kona hans væri erlendur kröfuhafi og þar með að fjölskylda hæstvirts forsætisráðherra ætti verulega hagsmuni undir því hvernig þingið afgreiddi þessi mál. Þá spurði Óttarr hvort fjármálaráðherra hefði vitað að eiginkona forsætisráðherra væri erlendur kröfuhafi og hvort hann teldi aðástæða hefði verið til að láta þig og þjóð vita af því. Fjármálaraðherra sagði mikilvægt að Alþingi skuli hafa afgreitt siðareglurnar í mikilli samstöðu í gær. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að eiginkona forsætisráðherra hafi veriðí hópi erlendra kröfuhafa á bankanna. „Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finst að forsætisráðherra verði sjálfur að gera grein fyrir því hvernig þessu máli var fyrir komið,“ sagði Bjarni. Á endanum hlytu þessi mál að verða mæld út frá þeim lögum og reglum sem giltu í landinu. „Ég hef ekki séð neitt annað fram komið í þessu máli en það að lögum og reglum hafi verið fylgt. Að því leytinu til er ég ekki í nokkurri stöðu til að segja að eitthvað óeðlilegt hafi verið hér á ferðinni. Það er ekki gott að vera settur í þá stöðu að taka upp mál og svara fyrir það sem aðrir eru auðvitað lang bestir í að svara fyrir. Og ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra mun gera ef eftir því er leitað og eins og háttvirtur þingmaður sagði, það hefði verið lang best að hafa hann sjálfan hér,“ sagði Bjarni. Forsætisráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartíma fyrr í vikunni og legið fyrir að hann gæti ekki verið viðstaddur fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira