Fjórum leikjum er nýlokið í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu en þar ber helst að nefna góðan sigur Roma á Udinese, 2-1.
Edin Dzeko skoraði fyrsta mark leiksins þegar stundarfjórðungur var liðinn af honum. Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Udinese og lék hann allan leikinn. Alessandro Florenzi kom Roma í 2-0 þegar korter var eftir af leiknum og gerðu í raun út um hann þá.
Bruno Fernandes náði reyndar að minnka muninn fimm mínútum fyrir leikslok en allt kom fyrir ekki og lauk honum með sigri Roma.
Önnur úrslit dagsins í ítalska:
Carpi 2 - 1 Frosinone
Fiorentina 1 - 1 Hellas Verona
Genoa 3 - 2 Torino
Udinese 1 - 2 Roma
