Sjáðu hvernig Trump hvetur ítrekað til ofbeldis Bjarki Ármannsson skrifar 13. mars 2016 09:54 Donald Trump. Vísir/AFP Til ryskinga kom meðal stuðningsmanna Donald Trump og mótmælenda á kosningafundi forsetaframbjóðandans í Chicago á föstudagskvöld. Þurfti Trump að aflýsa kosningafundi vegna mótmæla í fyrsta sinn. Í gær kenndi Trump mótmælendunum um það að til áfloga hafi komið en fjölmiðlar vestanhafs benda nú á að Trump ætti ef til vill að líta í eigin barm. Fréttakonan Rachel Maddow á bandarísku sjónvarpsstöðinni MSNBC hefur tekið saman mörg ummæli Trump þar sem hann hvetur beint eða óbeint til ofbeldis á kosningafundum sínum og sett í fróðlegt myndband sem sjá má hér að neðan. Sem dæmi um ummæli sem Trump hefur látið falla um mótmælendur í ræðum sínum má nefna: „Ef þið sjáið einhvern sem er að fara að kasta tómötum, kýlið þá kalda (e. „knock the crap out of them). Væruð þið til í það? Í alvörunni? Kýlið þá bara. Ég lofa að ég skal greiða málskostnaðinn, ég lofa.“ – 1. febrúar í Iowa. „Ég elska gömlu góðu dagana. Vitið þið hvað gert var við svona náunga á svona stöðum. Það þyrfti að bera þá út á sjúkrabörum. Þetta er satt ... Ég segi það satt, ég væri til í að kýla hann í andlitið.“ – 22. febrúar í Nevada. „Í gamla daga hefði honum bara verið fleygt úr sætinu snöggvast. En í dag eru allir pólitískt réttsýnir. Landið okkar er að fara til fjandans vegna þess að allir svo réttsýnir.“ – 29. febrúar í Virginíu. „Hluti vandans er að enginn vill særa neinn lengur. Ekki satt? Og fólk er svo pólitískt réttsýnt með það hvernig farið er með aðra. Þannig að það tekur aðeins lengur. Og í sannleika sagt, mótmælendur – þeir átta sig á því að það dregur engan dilk á eftir sér lengur að mótmæla. Einu sinni voru afleiðingar. Það eru engar afleiðingar lengur.“ – 11. mars í Missouri, stuttu fyrir fundinn í Chicago.Umfjöllun Maddow má sjá hér að neðan í heild sinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29 Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Til ryskinga kom meðal stuðningsmanna Donald Trump og mótmælenda á kosningafundi forsetaframbjóðandans í Chicago á föstudagskvöld. Þurfti Trump að aflýsa kosningafundi vegna mótmæla í fyrsta sinn. Í gær kenndi Trump mótmælendunum um það að til áfloga hafi komið en fjölmiðlar vestanhafs benda nú á að Trump ætti ef til vill að líta í eigin barm. Fréttakonan Rachel Maddow á bandarísku sjónvarpsstöðinni MSNBC hefur tekið saman mörg ummæli Trump þar sem hann hvetur beint eða óbeint til ofbeldis á kosningafundum sínum og sett í fróðlegt myndband sem sjá má hér að neðan. Sem dæmi um ummæli sem Trump hefur látið falla um mótmælendur í ræðum sínum má nefna: „Ef þið sjáið einhvern sem er að fara að kasta tómötum, kýlið þá kalda (e. „knock the crap out of them). Væruð þið til í það? Í alvörunni? Kýlið þá bara. Ég lofa að ég skal greiða málskostnaðinn, ég lofa.“ – 1. febrúar í Iowa. „Ég elska gömlu góðu dagana. Vitið þið hvað gert var við svona náunga á svona stöðum. Það þyrfti að bera þá út á sjúkrabörum. Þetta er satt ... Ég segi það satt, ég væri til í að kýla hann í andlitið.“ – 22. febrúar í Nevada. „Í gamla daga hefði honum bara verið fleygt úr sætinu snöggvast. En í dag eru allir pólitískt réttsýnir. Landið okkar er að fara til fjandans vegna þess að allir svo réttsýnir.“ – 29. febrúar í Virginíu. „Hluti vandans er að enginn vill særa neinn lengur. Ekki satt? Og fólk er svo pólitískt réttsýnt með það hvernig farið er með aðra. Þannig að það tekur aðeins lengur. Og í sannleika sagt, mótmælendur – þeir átta sig á því að það dregur engan dilk á eftir sér lengur að mótmæla. Einu sinni voru afleiðingar. Það eru engar afleiðingar lengur.“ – 11. mars í Missouri, stuttu fyrir fundinn í Chicago.Umfjöllun Maddow má sjá hér að neðan í heild sinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29 Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29
Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03
Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11
Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06
Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18