Áhrifarík úrslit í kosningum Sæunn Gísladóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Vinsældir Trumps og Clinton fara ekki dvínandi. nordicphotos/Getty Bandaríkin Afgerandi forvalskosningar fóru fram í fimm ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn sem enduðu með því að Donald Trump og Hillary Clinton báru sigur úr býtum og Marco Rubio dró sig út úr kosningabaráttunni. Því eru nú aðeins fimm eftir sem keppast um að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Það eru auk Trumps og Clinton John Kasich, ríkisstjóri Ohio, Ted Cruz og Bernie Sanders. Í kosningunum á þriðjudaginn sigraði Trump í Flórída, Illinois, Missouri og Norður-Karólínu en Kasich vann í Ohio. Clinton sigraði hins vegar í öllum fylkjunum. Mesta fylgi Clinton var í Flórída þar sem hún hlaut 65 prósent atkvæða. Mesta fylgi Trumps var einnig í Flórída þar sem hann fékk 46 prósent atkvæða.Hillary Clinton. Fréttablaðið/EPAYfirgnæfandi líkur eru nú á að Clinton verði forsetaefni Demókrataflokksins. Sigur Kasich í Ohio eykur hins vegar líkur á ringulreið á flokksþingi repúblikana þar sem ólíklegra er nú að einhver einn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur telur engar líkur á því að Kasich muni sigra. „Hann heldur áfram baráttunni í þeirri von að enginn nái meirihluta. Þá verður klofinn landsfundur eða kosið á landsfundi í núllstöðu,“ segir hún. „Það eru mjög flóknar reglur á landsfundinum. Þeir sem koma til greina eru þeir sem hlutu stuðning í átta ríkjum eða fleirum, sem eru Cruz og Trump, en síðan gæti alltaf komið einhver nýr sem fengi stuðning á gólfinu þegar fundurinn byrjar og gæti þannig aflað sér meiri stuðnings. Margir í repúblikanahópnum halda í þá von að það verði hægt að stoppa Trump með svona leið, af því að það virðist ekki vera hægt að stoppa hann með öðrum leiðum,“ segir hún. Silja Bára telur ekki jafn mikla óvissu ríkja um forsetaefni Demókrataflokksins. „Það var tiltölulega óraunhæft fyrir Sanders að vinna fyrir tveimur vikum og eftir að Clinton jók svona við forskot sitt þá er það bara orðið mjög erfitt. Sanders þyrfti að vinna í New York og Kaliforníu sem er ekki mjög líklegt.“ Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Fréttablaðið/Kristján KristjánssonSilja Bára telur hins vegar að það hafi verið Clinton til framdráttar að þurfa að hafa fyrir tilnefningunni. „Þó að þetta hafi auðvitað verið tæpt stundum, þá hefur þetta verið mjög drengileg og siðmenntuð barátta. Þeim hefur tekist að vera í baráttu án þess að rífa hvort annað niður. Þetta hefur ekki skaðað Clinton mikið,“ segir hún. Of snemmt er að fullyrða nú hvort Clinton eða Trump muni bera sigur úr býtum í forsetaslagnum. Silja Bára segir að landskannanir hafi sögulega verið góð vísbending og samkvæmt þeim hefur Clinton alltaf lagt Trump. „Ég hef allavega ekki séð neitt sem gefur annað til kynna,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir. Rubio hætturStærstu fréttirnar af forvalskosningunum á þriðjudaginn eru þær að Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana, tilkynnti að hann væri hættur í forsetabaráttunni. Flórída er heimaríki Marcos Rubio og þar sem hann sigraði ekki þar heldur hlaut einungis 27 prósent atkvæða, ákvað hann að játa sig sigraðan eftir þessar forkosningar. „Það er áhugavert að Rubio var sá frambjóðandi repúblikana sem var sterkastur gegn Clinton. Skynsemisrakaval repúblíkana hefði verið að styðja hann, en það sýnir hvað kosningar eru órökréttar,“ segir Silja Bára. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Bandaríkin Afgerandi forvalskosningar fóru fram í fimm ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn sem enduðu með því að Donald Trump og Hillary Clinton báru sigur úr býtum og Marco Rubio dró sig út úr kosningabaráttunni. Því eru nú aðeins fimm eftir sem keppast um að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Það eru auk Trumps og Clinton John Kasich, ríkisstjóri Ohio, Ted Cruz og Bernie Sanders. Í kosningunum á þriðjudaginn sigraði Trump í Flórída, Illinois, Missouri og Norður-Karólínu en Kasich vann í Ohio. Clinton sigraði hins vegar í öllum fylkjunum. Mesta fylgi Clinton var í Flórída þar sem hún hlaut 65 prósent atkvæða. Mesta fylgi Trumps var einnig í Flórída þar sem hann fékk 46 prósent atkvæða.Hillary Clinton. Fréttablaðið/EPAYfirgnæfandi líkur eru nú á að Clinton verði forsetaefni Demókrataflokksins. Sigur Kasich í Ohio eykur hins vegar líkur á ringulreið á flokksþingi repúblikana þar sem ólíklegra er nú að einhver einn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur telur engar líkur á því að Kasich muni sigra. „Hann heldur áfram baráttunni í þeirri von að enginn nái meirihluta. Þá verður klofinn landsfundur eða kosið á landsfundi í núllstöðu,“ segir hún. „Það eru mjög flóknar reglur á landsfundinum. Þeir sem koma til greina eru þeir sem hlutu stuðning í átta ríkjum eða fleirum, sem eru Cruz og Trump, en síðan gæti alltaf komið einhver nýr sem fengi stuðning á gólfinu þegar fundurinn byrjar og gæti þannig aflað sér meiri stuðnings. Margir í repúblikanahópnum halda í þá von að það verði hægt að stoppa Trump með svona leið, af því að það virðist ekki vera hægt að stoppa hann með öðrum leiðum,“ segir hún. Silja Bára telur ekki jafn mikla óvissu ríkja um forsetaefni Demókrataflokksins. „Það var tiltölulega óraunhæft fyrir Sanders að vinna fyrir tveimur vikum og eftir að Clinton jók svona við forskot sitt þá er það bara orðið mjög erfitt. Sanders þyrfti að vinna í New York og Kaliforníu sem er ekki mjög líklegt.“ Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Fréttablaðið/Kristján KristjánssonSilja Bára telur hins vegar að það hafi verið Clinton til framdráttar að þurfa að hafa fyrir tilnefningunni. „Þó að þetta hafi auðvitað verið tæpt stundum, þá hefur þetta verið mjög drengileg og siðmenntuð barátta. Þeim hefur tekist að vera í baráttu án þess að rífa hvort annað niður. Þetta hefur ekki skaðað Clinton mikið,“ segir hún. Of snemmt er að fullyrða nú hvort Clinton eða Trump muni bera sigur úr býtum í forsetaslagnum. Silja Bára segir að landskannanir hafi sögulega verið góð vísbending og samkvæmt þeim hefur Clinton alltaf lagt Trump. „Ég hef allavega ekki séð neitt sem gefur annað til kynna,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir. Rubio hætturStærstu fréttirnar af forvalskosningunum á þriðjudaginn eru þær að Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana, tilkynnti að hann væri hættur í forsetabaráttunni. Flórída er heimaríki Marcos Rubio og þar sem hann sigraði ekki þar heldur hlaut einungis 27 prósent atkvæða, ákvað hann að játa sig sigraðan eftir þessar forkosningar. „Það er áhugavert að Rubio var sá frambjóðandi repúblikana sem var sterkastur gegn Clinton. Skynsemisrakaval repúblíkana hefði verið að styðja hann, en það sýnir hvað kosningar eru órökréttar,“ segir Silja Bára.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira