Forysta Samfylkingarinnar verður að fylgja vilja flokksstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2016 12:49 Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki útilokað að hægt verði að breyta stjórnarskránni í anda tillagna stjórnlagaráðs á þessu kjörtímabili og nýta þannig bráðabirgðaákvæði sem Alþingi samþykkti á síðasta kjörtímabili. Flokksstjórn Samfylkingarinnar hafi hins vegar algerlega hafnað tillögum stjórnarskrárnefndar eins eins og þær líta út núna. Flokksstjórn Samfylkingarinnar kom saman á laugardag til að ræða sérstaklega drög að tillögum stjórnarskrárnefndar sem forsætisráðherra skipaði árið 2013. Árni Páll Árnason formaður flokksins lagði til í upphafi fundar að tillögurnar yrðu samþykktar, en þær fela í sér þrenns konar breytingar á stjórnarskránni varðandi, auðlindir, náttúru landsins og þjóðaratkvæðagreiðslur. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir flokksstjórnina hins vegar hafa hafnað þessum tillögum. „Það er auðvitað alveg rétt. Hann var búinn að skrifa blaðagrein fyrir fundinn og mæltist til þess aðþessar tillögur yrðu samþykktar, sem sem flokksstjórnin var ekki sammála. En það má telja honum þó til tekna og meta það við formanninn að hann ákvað að sækja sér veganesti til flokksstjórnarinnar um framhald málsins. Nú er ljóst hvert það veganesti er,“ segir Ólína. Flokksstjórnin standi með tillögum stjórnlagaráðs og það sé því verkefni formanns og forystu flokksins að vinna eftir þeirri niðurstöðu í framhaldinu. Þegar stjórnarskrármálin voru komin í óefni undir lok síðasta kjörtímabils vegna málþófs aðallega að hálfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins var samþykkt tillaga frá Árna Páli um bráðabirgðaákvæði í stjórnarskrána þess efnis að hægt yrði að gera breytingar á henni á þessu kjörtímabili, án þess að boða þyrfti strax til kosninga, eins og stjórnarskráin gerir annars ráð fyrir.Það er þá búið að klúðra þessu tækifæri sem var í bráðabirgða ákvæðinu?„Ég er ekki alveg viss um það vegna þess að ritari stjórnarskrárnefndar var nú á þessum fundi og lýsti því yfir að það væri enn verið að taka við umsögnum við málið. Það var helst á henni að skilja og ég heyri ekki betur á formanni VG sem líka hefur verið í þessari vinnu og fleirum, að það sé hægt að vinna málið áfram. Við skulum bara vona að það sé hægt. Því það er alveg ljóst núna að tvær flokksstofnanir, Píratar og Samfylkingin, sem ekki geta sem ekki geta fellt sig við þessar tillögur eins og þær hafa verið bornar á borð núna,“ segir Ólína. Hins vegar sé ekki nóg að nálgast tillögur stjórnlagaráðs, það verði að byggja á þeim. „Þannig að það er ekki nóg að snurfusa orðalagið bara eitthvað aðeins til að nálgast og búa til eitthvað annað miðjumoð um þetta. Það þarf að vera raunverulegur vilji og stefna til að fylgja meginsjónarmiðum stjórnlagaráðsins,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki útilokað að hægt verði að breyta stjórnarskránni í anda tillagna stjórnlagaráðs á þessu kjörtímabili og nýta þannig bráðabirgðaákvæði sem Alþingi samþykkti á síðasta kjörtímabili. Flokksstjórn Samfylkingarinnar hafi hins vegar algerlega hafnað tillögum stjórnarskrárnefndar eins eins og þær líta út núna. Flokksstjórn Samfylkingarinnar kom saman á laugardag til að ræða sérstaklega drög að tillögum stjórnarskrárnefndar sem forsætisráðherra skipaði árið 2013. Árni Páll Árnason formaður flokksins lagði til í upphafi fundar að tillögurnar yrðu samþykktar, en þær fela í sér þrenns konar breytingar á stjórnarskránni varðandi, auðlindir, náttúru landsins og þjóðaratkvæðagreiðslur. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir flokksstjórnina hins vegar hafa hafnað þessum tillögum. „Það er auðvitað alveg rétt. Hann var búinn að skrifa blaðagrein fyrir fundinn og mæltist til þess aðþessar tillögur yrðu samþykktar, sem sem flokksstjórnin var ekki sammála. En það má telja honum þó til tekna og meta það við formanninn að hann ákvað að sækja sér veganesti til flokksstjórnarinnar um framhald málsins. Nú er ljóst hvert það veganesti er,“ segir Ólína. Flokksstjórnin standi með tillögum stjórnlagaráðs og það sé því verkefni formanns og forystu flokksins að vinna eftir þeirri niðurstöðu í framhaldinu. Þegar stjórnarskrármálin voru komin í óefni undir lok síðasta kjörtímabils vegna málþófs aðallega að hálfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins var samþykkt tillaga frá Árna Páli um bráðabirgðaákvæði í stjórnarskrána þess efnis að hægt yrði að gera breytingar á henni á þessu kjörtímabili, án þess að boða þyrfti strax til kosninga, eins og stjórnarskráin gerir annars ráð fyrir.Það er þá búið að klúðra þessu tækifæri sem var í bráðabirgða ákvæðinu?„Ég er ekki alveg viss um það vegna þess að ritari stjórnarskrárnefndar var nú á þessum fundi og lýsti því yfir að það væri enn verið að taka við umsögnum við málið. Það var helst á henni að skilja og ég heyri ekki betur á formanni VG sem líka hefur verið í þessari vinnu og fleirum, að það sé hægt að vinna málið áfram. Við skulum bara vona að það sé hægt. Því það er alveg ljóst núna að tvær flokksstofnanir, Píratar og Samfylkingin, sem ekki geta sem ekki geta fellt sig við þessar tillögur eins og þær hafa verið bornar á borð núna,“ segir Ólína. Hins vegar sé ekki nóg að nálgast tillögur stjórnlagaráðs, það verði að byggja á þeim. „Þannig að það er ekki nóg að snurfusa orðalagið bara eitthvað aðeins til að nálgast og búa til eitthvað annað miðjumoð um þetta. Það þarf að vera raunverulegur vilji og stefna til að fylgja meginsjónarmiðum stjórnlagaráðsins,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira