NBA: Cleveland sýndi sínar bestu hliðar í sigri á LA Clippers | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Cleveland Cavaliers vann sinn þriðja leik í röð í ferð sinni á Vesturströndina, Jose Calderon tryggði New York Knicks sigur á Lakers og Giannis Antetokounmpo var með glæsilega þrennu í sigri Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Cleveland Cavaliers vann afar sannfærandi 114-90 sigur á Los Angeles Clippers í Staples Center í Los Angeles. Þetta var þriðji leikur Cleveland Cavaliers í ferð sinni á Vesturströndina og jafnframt þriðji sigurinn. Cleveland-liðið skoraði alls átján þriggja stiga körfur í leiknum. J.R. Smith og Kyrie Irving skoruðu báðir 18 stig og nýi maðurinn, Channing Frye, skoraði fimmtán stig sem komu öll með þriggja stiga skotum. Channing Frye (5 af 7), J.R. Smith (5 af 8) og LeBron James (3 af 4) voru saman með 13 þrista úr aðeins 19 tilraunum. J.J. Redick var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers með 19 stig en Chris Paul bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum. Clippers-liðið komst reyndar í 17-7 í byrjun leiks en LeBron James og félagar komust yfir fyrir lok fyrsta leikhluta og litu ekki til baka eftir það.Jose Calderon skoraði sigurkörfu New York Knicks fyrir utan þriggja stiga línuna í 90-87 sigri á Los Angeles Lakers þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var hans eini þristur í leiknum. Carmelo Anthony skoraði 12 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Kobe Bryant var með 14 stig fyrir Lakers en Lou Williams var stigahæstur með 15 stig.Giannis Antetokounmpo var með myndarlega þrennu þegar Milwaukee Bucks vann 109-100 útisigur á Brooklyn Nets. Antetokounmpo endaði leikinn með 28 stig, 14 stoðsendingar og 11 fráköst en hann varð þar með fyrsti leikmaður Bucks sem nær fjórum þrennum á einu tímabili. Giannis Antetokounmpo var kominn með 12 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst í hálfleik en allar fjórar þrennur hans hafa komið eftir 22. febrúar. Jabari Parker skoraði 23 stig fyrir Milwaukee-liðið en Brook Lopez var stigahæstur hjá Nets með 20 stig.Al Horford og Paul Millsap voru báðir með 18 stig í 29 stiga stórsigri Atlanta Hawks á Indiana Pacers. Atlanta skoraði 20 stig í röð í þriðja leikhlutanum þar sem liðið smellti niður sjö þristum. Atlanta-liðið hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum og er að ná flugi þegar úrslitakeppnina nálgast. Paul George hitti aðeins úr 3 af 15 skotum og endaði með 7 stig fyrir Pacers-liðið en nýliðinn Myles Turner var stigahæstur með 19 stig.Derrick Favors var með 28 stig og 14 fráköst þegar Utah Jazz vann 108-99 sigur á Sacramento Kings og Gordon Hayward bætti við 27 stigum fyrir Utah-liðið. DeMarcus Cousins kom til baka eftir eins leiks bann og bauð upp á 31 stig og 10 fráköst fyrir Kings.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 90-114 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 104-75 Sacramento Kings - Utah Jazz 99-108 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 100-109 Los Angeles Lakers - New York Knicks 87-90 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann sinn þriðja leik í röð í ferð sinni á Vesturströndina, Jose Calderon tryggði New York Knicks sigur á Lakers og Giannis Antetokounmpo var með glæsilega þrennu í sigri Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Cleveland Cavaliers vann afar sannfærandi 114-90 sigur á Los Angeles Clippers í Staples Center í Los Angeles. Þetta var þriðji leikur Cleveland Cavaliers í ferð sinni á Vesturströndina og jafnframt þriðji sigurinn. Cleveland-liðið skoraði alls átján þriggja stiga körfur í leiknum. J.R. Smith og Kyrie Irving skoruðu báðir 18 stig og nýi maðurinn, Channing Frye, skoraði fimmtán stig sem komu öll með þriggja stiga skotum. Channing Frye (5 af 7), J.R. Smith (5 af 8) og LeBron James (3 af 4) voru saman með 13 þrista úr aðeins 19 tilraunum. J.J. Redick var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers með 19 stig en Chris Paul bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum. Clippers-liðið komst reyndar í 17-7 í byrjun leiks en LeBron James og félagar komust yfir fyrir lok fyrsta leikhluta og litu ekki til baka eftir það.Jose Calderon skoraði sigurkörfu New York Knicks fyrir utan þriggja stiga línuna í 90-87 sigri á Los Angeles Lakers þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var hans eini þristur í leiknum. Carmelo Anthony skoraði 12 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Kobe Bryant var með 14 stig fyrir Lakers en Lou Williams var stigahæstur með 15 stig.Giannis Antetokounmpo var með myndarlega þrennu þegar Milwaukee Bucks vann 109-100 útisigur á Brooklyn Nets. Antetokounmpo endaði leikinn með 28 stig, 14 stoðsendingar og 11 fráköst en hann varð þar með fyrsti leikmaður Bucks sem nær fjórum þrennum á einu tímabili. Giannis Antetokounmpo var kominn með 12 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst í hálfleik en allar fjórar þrennur hans hafa komið eftir 22. febrúar. Jabari Parker skoraði 23 stig fyrir Milwaukee-liðið en Brook Lopez var stigahæstur hjá Nets með 20 stig.Al Horford og Paul Millsap voru báðir með 18 stig í 29 stiga stórsigri Atlanta Hawks á Indiana Pacers. Atlanta skoraði 20 stig í röð í þriðja leikhlutanum þar sem liðið smellti niður sjö þristum. Atlanta-liðið hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum og er að ná flugi þegar úrslitakeppnina nálgast. Paul George hitti aðeins úr 3 af 15 skotum og endaði með 7 stig fyrir Pacers-liðið en nýliðinn Myles Turner var stigahæstur með 19 stig.Derrick Favors var með 28 stig og 14 fráköst þegar Utah Jazz vann 108-99 sigur á Sacramento Kings og Gordon Hayward bætti við 27 stigum fyrir Utah-liðið. DeMarcus Cousins kom til baka eftir eins leiks bann og bauð upp á 31 stig og 10 fráköst fyrir Kings.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 90-114 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 104-75 Sacramento Kings - Utah Jazz 99-108 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 100-109 Los Angeles Lakers - New York Knicks 87-90 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira